Obama nefnir 40% gortið.

Í þessu bloggi er kannski búið að minnast of oft á það hvernig íslenskir fjármálasnillingar fóru í fyrirtækjaleik með krosstengslum og sölum á hlutabréfum þar sem búnar voru til himinháar upphæðir í formi viðskiptavildar.

Gott dæmi um beina lýsingu á þessari "snilld" var viðtal við Hannes Smárason í blaðinu Króniku.

Barack Obama minnti á það í viðtali í sjónvarpsþætti Jay Leno að talið hefði verið að 40% af hagvexti Bandaríkjanna undanfarna áratugi hefði verið talið sprottinn í fjármálakerfinu. Nú hefði komið í ljós að svo var alls ekki, heldur var mest af þessu tilbúin verðmæti en ekki raunveruleg.

Sem minnir á gamla hagfræðidæmið þess efnis að þegar stöndugur barnmargur karl giftist ráðskonunni þá minnkar hagvöxturinn sem því nemur þótt ekkert hafi í raun breyst annað en formleg staða hennar.

Ráðskonan fékk áður kaup, sem talið var í þjóðartekjunum, en við giftinguna hætti hún að fá greitt kaup þótt störfin á heimilinu væru nákvæmlega þau sömu og áður.

Obama lýsti því líka hvernig mest af því sem gerðist hefði líklega verið löglegt og því væri verkefnið nú að breyta hugsunarhættinum og lagaumhverfinu.


mbl.is Margt líkt með Íslandi og Enron
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Því hefur verið lýst hvernig viðskiptahugmyndir starfsmanna Enron voru snimmhendis færðar til bókar sem um áþreifanlegan gróða væri að ræða.

Ekki ósvipað "viðskiptavild" íslensku bankanna.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 25.3.2009 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband