Ekki traustvekjandi.

Maður á kannski ekki að dæma menn eftir einu sjónvarpsviðtali en miðað við viðtal við Rick Wagoner sem ég sá í bandarísku sjónvarpi í októberbyrjun síðastliðið haust kemur ekki á óvart þótt Obama-stjórnin hafi krafist þess að hann viki.

Í þessu viðtali vakti þessi maður undrun mína fyrir sjálfumgleði, hroka og vissa veruleikafirringu. Hann virtist enga grein gera sér fyrir orsökum þess hvernig þessi bílarisi, sem bar ægishjálm yfir aðra bílaframleiðendur lungann úr síðustu öld, er nú kominn að fótum fram.

Þegar honum var bent á að lítil, nánast bílskúrsfyrirtæki, virðist vera búin að leysa vandamál varðandi rafbíla og aðrar nýjungar í takt við tímann, sem risafyrirtækið virtist fyrirmunað að geta, gerði hann lítið úr því og hlakkaði yfir því að vegna smæðar sinnar andspænis bílarisanum ættu hinar athyglisverðu nýjungar sem komið hafa fram enga möguleika á að verða raunhæfar.

Á bak við mannalæti Wagoners glytti í það sem marga hefur grunað og stórfyrirtækin hafa verið vænd um, en það er hvernig þau beita stærð sinni og aðstöðu í stjórnkerfinu til að kaffæra alla þá sem gætu ógnað þeim á nokkurn hátt.

Ég var nýlega að sjá tölur úr reynsluakstri á nokkrum "ofurbílum" fyrri tíma og vakti athygli mína að 1948 módelið af Tucker var langsneggsti og hraðskreiðasti bíllinn á sínum tíma og á flesta lund langt á undan sinni samtíð.

Útsendarar stórfyrirtækjanna beittu spillingarkenndu valdi sínu til að koma Tucker á kné. Í stjórnartíð Wagoners hefur GM verið á rangri braut í sama afneitunarstílnum og Bush-stjórnin var og engan veginn í takt við tímann. Afleiðingarnar blasa nú við.


mbl.is Forstjóri GM lætur af störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Heitir svo bílategund eftir þessum hroka gikk, Wagoner?    Fávís kona!!

Helga Kristjánsdóttir, 30.3.2009 kl. 02:34

2 Smámynd: Rebekka

Stjórnendur GM geta sannarlega sjálfum sér um kennt hvernig komið er fyrir fyrirtækinu núna.  Eftir því sem mér skilst hafa þeir lítið gert í að bæta bensínnýtingu bílanna sinna, hvað þá reynt að gera almennilega tvinn- eða rafmagnsbíla, heldur bara troðið fram fleiri og fleiri SUV bílum, allt of stórum bensínhákum.  Græðgin kom þeim í koll.

Rebekka, 30.3.2009 kl. 05:50

3 identicon

Helga, nei, það er ekki svo að Jeep Wagoneer heiti í höfuðið á þessum náunga né hans ætt. Í bílheitinu er ekki vísað til nafns neins eins manns, heldur er þetta sótt aftar í sögu Bandaríkjanna; til þeirra tíma er sótt var til vesturs

Ullarlagður (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 07:18

4 identicon

Saell Omar.

Thakka oll thin agaetu blogg sem eg les alltaf.

Eg reikna med ad thu hafir tha lika lesid Orkubloggid hans Ketils Sigurjonssonar

thar sem hann talar um 40 miljarda tapid hja Landsvirkjun

http://askja.blog.is/blog/askja/entry/841287/

Bestu kvedjur

Islendingur a Florida

Halldor Hjaltason (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 11:43

5 identicon

Til umhugsunar.

Hreinir rafbílar sem hentað gætu í 90% af allri notkun almennings innan þéttbýlis eru enn ekki komnir á markað. EV1  sem var markaðssettur af GM 1996 var hent út fyrir 3 tonna pallbíla.

Í dag stefnir í að fyrstu alvöru rafbílarnir (ekki rándýrir sportbílar eða dvergvaxin geimskip) komi frá Kína og Indlandi.

Norðmenn og Japan eiga svo næsta leik. 

Hrokinn og veruleikafirring amerískra bílaforstjóra varð þeim hinum sömu að falli eins og svo mörgum öðrum....

Það mun hins vegar ekki taka Kanana nema örfá ár að ná áttum, nýjustu hugmyndir eru glæsilegar.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband