31.3.2009 | 00:32
Hjón, hjónar og hjónur.
Kynjamálin bjóða oft upp á kynlegar uppákomur. Ég hef verið að pæla í deilunum um hjónaband samkynhneigðra og því, hvernig málkennd og rökvísi geta komið fram með lausnir.
Lausnin sem mér datt í hug var einfaldlega að nota rétt íslensk orð um það sem um er að ræða. Þá kemur þetta út:
Kona og karl: Hún er hjóna, hann er hjón. Þau, hjónin, ganga í hjónaband, band hjónanna.
Karl og karl: Hann er hjónn og hinn er hjónn. Þeir, hjónarnir, ganga í hjónaband, band hjónanna.
Kona og kona: Hún er hjóna og hin er hjóna, hjónurnar. ganga í hjónaband, band hjónanna.
Mismunurinn sést samt best í texta prestsins sem vígir hjónin / hjónana / hjónurnar.
Hann segir við konu og karl: "Því lýsi ég því yfir að þið eru hjón fyrir Guði og mönnum."
Hann segir við karl og karl: "Því lýsi ég því yfir að þið eru hjónar fyrir Guði og mönnum."
Hann segir við konu og konu: "Því lýsi ég því yfir að þið eruð hjónur fyrir Guði og mönnum."
En auðvitað er þetta óþarfi. Alveg eins og að drengur og stúlka eru hvort um sig barn, getur hvorugkynsorðið hjón, þ. e. hjónið, átt bæði við karl og konu.
Athugasemdir
hihihi...ekki slæmt
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.3.2009 kl. 01:19
„Hjónaband" er einnig „hjúskapur" og „hjón" gat einnig átt við „(vinnu)hjú". Maður eða kona gat „ráðist sem hjón" hjá einhverjum, slíkt var kallað „hjónahald" og „hjónmargur" var sá sem hafði margt vinnufólk.
Þannig geta tveir karlar eða tvær konur verið í hjúskap (hjónabandi) og þar af leiðandi verið hjón.
Þorsteinn Briem, 31.3.2009 kl. 01:59
Kynjamálin eru kynleg á síðustu og verstu .....
Hólm (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.