1.4.2009 | 20:42
Lýðræðishalli og rányrkja lifi !
Sjálfstæðismenn gera það ekki endasleppt á þinginu. Hafa þegar komið í burtu grein um sjálfbæra þróun sem svipar til ákvæða um það efni hjá mörgum þjóðum. Andstæða sjálfbærrar þróunar er rányrkja, nokkuð sem Íslendingar hafa stundað meira og minna frá landnámstíð.
Það ætlar að reynast þrautin þyngri að vinna bug á henni.
Nú gera Sjálfstæðismenn allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir lýðræðisumbætur á stjórnarská og kosningalögum. Það er í raun undravert að flokkur, sem hefur svona stefnu skuli fá meira en fjórðung fylgis í skoðanakönnunum.
Geta setið fram að kosningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já þetta er mjög alvarlegt mál með auðlindirnar.
Það að hafa aðgang að auðlindum Íslands í dag s.s. neysluvatninu eru forréttindi okkar og afkomenda okkar og við höfum ekki rétt á því að framselja þær í hendur annarra.
Þetta eru einfaldar staðreyndir.
Þeir sem ekki hafa "sympatíu" og skilning á þessu eiga ekkert erindi í að leiða heila þjóð.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 21:01
Ég er nú dálítið hissa á þér Ómar, ef ég man rétt talaðir þú um að þú værir Sjálfstæðismaður fyrir síðustu kosningar.... Nú er það að sjálfsögðu allt gamalt og gleymt. Þú ættir að minnsta kosti að vita að þeir sem elska sjálfstæðið eiga ekki heima í Fylkingunni, því þeir sýna ekkert annað en hraðlest í EB...
Petur Asbjornsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 23:24
Ég hef aldrei sagst vera Sjálfstæðismaður og hef aldrei verið í þeim flokki. Hef kosið fleiri en einn og fleiri en tvo flokka en aðeins kosið Sjálfstæðismenn í borgarstjórnarkosningum, - þó ekki alltaf.
Hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningum svo ég muni. Ég kaus Viðreisnarstjórnina á þann hátt að krossa við Alþýðuflokkinn 1963 og 1967 og þar með kaus ég Sjálfstæðisflokkinn óbeint, því að Viðreisnarflokkarnir skuldbundu sig fyrir kosningar að starfa saman eftir kosningar ef þeir fengju meirihluta.
1970 kaus ég Hannbal og hans menn í borgarstjórnarkosningum og aftur í alþingiskosningunum 1971 vegna þess að ég var ósammála stefnu Viðreisnarstjórnarinnar í landhelgismálinu og fannst vera kominn tími á stjórnina eftir 12 ára valdatímabil.
Ég hef hins vegar sagt að meðaltal stjórnmálaskoðana minna hvað snertir litrófið hægri / vinstri sé örlítið hægra megin við miðjuna.
Ætti kannski að birta ávarp sem ég flutti á laugadaginn um skilining minn á kjörorðinu frelsi, jafnrétti, bræðalag.
Ómar Ragnarsson, 1.4.2009 kl. 23:53
Eins og nú er komið fyrir Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum stendur Samfylkingin mér næst, rétt eins og Alþýðuflokkurinn gerði á sínum tima.
Ómar Ragnarsson, 1.4.2009 kl. 23:55
Sjálfstæðisflokkurinn starfaði einu sinni undir kjörorðinu "Stétt með stétt". Ef hann gerði það í raun er hann alla vega löngu hættur að standa undir þessum orðum.
Hann virðist líka hafa andúð á "þjóð með þjóð" og "kynslóð með kynslóð". Hið eina og efsta boðorð virðist vera "hver fyrir sig". Flokkur með slíka stefnu getur ekki leitt þjóð - nema í ógöngur eins og sannast hefur.
Dofri Hermannsson, 2.4.2009 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.