Einn er djúpur og annar er í bakverðinum.

Fróðlegt var að heyra rætt í útvarpi um íslanska landsliðið í knattspyrnu sem á að etja kappi við Skota. Í spjallinu var sagt um fleiri en einn leikmann eitthvað á þessa leið: "Hann er í bakverðinum."

Síðan mátti heyra að leikmenn væru "djúpir", hvernig í ósköpunum sem hægt er að rökstyðja það.


mbl.is Naumur sigur Skota á Hampden, 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll félagi,

Ég tek undir þetta. Þetta er enn eitt dæmið um slaka frammistöðu íþróttafréttamanna. Það er annað, sem mér finnst mjög hvimleitt. Fréttamenn tala sífellt um '' halda boltanum INNAN LIÐSINS '' þegar ég lék knattspyrnu í den tid þá héldum við boltanum og punktur. Ef lið heldur boltanum þá er það greinilega innan liðsins og óþarfi að bæta neinu við það ! Og svo er það auðvitað þessi '' stórhættulegi staður '' !

En hvað um það........áfram Ísland, og Scotch on the Rocks !

Kveðjur,

Baldvin

baldvin berndsen (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 18:21

2 identicon

Mér finnst það til skammar að við skulum ekki fá að sjá beina útsendingu ólæsta af landsliðinu okkar......það eru jú við sem borgum undir það meira og minna.....

Allir landsleikir ..hvaða sjónvarpsstöð sem hefur sýningarréttinn....á að sýna í ólæstri dagskrá....það á að setja það sem skilyrði....

Friðrik (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 19:00

3 identicon

Mér finnst að FIFA eigi að krefjast þess að þessir stórhættulegu staðir séu vandlega merktir með aðvörunarskiltum!

Jón H. Þórisson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 19:16

4 identicon

Sko, þeir eru nefninlega nammið djúpur þessir leikmenn, eða í rauninni eru þeir ekki menn heldur nammi. 

Björn (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 22:52

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Einhvern tíman sagði einn þulurinn í æsingi sínum

"og hann skallaði boltann með hausnum"

Nokkuð nákvæm lýsing verð ég að segja 

Brynjar Jóhannsson, 2.4.2009 kl. 03:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband