1.4.2009 | 20:56
Hetjuleg barátta.
Þótt Íslendingar hafi tapað fyrir Skotum getur landslið okkar borið höfuðið hátt. Á lokakafla leiksins voru forráðamenn skoska liðsins fölir af kvíða þegar hver sóknin af annarri dundi á skoska markinu.
Fyrra mark Skota kom eftir mistök eins varnarmanns okkar sem lærði að vísu af þeim en skaðinn var skeður. Það hefði verið gaman og alls ekki óverðskuldað að við hefðum fengið stig út úr þessum leik en svona er nú fótboltinn.
Athugasemdir
Flest allir atvinnu framherjar hefðu skorað úr flestum þessum færum.
S. Lúther Gestsson, 1.4.2009 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.