Gamla sagan: Hver lak ?

Hve oft hefur það ekki gerst að þegar blaðamenn eða menn eins og "litli Landssímamaðurinn" hafa komist á snoðir um óþægilega hluti eða upplýst stórmál, að þá hafi málið strax farið að snúast um það "hver lak?" vitneskjunni og hvernig varð uppvís um málið í stað þess að málið sjálft sé aðalatriðið?

Undanfarnar vikur hefur þjóðin orðið vitni að því hvernig misfarið hefur verið með stjarnfræðilega háar upphæðir fjár án þess að nokkuð saknæmt virðist hafa átt sér stað.

Á sama tíma eru hassræktendur nappaðir hver af öðrum og skinkuþjófur fær refsidóm.

20 milljóna króna sekt sem blaðamönnum er nú hótað eru mikllir peningar fyrir venjulegt fólk en mennirnir, sem blaðamennirnir fjalla um hafa verið að leika sér með þúsund sinnum stærri upphæðir eins og ekkert sé.

Á sama tíma og Eva Joly bendir á hver æpandi skortur sá á fólki til að rannsaka hinar efnahagslegu hamfarir virðist Fjármálaeftirlitið telja sig ekkert þarfara hafa að gera en hundelta blaðamenn sem hafa tekið að sér þjóðþrifaverk.


mbl.is Viðskiptaráðherra vill blaðamenn úr snörunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er með ólíkindum hvernig staðið er að málum hérna. Reyndar sagði nýr viðskiptaráðherra að hann væri ekki ánægður með þessa aðför og myndi athuga hvað hann gæti gert.

En illskiljanlegt að þetta skuli enn vera vinnubrögðin jafnvel þó að krafa um réttlæti og uppgjör við fortíðina hafi aldrei verið sterkari á lýðveldistímanum. Sumir kunna ekki að skammast sín.

Guðgeir (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 17:22

2 identicon

Já, 100% sammála ykkur báðum.  Það er óskiljanlegt hvað 1000 milljarða peninganíðingar hafa komist langt í friði á meðan blessaðir blaðamennirnir og litlu þjófarnir eru hundeltir.  Það eru líka heljar þjófaskilti í búðunum, Bónus líka, sem hóta þjófum: "Þjófnaður er alltaf kærður til lögreglu".  En Gylfi Magnússon gerði það alveg skiljanlegt í fréttum RUV í kvöld að hann vilji ekki lögin gegn bankaleynd eins og þau eru nú.  Þ.e. lögin sem gera blaðamennina seka þarna.

EE elle (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 01:03

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála þér Ómar

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.4.2009 kl. 05:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband