3.4.2009 | 21:25
Þótt fyrr hefði verið.
Ég hef áður lýst því hér í blogginu hvernig Ólafshöllin í Þrándheimi, margfalt ódýrara tónlistarhús en okkar hús, nýtist fullkomlega fyrir hvers kyns tónlistarflutning, jafnt óperur sem annað.
Þess vegna getur það ekki verið eðlilegt sem stefnt hefur verið að, að tónlistarhúsið í Reykjavík sé hannað þannig að það nýtist ekki á þennan hátt.
Ef menn finna leið hér í Reykjavík til að nálgast frændur okkar Norðmenn í þessu efni, þá var tími til kominn og þótt fyrr hefði verið.
Í athugun að óperan nýti tónlistarhúsið meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þótti alltaf nokkuð sérstakt að byggt væri rándýrt tónlistarhús, sem síðan yrði ekki nýtanlegt fyrir óperur !
Var á ferð um Vesturströnd Noregs fyrir nokkrum árum og sá ekki betur en að við gætum margt lært af frændum okkar þar; t.d. í nýtingu menningararfs. Þó hafa þeir ekki meira í höndunum en við. Kunna bara betur að vinna með efniviðinn.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 3.4.2009 kl. 21:35
Það er náttúrulega bara skandall að ekki hafi í upphafi verið gert ráð fyrir óperu í húsinu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.4.2009 kl. 23:14
Það var algjör skandall og á þetta bendu margir í mörgum blaðagreinum!
Þetta hús sem var byggt er "monthöll" og engin þörf að byggja svona dýrt hús og þetta kemur frá manni sem elskar sinfóníur og óperur!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.4.2009 kl. 00:09
Það var helst Pétur Blöndal sem andæfði eitthvað þessari vitleysu
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.4.2009 kl. 00:32
Óperan skal í húsið svo ekki komi til byggingu sérstaks Óperuhúss á næstu áratugum.
Það er annars ömurlegt að við séum að halda áfram byggingu á þessu fádæma ljóta húsi. Það er ekki nóg með að það kosti sitt að byggja það, það mun kosta hátt í miljarð á ári að reka það. Þessi bygging fáránleikans minnir helst á risavaxin dúfnakofa. Ég mæli eindregið með því að húsið verði á endanum meira og minna grafið í hól og á honum verði plantað trjám. Þannig mundi húsið og hóllinn gera miðbænum eitthvað gagn.
Magnús Bergsson, 4.4.2009 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.