Í samræmi við 80 ára sögu.

Engum hefði þurft að koma á óvart hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur "gengið hreint til verks" og komið í veg fyrir nauðsynlegar lýðræðisumbætur á þingi. Öll saga flokksins frá upphafi ber þess merki að þá aðeins að flokkurinn hafi sjálfur hagnast á stjórnlagabreytingum hefur hann staðið að þeim.

Í kosningunum 1931 fékk flokkurinn 48% prósent atkvæða en samt munaði aðeins hársbreidd að Framsóknarflokkurinn feng starfhæfan meirihluta á þingi. Í framhaldi af því efndi Sjálfstæðisflokkurinn þrívegis til bandalags við aðra andstæðinga Framsóknarflokksins um breytingar á kjördæmaskipan og fjölda þingmanna í kjördæmum.

1942 voru tvennar kosningar út af þessu og þá töluðu Sjálfstæðismenn ekki um sátt á þingi, heldur keyrðu tímabærar breytingar fram gegn harðri andstöðu Framsóknarflokksins.

1956 stefndi svonefnt "Hræðslubandalag" Framsóknarflokks og Alþýðuflokks að því að fá meirihluta þingmanna út á mikinn minnihluta atkvæða en mistókst.

Sjálfstæðismenn sáu að þeir gátu fengið þingmeirihluta með Alþýðuflokki ef þingfylgi væri í samræmi við kjörfylgi og að hætta var á að andstæðingarnir gætu spilað aftur á ranglátt fyrirkomulag og staðið Sjálfstæðisflokknum fyrir þrifum.

Þeir efndu því enn og aftur til bandalags gegn Framsóknarflokknum og knúðu fram gjörbreytta kjördæmaskipan í tvennum kosningum 1959. Ekkert sáttahljóð að heyra hjá Sjálfstæðismönnum þá.

Nýja kjördæmaskipanin opnaði þá óskastöðu fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem ríkt hefur æ síðan, að geta einir allra flokka myndað tveggja flokka stjórn með einhverjum andstæðingi og "farið með stelpu heim af ballinu" svo að notuð sé samliking Geirs H. Haarde.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú í samræmi við kjörorðið frá landsfundi sínum, "göngum hreint til verks" afhjúpað gamalkunna stefnu sína: Flokkurinn fyrst, síðan þjóðin.

Og látið mismæli frá fundinum verða að sannmæli: "Það verður að tryggja að auðlindirnar séu í eigu Sjálfstæðisflokksins."


mbl.is Ofbeldi og skemmdarverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Og þetta kemur frá stjórnmálamanninum sem fékk ekki fylgi og lét síðan Samfylkinguna kaupa sig og Íslandshreyfinguna gegn greiðslu á skuldum hennar. Spurningin er því þessi hvor er spilltari, sá sem seldi eða sá sem keypti?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.4.2009 kl. 15:13

2 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það er nú margt missagt í þessu. Það var ekki kjördæmafyrirkomulagið frá 1959 sem gerði Sjálfstæðisflokknum kleift að mynda tveggja flokka stjórnir með fleirum en Framsókn, heldur var það kolrangt kerfi fyrir þann tíma sem aftraði því. Samkomulag hefur verið um stjórnlagabreytingar nema í þeim tilfellum þar sem hagsmunir Framsóknar voru af því að halda í ranglátt kerfi, og viðblasandi að þeir myndu ekki ganga að neinni breytingu til batnaðar. Ósamkomulagið núna er af allt öðrum toga. Nú hafa flokkar bundizt samtökum um að gera stjórnlagabreytingar að pólitísku sjónarspili og reyndu ekki að ná um þær samkomulagi. Komu fram með frumvarp sem allir umsagnaraðilar báðu um að yrði hafnað nema ASÍ og BSRB. Sjálfstæðismenn hafa allan tímann lýst sig samþykka því að breyta 79. greininni. Sú breyting var reyndar tilbúin fyrir síðustu kosningar. Af hverju hleypur þessi roknafýla í vinstri menn? Þeir hafa haft þetta mál á oddinum amk. að nafninu til að undanförnu og látið það ryðja burt mikilvægari málum. Etv. hefur þessi stjórn engin úrræði og þess vegna þurft á afsökun að halda fyrir því að ekkert gerist. Sjálfstæðismenn hafa allan tímann lýst sig samþykka því að breyta 79. greininni. Sú breyting var reyndar tilbúin fyrir síðustu kosningar. Af hverju hleypur þessi roknafýla í vinstri menn? Þeir hafa haft þetta mál á oddinum amk. að nafninu til að undanförnu og látið það ryðja burt mikilvægari málum. Etv. hefur þessi stjórn engin úrræði og þess vegna þurft á afsökun að halda fyrir því að ekkert gerist. Allur sá fjöldi alvarlegra athugasemda sem barst vegna stjórnlagafrumvarpsins var alveg nægilegur til þess að allir áttu að sjá að málið var ekki nógu vel undirbúið. En það skýrir ekki af hverju sá hluti sem var í lagi og samkomulag um, var ekki afgreiddur. En það skýrir ekki af hverju sá hluti sem var í lagi og samkomulag um, var ekki afgreiddur.

Skúli Víkingsson, 17.4.2009 kl. 16:09

3 identicon

„Og þetta kemur frá stjórnmálamanninum sem fékk ekki fylgi og lét síðan Samfylkinguna kaupa sig og Íslandshreyfinguna gegn greiðslu á skuldum hennar. Spurningin er því þessi hvor er spilltari, sá sem seldi eða sá sem keypti?“

Ansi var þetta skondið komment og mjög í anda Formannsins. Hjá honum kallaðist þetta smjörklípuaðferðin. Í rökvísi hefur þetta hins vegar í aldanna rás verið kallað „ad hominum“ rökleiðsla og þykir ekki sérlega fimleg eða málefnaleg. Slík rökfærsla gengur út á það að ef illa gengur að hrekja rök andstæðinganna þá er hrópað: „Þú ert sko ekkert skárri sjálfur, helvítið þitt.“ Og er eiginlega skýrasta merkið um það að málefnin eru þrotin og ekkert er eftir nema skætingur. En það flýgur víst hver eins og hann er fjaðraður.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 17:10

4 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Blessaður og sæll Ómar. Þú gekkst til liðs við Samfylkinguna á grundvelli þess, að þér fannst Samfylkingin stæði þér og þinni hreyfingu næst í umhverfisvernd. Því spyr ég þig Ómar, því rétt í þessu var meirihluti inaðarnefndar sem Samfylkingin mælti fyrir í þinginu og hljóðar um heimild til samninga um álver í Helguvík.  Er þetta þér hugnanlegt, eða munt þú berjast í mót álvershugmyndum Samfylkingar, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Helguvík.  Varstu kannski aðeins of fljótur á þér, þegar þú gekkst Samfylkingunni á hönd þar sem hún virðist ekki eins umhverfisvæn og þú hélst? Fróðlegt væri að sjá frá þér tjáningu þína á þessu máli. Með bestu kveðju.

Þorkell Sigurjónsson, 17.4.2009 kl. 17:30

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Stjórnmálamaðurinn sem fékk ekki fylgi" fékk raunar jafn mikið fylgi og hver hinna 63ja þingmanna sem settust á þing. Ósanngjörn kosningalög komu hins vegar í veg fyrir að Íslandshreyfingin fengi tvo kjörna á þing í samræmi við kjörfylgi sitt.

"...lét síðan Samfylkinguna kaupa sig og Íslandshreyfinguna gegn greiðslu á skuldum hennar.."

Hvernig hefði nú verið að Sigurður Sigurðarson hefði skoðað staðreyndir áður en hann setur fram svona alvarlegar ásakanir um spillingu?

Íslandsheyfingin lagði út í síðustu kosningar og gaf sér þær forsendur að láta kosningaabaráttuna aðeins kosta hluta af því sem aðrir flokkar höfðu á milli handanna og setti í lög sín, að ef hreyfingin hætti við framboð myndi afgangur, ef einhver yrði, renna til líkarmála eða náttúruverndarsamtaka.

Vegna þess að í stað fjögurra ára ríkisstyrks í samræmi við kjörfylgi varð þetta tímabil aðeins tvö ár situr hreyfingin uppi með 11 milljóna króna skuld.

Ég og átta aðrir einstaklingar erum í ábyrgðum fyrir þessum skuldum og ekkert hefur breyst í því efni. Við munum þurfa að standa skil á þeim á gjalddaga persónulega en hvorki Íslandshreyfingin né Samfylkingin enda er sú breyting að Íslandshreyfingin er orðið að eitt af aðildarfélögum Sf á engan hátt tengd fjármálalega.

Þótt Íslandhreyfingin yrði samkvæmt aðalfundarsamþykkt sinni aðili að Sf varð enginn félagi hennar félagi í Sf nema að ganga í Sf sjálfur að eigin frumkvæði.

Þetta kallar Sigurður Sigurðarson spillingu mína og minna skoðanasystkina sem tókum ekki krónu fyrir alla vinnu okkar fyrir hreyfinguna en lögðum fram fé eftir fremstu getu til kosningabaráttunnar.

Ég á að vera spilltur fyrir þá sök að eiga yfir höfði mér ásamt fleirum að þurfa að greiða samtals ellefu milljónir króna fyrir hugsjónir okkar.

George Orwille hefði elskað hvernig þú snýrð öllu á haus í málflutningi þínum, Siguður.

Ómar Ragnarsson, 17.4.2009 kl. 19:29

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Svar til Þorkels: Ég er með sex kvikmyndir í smíðum um hin ýmsu virkjanaáform og hef ekki þokast í skoðunum mínum um þumlung í þessum efnum.

Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna Íslandsheyfinginnar taldi óráðlegt að bjóða fram nú.

Samfylkingin hefur verið klofin í þessum málum, rétt er það, en græningjarnanr þó miklu öflugri þar en hjá Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Frjálslyndum.

Við þóttumst vita að það gæti orðið mjótt á munum í einstökum atriðum umhverfismálanna á landsfundi Sf og þá var það spurningin um að taka áhættuna af því að ganga í Sf og hafa þar áhrif í samstarfi við stóran og öflugan hóp græningja innan þess flokks.

Þorkell, - þetta reyndist áhættunnar virði eins og ég hef margrakið hér í blogginu. Atbeini okkar nýliðanna á landsfundinu Sf réði úrslitum um það að felld var tillaga um að leita eftir viðbótarmengunarkvóta fyrir álverin.

Einnig tókst okkur að koma inn í stefnuna grænu hagkerfi og sjálfbærri þróun, - jafnrétti kynslóðanna og friðun alls ósnortna eldvirka svæðisins milli Vatnajökuls og Mýrdalsjökuls.

Það má ekki einblína á stöðuna núna þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur nota meirihlutaaðstöðu sína á þingi til að svínbeygja bæði Samfylkingu og Vg í þessum málum, og gildir þá einu þótt Þórunn Sveinbjarnardóttir og Kolbrún Halldórsdóttir hafi verið umhverfisráðherrar.

Helguvíkurfrumvarpið er arfur frá áhrifatíma Sjálfstæðisflokksins og nú knýja hann og Framsóknarflokkurinn þessi ósköp fram í krafti meirihlutaaðstöðu sinnar og í krafti þess að Össur var búinn að lofa að bera þetta fram.

Ég minni á að nokkrum dögum eftir síðustu kosningar sagði Steingrímur J. Sigfússon að vitaskuld þyrfti að standa við skuldbindingar og samninga sem þegar væri búið að gera.

Með þessu var hann augljóslega að biðla til Sjálfstæðisflokksins um að fá að vera sæta stelpan sem færi heim með honum af kosningaballinu, vitandi það að hvort eð er hefðu Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn áfram meirihluta á þingi. Kalt stöðumat hjá Steingrími.

Það verður að horfa aðeins lengra fram en til næstu daga, - horfa fram til þess að núverandi stjórnarflokkar komist í hreinan meirihluta og verði þá báðir sem samhljóma stefnuskrár í umhverfismálum.

Þetta er mjög mikilvægt vegna þess að hættan við stjórnarmyndanir er alltaf sú, að þegar báðir flokkar neyðast til að slá af kröfum sínum og verða að velja hverju á að fórna.

Ef stefnuskrár eru samhljóma er slíkt ástand ekki fyrir hendi varðandi samhljóða stefnumál.

Ómar Ragnarsson, 17.4.2009 kl. 20:10

7 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Þakka greinargóð svör Ómar. Það er ánægjulegt og gott að sjá, að ekkert haggi þér og þínum skoðunum.  Ef þú Ómar værir að gefa eftir í þinni jákvæðu afstöðu til umhverfisins þá væri illa komið fyrir okkar þjóð.  Þú ert okkur öllum, sem viljum halda landi okkar frá mengun,  mikil og góð hvatning og ég treysti á þig Ómar, að svo verði áfram. Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 17.4.2009 kl. 20:41

8 identicon

Skúli;  eitt af þeim félögum sem sjálfstæðismenn vitnuðu í sem ,,andstæðinga við breytingarnar" í stórum auglýsingum, sá sig knúið hérna um daginn til þess að koma með yfirlýsingu þess efnis að þau hörmuðu að umsögn þeirra skyldi slitin úr samhengi, gersamlega rangtúlkuð og notuð í pólitískum tilgangi.  Var það ekki félag náttúrufræðinga?

Talandi um að vera rökþrota Þorvaldur?

Það er nú fokið í flest skjól þegar menn beita fyrir sig umsögnum annarra og segja þær þýða allt annað en þær gera.

S.H. (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 21:25

9 identicon

Sigurður Sigurðarson ætti að sjá sóma sinn í að biðja Ómar afsökunar, en ekki dreifa svona lygum og óhróðri.

Annars mættu þessar upplýsingar koma víðar fram, hef séð álíka bull á fleiri vefsíðum uppá síðkastið.

Evreka (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband