Áfangi í átt að persónukjöri.

Fyrir tveimur árum kom ágætur maður til okkar í Íslandshreyfingunni og hvatti til þess að við byðum fram óraðaða lista í kosningunum þá. Þegar ég fór að glugga nánar í kosningalögin sá ég að þau voru ótrúlega loðin í þessu efni og að röðunin á listunum, sem hér hafði tíðkast allt frá því að listaframboð var tekið upp í Reykjavík fyrir næstum því öld, hafði skapað hefð sem gæti verið túlkuð sem ígildi lagabókastafs.

Til þess að eyða óvissu hefði þurft að breyta kosningalögunum og það var ekki inni í myndinni þá.

Niðurstaða okkar var sú, að glænýtt framboð, sem þyrfti á öllu sínu að halda vegna aðalmáls síns á örstuttum tíma fram að kosningum, myndi taka allt of mikla áhættu með því að leggja út í þetta.

Hætta yrði á að framboðið yrði dæmt ógilt, og sjá má af misvísandi viðbrögðum kjörstjórnanna nú, hve óvíst hefði verið að þetta hefði tekist hjá okkur.

Ég hef alla tíð verið talsmaður þess að auka beint lýðræði með innleiðingu persónukjörs og lýsti þeirri skoðun á afdráttarlausan hátt í fjölmiðlum í haust.

Úrskurður landskjörstjórnar er lítill en mikilvægur áfangi á leið til að auka beint lýðræði og er það vel.


mbl.is Framboð P-lista úrskurðað gilt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Ólafsson Thorlacius

er þetta ekki nógu gott fyrir þig, 82.gr laga um kosningar til Alþingis, eins og þau eru í dag

82. gr. [Kjósandi greiðir atkvæði á þann hátt að hann markar með ritblýi kross í ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum sem hann vill kjósa.]1)
Vilji kjósandi breyta nafnaröð á lista þeim er hann kýs setur hann tölustafinn 1 fyrir framan það nafn er hann vill hafa efst, töluna 2 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa annað í röðinni, töluna 3 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa það þriðja o.s.frv., að svo miklu leyti sem hann vill breyta til.
Ef kjósandi vill hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn hans.

Finnur Ólafsson Thorlacius, 18.4.2009 kl. 04:16

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta hefur snúist um skilning á orðunum "breyta nafnaröð á lista". Hvað þýða orðin "nafnaröð á lista"?

Hefðin er sú að nafnaröðin hefur gilt þegar ákveðið er hver í röðinni skuli fara fyrstur inn á þing, það er, efsti maður fer fyrstur inn. Þetta hefur kallað á mismunandi skilning á því fyrirkomulagi sem Ástþór hefur á listum sínum.

Tillagan að breytingu á kosningalögum núna fól í sér að gera þetta algerlega skýrt og hafið yfir allan vafa um skilning orðanna. Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir þetta.

Kjörstjórnir voru ekki sammála um þetta og því var erfitt að vita fyrirfram hvaða afstöðu landskjörstjórn myndi taka.

Ómar Ragnarsson, 19.4.2009 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband