24.4.2009 | 00:29
Réttar tímasetningar ?
Íslensk kosningasaga geymir mörg dæmi um tímasetningar á framsetningu mála rétt fyrir kosningar. Tvö útspil Framsóknarmanna nú lykta af þessu, upprifjun Sivjar á vafaatriðum varðandi flýtimeðferð á flutningi Icesafe reikninga rétt fyrir bankahrunið og uppljóstrun Sigmundar Davíðs um álitsgerð varðandi komandi hrun íslenska efnahagskerfisins.
Oft virkar best að viðkomandi kosningabomba sé þess eðlis að hún sé á réttu róli á kosningadaginn fyrir þann sem sprengir bombuna, þannig að sá sem bomban beinist að nái ekki vopnum sínum og geti ekki þvegið af sér áburðinn.
Kosningabombur Sjálfstæðismanna hafa oft dugað vel. Rétt fyrir borgarstjórnarkosningar 1958 kvaðst útsendari flokksins hafa fundið svonefnda "Gula bók" um húsnæðismál sem átti að hafa verið rituð á vegum vinstri stjórnarinnar sem þá sat til að undirbúa slæma þjóðnýtingu í húsnæðismálum.
Bjarni Benediktsson, ristjrói Moggans, sló þessu upp með risafyrirsögnum.
Vinstri flokkunum vannst ekki tími til að þvo þetta af sér og í kjölfarið fylgdi stærsti sigur D-listans í Reykjavík sem gaf þeim 10 borgarfulltrúa af 15. Kannski hefði sigurinn orðið svona stór hvort eð var, en þó er óvíst um það.
Eftir kosningar varð Gula bókin öllum gleymd og ekkert af því sem hún átti að hafa inni að halda varð nokkurn tíma að veruleika. Þess vegna söng ég um hana í grínsöng um bjargráð stjórnmálaforingjanna síðar það ár á þann hátt að eftir leit að Bjarna Ben hefði ég fundið hann fyrir utan sorpeyðingarstöðina þar sem hann var að fara að henda Gulu bókinni.
Fyrir kosningar 1967 varð mál kaupfélagsstjórans á Fáskrúðsfirði að aðalmáli kosninganna og vegna þess máls fór ég tvívegis með nokkurra daga millibil þangað austur til að skemmta á fundum stríðandi flokka um þetta mál.
Eftir kosningar varð þetta mál strax gleymt og grafið og satt að segja man ég ekki nákvæmlega í hverju málið var fólgið, rámar bara í það tengdist mannahaldi kaupfélagsstjórans, að mig minnir vegna eins starfsmanns.
Nokkrum dögum fyrir kosningar 2007 var ég sakaður í beinni útsendingu í sjónvarpi um að hafa valdið umhverfisspjöllum í friðlandi við Kárahnjúka sem gæti varðað allt að 2ja ára fangelsi.
Þetta var rakið skilmerkilega í fjölmiðlum næstu daga á eftir.
Hálfu ári síðar lauk ítarlegri lögreglurannsókn og skýrslugerð um þetta mál með þeirri niðurstöðu að málið yrði ekki rekið frekar vegna þess að ekkert saknæmt hefði fundist.
Þá var þetta löngu gleymt og engir fjölmiðlar höfðu áhuga á því að fylgjast með því hvaða endi þetta fáránlega mál fékk.
Með þessu er ég ekki að segja að útspil Sigmundar Davíðs og Sivjar eigi ekki rétt á sér. Þvert á móti eru bæði málin mjög áhugaverð. En skyldi tímasetningin vera tilviljun ein?
Ræða trúnaðargögn vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannski svona svipað og ítarleg frétt Stöðvar 2 um Þráinn Bertelsson og verðskulduð listamannalaun hans.
Þar er reynt að draga úr trúverðugleika manns í þeim tilgangi einum að skaða framboð.
Held að það hafi ekki tekist, en ótrúlegt að það sé meginfréttin úr starfi Borgarahreyfingarinnar að Þráinn sé á launum hjá hinu opinbera.
Guðmundur Andri Skúlason, 24.4.2009 kl. 01:03
E.t.v. ekki tilviljun að fréttamaður auðvaldsflokksins leitaði uppi öfgamanneskjuna hjá VG og fékk hana til að túlka umhverfisverndarákvæðið á eins vafasaman hátt og hugsast getur svona rétt fyrir kosningar. Bjóst hann við því að hún myndi bara segja "já sækjum olíuna án frekari málalenginga" - þetta var sóðaleg fréttamennska ef fréttamennsku skildi kalla. Siðlaust með öllu.
Þór Jóhannesson, 24.4.2009 kl. 01:09
Heill og sæll Ómar
Þu mannst sjálfsagt ekki eftir mér, en við unnum saman byggingavinnu við byggingu háhýsanna við Austurbrún forðum dag. Svo lágu leiðir okkar saman á Gufuskálum á Snæfellsnesi, þar sem þú varst ómetanlegur eins og alltaf á samkomu okkar Sjálfstæðismanna í nýja samkomuhúsinu okkar á Sandi. Flaugst lágflug yfir Broncoínn .. sannur Ómar.
Komum okkur nú að efninu. Það er mér alveg óskiljanlegt, þú sem ert íslenskastur allra íslenskra manna og dáður af öllum, skulir styðja aðild Islands að ESB. Hefurðu ekki kynnt þér baráttusögu islenskrar þjóðar fyrir sjálfstæði. Og stolti islendinga sem nær langt ut fyrir öll landamæri. Island er virt í alheimi fyrir sjálfstæði og menningu. Má bæta við Icelandair og Björk
Gerirðu þér grein fyrir hlutverki Islands, verndað af Fjallkonunni sem náði hæst við undirritun Gorbasjovs og Regans í Höfða forðum daga, um frið á jörö.
Geturðu virkilega hugsað þér Island og það með Kárahnjúka sem eru þér svo kærir, í faðmi herskáustu þjóðar veraldar nokkru sinni Assíriu manna, sem höfðu þann sið að útrýma þjóðflokkum þjóða er þeir lögðu undir sig, samanber útrýnmingu gyðinga aðferðir arftaka þeirra Þýskalands.
Þýskalandi og hyski þess er í dag haldið niðri af fyrstu þjóð Israels, þe bretum og afspyrni þeirra voldugasta ríkis heims Bandarikjunum Norður Ameriku.
Rétt til að ljúka máil mínu, þá eru Israels ríki Drottins 12. islendingar teljast til 12. ríkis Benedikts. Þjóðflokkur sem á að halda sér að menningu og skriftum og ekki vera að skipta sér af væringum heimsvelda.
Það væri gaman að heyra frá þér
Bjorn Emilsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 02:59
Þetta er bomban mín:
http://www.youtube.com/watch?v=op52XcxTrt0
Rómverji (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 13:13
Guðmundur Andri: Þráinn Bertelsson er að valda Borgarahreyfingunni gífurlegum skaða með því að neita að afsala sér heiðurslaunum listamanna, komist hann á þing. Þannig ætlar hann að feta í fótspor "eftirlaunaósómans", þ.e. að þiggja bæði full (og ágæt) laun frá ríkinu og fá til viðbótar nokkurskonar eftirlaun, því heiðurslaun listamanna eru jú viðurkenning til listamanna á efri árum, nokkurskonar eftirlaun þeirra fyrir vel unnin störf.
Ég tek það fram, að ég er fyllilega fylgjandi heiðurslaunum listamanna og ég hef ekki haft neitt við það að athuga hingað til, að Þráinn sé þar á listanum (þó að margir aðrir skilji það ekki...)
Málið snýst ekki um það. Hann bara getur ekki með nokkru móti þegið tvöföld laun með þessum hætti, það er ekki boðlegt í dag. Þetta snýst um trúverðugleika Borgarahreyfingarinnar; að hún ætli ekki að drekkja sér í sömu kjötkötlunum og stjórnmálaflokkarnir hafa gert hingað til, í krafti samtryggingar og sukks.
Þráni hefur ekki tekist að rökstyðja þessa vanhugsuðu ákvörðun sína. Þvert á móti hefur hann sýnt af sér einstakan hroka í þau fáu skipti sem fréttamenn hafa vogað sér að spyrja þessarar sjálfsögðu spurningar.
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ég sá þetta, hafði hugsað mér að kjósa Borgarahreyfinguna, en það kemur engan veginn til greina lengur. Ég veit um fleiri sem eru sömu skoðunar. Borgarahreyfingin féll nefnilega á fyrsta heiðarleikaprófinu í stjórnmálum - og það fyrir kosningar!
Getur virkilega enginn fengið hann til að snúa villur vegar? - eru engar siðareglur í þessu "hreina" framboði...?
Evreka (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 14:15
Eg kýs Borgarahreyfinguna vegna stefnumálanna og strategíunnar við að hrinda þeim í framkvæmd. Þráinn er aukaatriði og álit fólks á Þráni (hann þorði að minnsta kosti að opna kjaftinn þegar allir aðrir kepptust við að halda kjafti - og mæra pakkið).
Mér segir svo hugur að Borgarahreyfingin muni vinna stórsigur á morgun. Þór Saari og félagar eru búin að vinna mánuðum saman að stefnumálunum og eru sannarlega líkleg til að hrinda þeim í framkvæmd.
http://www.mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/23573/
Eg hef fengið nóg af fólki og flokkum sem keyrðu íslenskt samfélag í þrot. Eg hef fengið nóg af rótspilltu flokkakerfi. Eg set X við O á laugardag.
http://www.youtube.com/watch?v=op52XcxTrt0
Rómverji (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 00:08
Ég vil taka fram eftirfarandi sem ég hef hingað til sagt um hugsanlega ESB-aðild og þetta er nokkurn veginn tæmandi:
Ég hef lengi talað fyrir því að taka ESB-málið út úr pattstöðunni í flokkakerfinu, en þetta mál hefur truflað önnur mál og haldið öllu allt of lengi í gíslingu.
Ég talaði fyrstur manna fyrir því að leysa þetta með tvöfaldri atkvæðagreiðslu ef annað dygði ekki.
Ég hef talað fyrir norsku leiðinni nú upp á síðkastið, að sækja um aðild með vel skilgreindum samningsmarkmiðum og forgangsröðun þeirra og láta þjóðina síðan eiga síðasta orðið.
Ég hef alla tíð verið einlægur baráttumaður fyrir beinna lýðræði sem meðal annars birtist í stórauknu hlutverki þjóðaratkvæðagreiðslna.
Ég hef lent í deilum við heita stuðningsmenn VG og fleiri sem segjast ekki vilja hætta á það að þjóðin selji sig undir valdið í Brussel.
Þetta er sumt hvert sama fólkið og vildi þjóðaratkvæðagreiðslu um Kárahnjúkavirkjun, EES-saminginn og þar áður um EFTA og NATÓ.
Hvað er svona voðalegt við það að þjóðin fái að ráða sínum málum beint?
Ómar Ragnarsson, 25.4.2009 kl. 01:42
Winston Churchill fékk Nóbelsverðlaun ef ég man rétt þegar hann var á launum hjá breska ríkinu sem þingmaður. Hefði hann átt að neita að taka við verðlaununum, sem eru jú peningaverðlaun?
Ef Halldór Laxness hefði sest á þing í kosningum 1953 og fengið Nóbelsverðlaun, hefði hann átt að afþakka þau?
Ómar Ragnarsson, 25.4.2009 kl. 01:45
Laun Þráins eru heiðurslaun, að því leyti til verðlaun, og fleiri Íslendingar hafa á undan honum
Get bætt því við að Ólafur Arnalds fékk umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs upp á nokkrar milljónir króna fyrir rúmum áratug. Átti hann að hafna þeim af því að hann var á sama tíma á launum hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins ?
Ég fékk verðlaun hinna alþjóðlegu Seacology-samtaka í fyrra. Átti ég að hafna þeim af því að ég er lífeyrisþegi og þigg að því leyti laun sem rétt nægja fyrir húsaleigu ?
Raunar get ég getið þess til að útskýra þetta "hneyksli" að þessi Seacologyverðlaun fóru öll í að fjármagna kvikmyndatökur mínar fyrir málstaðinn sem ég berst fyrir.
Ómar Ragnarsson, 25.4.2009 kl. 01:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.