Fróðlegur ferill tveggja grannþjóða.

Fyrir 1914 var Bretland á hátindi glæsileika heimsveldis þar sem sólin seig aldrei til viðar. Þótt þeir bæru sigur úr býtum í fyrri heimsstyrjöldinni kostaði hún mikla fjármuni og hræðilegar fórnir milljóna manna á besta aldri á vígvölllunum.

Í kreppunni fór landið aftur niður undir botn og ein höfuðástæða þess að friðþægja Hitler var sú að landið hafði ekki efni á að hervæðast. Íslendingar voru 1939 enn verr settir og í raun í eigu Hambrosbanka í Lundúnum. Ástand landanna núna minnir á ástandð 1939.

"Give us the tools and we will finish the job" sagði Churchill við Bandaríkjamenn sem fjármögnuðu styrjöldina fyrir Breta og sendu þeim ógrynni vopna.

Íslendingar græddu á stríðinu og hernámi  Breta og áttu digra gjaldeyrisinnistæður hjá þeim í stríðslok.

Á sama tíma voru Bretar þrotnir að kröftum eftir fórnir stríðsins og urðu að búa við stórfelld höft og vöruskömmtun í mörg ár á eftir, - framleiddu til dæmis að mestu leyti bíla til útflutnings fyrst í stað.

Íslendingar sólunduðu stríðsgróðanum hins vegar á rúmum tveimur árum. Marhall-aðstoðin kom báðum þjóðum til hjálpar og þótt Íslendingar væru eina þjóðin í Evrópu sem græddi á stríðinu fengum við hlutfallslega mestu aðstoðina.

Þegar breska pundið var fellt 1967 felldu Íslendingar krónuna tvisvar á sama árinu!

Enn og aftur eru örlög beggja þjóða samofin. Í stað Hambrosbanka eru komnir Icesafe-reikningar.

Bretar beittu okkur löndunarbanni 1952 þegar þeim mislíkaði við okkur og hryðjuverkalögum 2008.

Nú er rætt um ævintýralega daga í samskiptum þjóðanna í októberbyrjun 2008. Fróðleg verður sú saga sem á eftir að skrifa um stormasöm samskipti þessara grannþjóða.

 


mbl.is Sekkur Bretland enn dýpra en Ísland?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur lengi verið grunnt á því góða milli þessara tveggja þjóða.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 15:55

2 identicon

frábært hvað lífið innan esb er gott og blessað.  reyndar svo blessað í englandi að þar hafi fæstir efni á að horfa á sinn eiginn fótbolta ólíkt því sem tíðkast hérna.  við sjáum margfalt fleiri leiki af þeirra bolta en þeir sjálfir hafa efni á.

Fróðlegt líka að sjá hvað landinn hérna heldur fast í efnishyggjuna að halda að grasið sé grænna innan esb.  Man vel eftir ferð á box þar sem prinsinn var að etja kappi við paul ingel eða eitthvað í þá áttina.  þar sá maður svart á hvítu muninn á nægusemi og öfgum.  tjallinn hefur ekki efni á neinu en lætur sér duga það sem hann fær.  íslendingurinn vill eignast heiminn og helst með smá sinnepi on top jafnvel þó sá sami íslendingur væri letingi. 

hafþór skúlason (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 16:01

3 identicon

En síðan AGS kom til bjargar hefur Ísland horfið svolítið úr sviðsljósinu. Nú nokkrum mánuðum síðar spyr maður sig hvernig lífið hefur verið undir „björgunaráætlun“ AGS með fjárhagslegri ráðvendni og niðurskurði ríkisútgjalda?“ segir Stevenson og veltir því fyrir sér hvort Íslendingar séu sáttir.

„Því fer fjarri,“ segir hann og nefnir til sögunnar mótmæli og götuóeirðir.

Reyndar er þetta rangfærsla í frétt og ætti þessi Stevenson að kynna sér málið betur og varpa þeirri spurningu af hverju það eru ekki mótmæli og götuóeirðir í gangi í kjölfar þess að vanhæfari stjórn tók við landinu.   síðan þá hefur ríkt þögnin.

Lognið á undan storminum tel ég enda fyrir utan aðgerðarleysi þá er varla boðlegt fyrir stjórnina að opinbera ástandið sem myndi gera það að verkum að þessi vanhæfa stjórn næði endurkjöri.

hafþór skúlason (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 16:08

4 Smámynd: Björn Emilsson

Góðir dagar fyrir Bretana framundan að fá nú aðgang að Islandsmiðum aftur, ef landráðastefna ykkar nær fram að ganga. Hvernig væri nú Ómar, að þú skrifaðir um og gerðir þér grein fyrir baráttu islendinga um landhelgina og hvað útfærslan færði okkur.

Eg held þú gerir þér ekki grein fyrir hvað Ísland er feitur biti, gjöful fiskimið, frábært landbúnaðarland, ótakamörkuð orka og komandi olíuvinnsla. Væri ekki nær að standa með Noregi og Grænlandi um verðmætasta svæði heims í dag. Norður Atlantshaf.

Í stað þess að færa hnignandi pappírsveldi öll þessi auðæfi á silfurfati og þurfa þar að auki. að borga með því.

Björn Emilsson, 26.4.2009 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband