26.4.2009 | 21:25
Vafasamur fundartími.
Oft telja menn verkefni sín svo nauðsynleg að láta verði eðlilegan svefn víkja fyrir þeim. Allir kannast við þetta. Þó er það svo að slíkt er ekki skynsamlegt nema í algerum undantekningartilfellum því til lengri tíma litið vinnst minna en tapast ef fólk er þreytt, sljótt og afkastalítið í slíku ástandi.
Þótt talsmenn flokkanna bæru sig mannalega í kvöld duldist ekki að þeir voru vansvefta og þreyttir. Steingrímur og Jóhanna voru búin að halda erfiðan fund í dag og það sást alveg á þeim og heyrðist af frásögnum þeirra af honum, einkum hjá Steingrími.
Ég set spurningarmerki við þennan fundartíma þeirra undir þessum kringumstæðum.
Er líklegt til árangurs á svo mikilvægum fundi að fólk sé í raun að verða úrvinda af þreytu og svefnleysi? Ég held ekki að það hafi létt þeim að fjalla um Evrópumálin í slíku ástandi.
Það er bagalegt því að andrúmsloftið verður jákvæðara hjá fólki sem er vel úthvílt og upplagt en hjá þeim sem eru dauðþreyttir og úrvinda. Hjá upplögðu fólki með góða líðan eru meiri líkur á góðri útkomu og það er nauðsynlegt að hafa það þannig vegna þess hve brýnt er að málefnin séu leyst af fólki með hámarksgetu.
Evrópumálin erfiðust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, líklega og vonandi er þetta rétt hjá þér Ómar.
Menn voru eitthvað pirraðir þarna í Kastljósinu nema þá helst Ástþór. Hann sagðist líka hafa sofið eins og lamb í all nótt.
Páll Blöndal, 26.4.2009 kl. 21:33
Mæl þú manna heilastur, elsku kallinn minn...
Hrúturinn (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 22:21
Hér fyrir neðan er smá frétt sem ég fann í dv.is í kvöld um stöðu mála í ESB landi já og landið sem heitir Spán er líka með evru. Þetta er gott að lesa fyrir þá sem trúðu.trúa og eða trúa en að ESB bjargi því sem þarf að bjarga hér á landi svo allt fari vel að lokum. Í Grikklandi eru mánaða laun um 60 þúsund ísenskar en þar eru líka lágir vextir og mikið atvinnuleysi. Það sem Spán og Grikkland eiga sameigilegt sem dæmi er að þau eru bæði í ESB og eru með mynt sem heitir Evra. Varist aðila sem vilja skemmta sér í Rínardalnum meðan fólkið sveltur!!
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
,,Atvinnuleysi á Spáni mælist nú 17,4 prósent og hefur tvöfaldast á einu ári. Ein milljón manns hefur misst vinnuna í landinu og er nú heildarfjöldi atvinnulusra rúmlega fjórar milljónir. Seðlabanki Spánar reiknar með að atvinnuleysi verði 19,4 prósent á næsta ári.
Forsætisráðherra landsins, Jose Luis Rodriguez Zapetero, segist vonast til þess að tæplega 70 milljarða evra innspýting í fjármálakerfi landsins verði til þess að koma atvinnulífinu í betra horf. Gagnrýnendur eru hinsvegar ekki á sama máli og telja að frekari aðgerða sé þörf.''
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.