Af hverju ekki norsku leiðina?

Vinstri grænir eru sá stjórnmálaflokkur sem best allra hefur barist fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum um mikilsverð mál á Íslandi. Í elsta kjarna flokksins er fólk sem barðist fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um aðildina að NATÓ.

Hvergi í nágrannalöndunum fór þó slík þjóðaratkvæðagreiðsla fram á sínum tíma en ég minnist þess að mér fannst á sínum tíma þessi krafa réttmæt þótt ekki teldi ég mig vera á vinstri kanti stjórnmálanna.

VG lagði til að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um Kárahnjúkavirkjun og stóð þar vaktina vel.

Nú bregður svo við að innan VG er mikil andstaða gegn því að við förum þá norsku leið að bera samning við ESB undir þjóðina. Þetta hafa Norðmenn gert tvisvar.

Rök þess VG-fólks sem ég hef rætt við eru þau að ekki sé hættandi á að þjóðin leiði slíkt yfir sig.

Þessi rök sýnast mér ekki vera í samræmi við eitt besta stefnumál VG að auka beint lýðræði. Þetta mál hefur haldið íslenskum stjórnmálum í pattstöðu og gíslingu sem getur að mínu vit ekki gengið endalaust.

Mér sýnist ekki að SF þurfi að setja Framsókn eða Borgarahreyfinguna neina kosti í þessum málum. Allir þessir flokkar eru sammála um að láta reyna á umsókn um aðild og fara síðan í þjóðaratkvæði. Þessir þrír flokkar gætu því nýtt þingmeirihluta sinn í þessu máli, hvað sem stjórnarmynstrinu líður.


mbl.is Í engri stöðu til að setja VG kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Sæll Ómar.

Verði til aðildarsamningur um ESB-aðild fer hann að sjálfsögðu í þjóðaratkvæðagreiðslu. VG er andsnúið aðild að ESB og hefur því enga ástæðu til að standa að aðildarumsókn.

Um málið almennt bendi ég ykkur á heimasíðu mína www.eldhorn.is/hjorleifur

Hjörleifur Guttormsson, 27.4.2009 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband