Ekki nógu fínt að segja gríma.

Það er ekki nógu fínt að nota orðið gríma. Hallærislegt þegar afi og amma töluðu um að notaðar hefðu verið gasgrímur í heimsstyrjöldunum.

Nei, "mask" skal það kallast sem fólk gæti notað gegn svínaflensunni ef marka má orðaval í útvarpinu nú rétt áðan.

Læknar munu væntanlega hætta að nota grímur við uppskurði og nota hér eftir maska. Aðeins enskan er nógu fínt mál rétt eins og outlettin eru miklu söluvænni verslunarfyrirtæki en önnur.

Æðstu leiklistarverðlaun þjóðarinnar eru kennd við grímu. Þannig orðaval er greinilega ekki "in" og við verðum að fara að búa okkur undir það að verðlaunin verði ekki nógu fín nema þau beri enskt heiti, til dæmis "Mask prize" eða eitthvað svipað því.

Það hlýtur að koma að því. Þykir nokkur bíómynd boðleg nema með ensku heiti?


mbl.is Tvö óstaðfest tilfelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við horfum til hetjana okkar í bíómyndunum og viljum vera töff einsog þær :) Ég held að það þurfi að koma íslensk bíómynda hetja sem notar íslenskuna vel og fallega við getum öll horfið til sem fyrirmynd.

Það virkar kanski ekki alveg þegar nýju trendí (já ég sagði það) orðin eru "Já fínt, já sæll"

Ólafur Waage (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 16:55

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég legg til orðið smiðjubúð í staðinn fyrir outlet en smiðjubúð er úrelt orð yfir smiðju.

"An outlet store or factory outlet or "Best Saving Outlet" is a retail store in which manufacturers sell their stock directly to the public through their own branded stores. The stores can be brick and mortar or online. Traditionally, a factory outlet was a store, attached to a factory or warehouse."

Ríkisútvarpið er byrjað að nota kráka og að kráka í staðinn fyrir cover(lag) og að covera.

Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með það og þakka kærlega góðar undirtektir. Einnig hjá bloggurum.

Þorsteinn Briem, 28.4.2009 kl. 17:22

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Íslenskan er bara miklu miklu miklu flottar flottari... Andlitshula eða gríma eru miklu flottari nöfn en MASK..

KRÆST það segir sig sjálft....það er þá tvent sem ÍSL læknar kunna ekki - skrifa og tala íslensku. 

Brynjar Jóhannsson, 28.4.2009 kl. 18:08

4 identicon

Steingrímur varð tíðrætt um elítuna í sjónvarpinu á sunnudaginn. Er elíta íslenskt orð?  Ég sló orðið elite upp í orðabókinni og fékk þá þetta:

úrval:hvk.no

heldra fólk: hvk. no

kjarni 

kjörhópur

yfirstétt.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 20:47

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Besta lýsing Steingríms hvað snerti viðmælendur í viðtalsþáttum hefði verið "fáir útvaldlir" hvað snertir umræðuþættina þar sem sömu "álitsgjafarnir" hafa stundum haft áskrift að þáttunum.

Annars má Egill Helgason eiga það að í vetur gjörbreytti hann viðmælendavali sínu og stóð sig svo einstaklega vel að eftir verður munað.

Ómar Ragnarsson, 28.4.2009 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband