Tvöföld harmsaga?

Ég heimssótti Keikó til Noregs skömmu áður en hann dó og gerði um hann sjónvarpspistil. Hann var að vísu orðinn gamall en það duldist ekki að honum leið ekki vel. Hann var daufur og auðséð að hverju stefndi.

Keikó varð tvívegis fórnarlamb ígrips mannanna inn í hina villtu náttúru. Hann var það ungur þegar hann honum var rænt úr eðlilegu umhverfi sínu að erfitt er að átta sig á því hvort honum leið verulega illa í fangavistinni í Mexíkó þegar hann var búinn að laga sig að henni. 

Hann hafði vanist aðstæðum þar og líklega gleymt því að mestu hvernig það var að vera frjáls í hafinu. 

Nú er ljóst að það hefði verið skást fyrir velferð hans að láta hann óáreittan innan um mennina.

Menn hefðu mátt segja sér að það væri rangt að "frelsa" hann og flytja hann til fjarlægs lands. En það þarf víst alltaf að sannreyna alla hluti, hversu augljósir sem þeir kunna að vera.

Tónlistin er öflugt verkfæri, - lag Michels Jacksons um hvalinn "Willy" er gott dæmi um það. 

En það má þó segja að Keikó hafi ekki lifað og dáið til einskis. Örlög hans ættu að verða mönnum lexía og koma í veg fyrir að eitthvað þessu líkt gerist aftur. 


mbl.is „Rangt að frelsa Keikó"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Keikó fór þar trekk í trekk,
með typpið inn í lítið dekk,
í Eyjum hafa sama smekk,
og svona gerir Árni hrekk.

Þorsteinn Briem, 28.4.2009 kl. 15:04

2 identicon

Keikó átti að fá að vera áfram í kvínni sinni hér ,með dekkið sitt  frosnu síldina sína og Árna Johnsen að fylgjast með honum á útsýnispallinum. Síðan þegar að hvalaguðinn kom að ná í hann átti að hakka hann í spað,setja hann í dósir og gefa svöngu börnunum í útlöndunum.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 15:59

3 identicon

Ótrúleg sýki í íslenskri þjóðarsál, þetta hatur sem blossar upp í hvert sinn sem minnst er á hvali. Það sýna flest kommentin við fréttina á mbl.is, og þetta komment Rögnu hér að ofan.

Líka ótrúleg þráhyggja í íslenskri þjóðarsál, að það sé hreinlega um framtíð og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar að tefla að veiða hvali - jafnvel þó við græðum ekkert á því, töpum jafnvel.

Það er ekki eins og við höfum nokkru sinni verið mikil hvalveiðiþjóð, þetta var alltaf hliðar-atvinnuvegur sem nú er úreltur.

Eysteinn Kristjánsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 23:25

4 identicon

Ég var nú að vísa í fíflaganginn og peningaeyðsluna sem var á kringum hvalkvindið. Þú getur ekki neitað því Eysteinn að það gekk yfir alla fjölmiðlafárið og ruglið í kringum þennan hval.En það sýndi sigl líka hversu fáfróð heimsbyggðin er um á hverju sumar þjóðir lifa .Það breytir samt ekki skoðun minni á hvalveiðum .

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband