Snýst um minni eftirspurn.

Það er samdóma álit þjóðarleiðtoga heims að minnka verði notkun á jarðefnaeldsneyti. Ef eftirspurn eftir því minnkar ekki skiptir engu máli þótt einhverjar þjóðir, sem hugsanlega kunna að búa yfir nýjum olíulindum, gaslindum eða kolanámum, hætti við að nota sér það.

Ég er í hópi þeirra sem vildi óska sér þess heitt að ekki þyrfti að nota neitt jarðefnaeldsneyti. En tæknin er ekki komin á það stig að hægt sé að útrýma olíunotkun og heldur ekki olíuvinnslu. Raunar gefur jarðefnaeldsneyti jarðarbúum svo mikla orku að engin leið er með núverandi tækni að finna aðrar orkulindir sem komi algerlega í staðinn.

Tæknilega mögulegt er að reisa svo mörg kjarnorkuver að þau framleiði alla orku sem jarðarbúar þurfa, en jafnvel sú orka myndi ekki verða endurnýjanleg vegna þess að þá myndi hráefnið fyrir öll þessi kjarnorkuver ganga til þurrðar á nokkrum áratugum.

Stóra málið er að þjóðir heims verða að koma sér saman um róttæka minnkun eftirspurnar og aðgerðir til að stórminnka losun gróðurhúsalofttegunda. Í þeim samdrætti vinnslu yrði ekki sanngjarnt að draga þá línu að aðeins núverandi vinnsluþjóðir fái að halda áfram að framleiða þá olíu sem óhjákvæmilega verður að vinna meðan orkunotkunin verður blönduð.

OPEC-ríkin hafa þetta þannig að þau gæta þess að framleiða ekki of mikið af olíu vegna þess að þá lækkar verðið á henni. Það þýðir að eina ráðið til að minnka sjálfkrafa framleiðsluna er að minnka eftirspurnina.

Ef Ísland yrði olíuframleiðsluland og gerðist OPEC-ríki myndi það beygja sig undir það verð og þær framleiðslutakmarkanir sem þjóna þessu markmiði auk þess markmiðs allra þjóðríkja heims að minnka notkun olíunnar og útblásturs gróðurhúsalofttegunda.

Ég er fylgjandi róttækum aðgerðum til að minnka eftirspurn. En ég er ekki fylgjandi því að sumum þjóðum, sem búa yfir þeirri auðlind sem olía og gas eru, verði bannað að framleiða slíkt meðan aðrar megi það.

Eitt verður yfir allar þjóðir að ganga og jafnræði verður að ríkja milli þjóða.

Það er síðan annað og mjög áríðandi verkefni að tryggja að að ekki sé tekin áhætta á óafturkræfum umhverfisspjöllum við leit og vinnslu.


mbl.is Hlýnunin felur í sér tækifæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Kolbrún Halldórsdóttir e.t.v. ein af vonarstjörnum heimsbyggðarinnar?

Kjartan (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 01:19

2 identicon

Mig langar aðeins að bæta við þessa færslu að það er ekki bara spurning um að minnka eftirspurn heldur ekki síður að forgangsraða hvar við ætlum að nota olíuna. Það er vitað að olían er mjög takmörkuð auðlind og olíuauðlindir heimsins munu tæmast í fyrirsjáanlegri framtíð. Sumir segja eftir 30 ár aðrir eftir 100 ár. Fyrir mér er það ekki stóra málið hvort það gerist á næstu 30, 100 eða jafnvel 200 árum, málið er að hún mun klárast og það í fyrirsjáanlegri framtíð.

Við búum í dag yfir tækni til að hita upp húsin okkar án þess að nota olíu, nægir þar að nefna jarðvarma þar sem hann er til staðar, sólarorku, vindorku og kjarnorku.

Við búun einnig yfir tækni sem gerir okkur mögulegt að aka bílunum okkar án þess að nota olíu og er þar fyrst og fremst um að ræða rafmagn og vetni. Bæði vetnið og rafmagnið er þó fyrst fyrir alvöru góður kostur þegar ekki er notuð olía eða kol til að framleiða rafmagnið.

Tæknin til að nota vetni á skipaflotann okkar er rétt handan við hornið svo þar getum við líka í mjög náinni framtíð skipt út olíunni fyrir vetni.

Þar sem við ennþá ekki búum yfir tækni til að skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir olíu er í flugumferðinni okkar og það er því þar sem við þurfum að forgangsraða og sammælast um að það er þar sem við ætlum að nota olíuauðlindina.

 

Margir hafa bent á að framleiðsla á svokölluðu biodiesel muni geta komið í staðinn fyrir þá oliu sem við í dag dælum úr jarðgrunninu en það er því miður ekki raunhæft mat þó að sjálfsögðu sé rétt að skoða það mál áfram og nýta þann möguleika svo langt sem hann nær. Vandamálið við biodiesel er að við getum einfaldlega ekki framleitt þann biomassa sem þarf til að framlæða bæði þau matvæli sem við þurfum á að halda og til að framleiða það eldsneyti sem við þurfum að nota.

Ég læt hérna til gamans fylgja með glærur úr kynningu á verkefni sem ég vann í samstarfi við samnemendur mína í umhverfis- og auðlindastjórnun (umhverfis-og auðlindahagfræði) við Syddansk Universitet sem kannski skýra aðeins hvaða verkefni það eru sem við stöndum frammi fyrir. Það sést meðal annars á þessum glærum að við þurfum ca. 3 jarðir til að framleiða þann biomassa sem þarf til eldsneytis og matvælaframleiðslu ef við ætlum okkur að skipta olíunni út að fullu með biodiesel. Það sést líka að spár gera ráð fyrir verulegri aukningu á eftirspurn þannig að miðað við það þurfum við enn fleiri jarðir til að framfleyta okkur.

Hjalti Finnsson

 

 

Proportions in demand and supply- of biomass

 

Earth land area: 15 Gha; global agricultural area: 5 Gha

– of which 1.5 Gha arable land and 3.5 Gha grassland

 

How big are the new customers for biomass?

World average food intake: 2700 kcal/pers/day ? 25 EJ/year

Agricultural biomass today ? 150 EJ/year

Fossil energy consumption today ? 400 EJ/year

Can agricultural yield increases reduce the gap?

Yield increase in agriculture ? 1% per year

? 0.8 %

Consumption growth (GDP/capita) ? 5% per year

How much new land can be cultivated?

New cultivable land: Biophysical maximum ? 2 Gha more

– most of which is in South America and Africa

(Ramancutty et al., 2002).

BUT: cultivating new land can imply a 2-9 times higher release of CO2 bound in soil and vegetation than energy crops can save over

30 years by substitution of fossil fuels (Righelato and Spracklen,

Science 2007) – meaning pay back of 60 – 300 years.

 

Sustainable new land cultivation

30-40% more (Danish Ministry for Food and Agriculture, 2008)

  • and we need 500% more if biomass should fully substitute fossil fuels

 

Proportions in demand and supply- of bio jet-fuels

Jet-fuels in 2006: 10 EJ/y

Jet-fuels in 2030: 25 EJ/y

 

Biomass for jet-fuels in 2030: 50 EJ/y

 

Biomass for chemical feedstock in 2030

(23 EJ/y non-fuel oil in 2006 projected to 32 EJ/y in 2030): 60 EJ/y

 

Biomass for road transport in 2030

(80 EJ/y in 2006 projected to 100 EJ/y in 2030) 200 EJ/y

 

Biomass for 20% of road transport in 2030: 40 EJ/y

 

Biomass for electricity and heat in 2030: only residuals from fuel production

 

Total aviation, chemicals and long distance road:150 EJ/y

Available non-food biomass in 2030: 15-96 EJ/y

 

 


 

 

 

Hjalti Finnsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 08:00

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Íslendingar eru betur settir en nánast allar aðrar þjóðir varðandi jarðefnaeldsneyti. Við gætum orðið fyrsta landið í heiminum sem knýr allan samgönguflota sinn á landi og sjó án þess að nota jarðefnaeldsneyti.

Þess vegna ætti það að verða forgangsverkefni að taka strax frá þau virkjanasvæði sem við ætlum að nota til að fá orku fyrir þessi not.

En það gerum við ekki heldur vilja menn stúta allri náttúru landsins fyrir álver.

Ómar Ragnarsson, 30.4.2009 kl. 09:54

4 identicon

Alveg sammála þér með það Ómar, held að fólk sé ekki búið að hugsa það til enda að við munum þurfa á þessari orku að halda til að keyra okkar bíla og skipaflota.

Eftir því sem við ráðumst í fleiri meiri og stærri virkjanir til að nota fyrir stóriðju, þá verða bara eftir óhagkvæmari virkjunarkostir með tilheyrandi hærra verði á orkunni fyrir okkur sjálf til að nota.

Þannig að þetta er enn og aftur spurning um forgangsröðun og að menn fari að horfa á hlutina af einhverri skynsemi og hætti að hnýta í svokallaða umhverfissinna sem einhverja bjána. Ég geng reyndar svo langt að ég kalla mig ekki umhverfissinna, heldur framtíðarsinna, því ég lít þannig á málin að með skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda tryggjum við framtíð okkar og komandi kynslóða.

Smá speki í lokin:

STÆRSTA ÓGNIN VIÐ NÚTÍMA LÍFSHÆTTI, ERU NÚTÍMA LÍFSHÆTTIR!

kveðja, Hjalti

Hjalti Finnsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 10:49

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég sagði einmitt í Siflri Egils í vetur að auðveldlega mætti fjarlægja alla umhverfishugsun út úr umræðunni og samt myndi það standa eftir að það væri beinlínis óskynsamlegt út af fyrir sig að sóa takmarkaðri orku jarðefnaeldsneytis.

Með því væri bara verið að gera óhjákvæmilegt úrlausnarefni enn erfiðara fyrir afkomendur okkar auk þess sem héðan af lægi leiðin varðandi nýtingu olíunnar aðeins niður á við.

Ómar Ragnarsson, 30.4.2009 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband