4.5.2009 | 12:46
Hve margir Íslendingar líka?
"Ein fyrsta setningin sem glumdi í eyrum landsmanna þegar bankaflótti brast á síðastliðið haust var: "Ríkisstjórnin tryggir innstæður í íslenskum bönkum!"
Tælendingarnir, sem sagt er að hafi engu tapað í bankahruninu, hafa tekið þessi loforð alvarlega. Ef þau tapa engu ættu Íslendingar, sem eiga fé hér á sömu kjörum og þau, heldur ekki að tapa neinu. Hvað skyldu þessir Íslendingar vera margir og hve mikið skyldu þeir eiga?
Og er það alveg víst að þetta fólk muni ekki tapa neinu ef innistæða þeirra er í íslenskum krónum?
Það væri þá ljós í myrkrinu þessa dagana en vekur samt spurningar um það hvort það sé réttlátt að sumt fólk sleppi alveg eða miklu betur frá faðmlagi kreppunnar þegar nauðsyn er á að byrðunum af hruninu sé dreift.
Á móti því kemur það sjónarmið að þeir sem létu ekki ginnast til að steypa sér í stórskuldir heldur lögðu sitt af mörkum til þeirra sjóða sem standa undir lánastarfsemi eigi að fá að njóta þess. Ef fleiri í veröldinni hefðu hugsað eins og Tælensku hjónin hefði svonefnt útlánafrost kannski ekki orðið eins skætt og raun varð á.
Töpuðu engu í bankahruninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir Íslendingar, sem ginntir voru til að kaupa peningamarkaðsjóðsbréf, töpuðu miklu fé. Margir fengu svigrúm til að koma fé í skjól innistæðna á bankabók, en það voru einhverjir útvaldir. Þannig var það, ágæti Ómar.
Með kveðju, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 4.5.2009 kl. 13:02
En ef allir hefðu unnið sömu upphæð og þau, þá væri amk lottóið gjaldþrota :)
DoctorE (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 13:07
Þeir sem voru skynsamir, eins og þessi hjón, og voru ekki að:
1: fjárfesta í einhverju skyndigróðabraski.
2: kaupa sér húsnæði þegar ítrekað var talað um að húsnæðisverð væri allt of hátt og þetta myndi ekki endast.
3: taka erlend lán fyrir bílum, hjólhýsum osfrv. þótt ítrekað væri talað um að gengið á krónunni væri allt of hátt.
4: missa sig í lífsgæðakapphlaupinu og verslandi sér nýtt innbú, utanlandsferðir osfrv. allt á afborgunum.
5:lifa langt um efnum fram.
Þessir skynsömu eiga ekki að þurfa að borga brúsann fyrir þetta fólk með sínum eigin sparnaði. Þetta fólk verður að taka ábyrgð á sínum eigin gjörðum.
Eins og vitur maður eitt sinn sagði "I am not responsible for the stupitidy of others".
Öll góðæri enda. Þeir skynsömu leggja til fyrir mögru árin en eyða ekki öllu jafn óðum.
Sturla (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 13:19
Svona fréttaflutningur Morgunblaðsins er bara alveg út í hött. Það má vera að þau hafi ekki tapað einni íslenskri krónu í hruninu, en af verðmætum síðan í endaðan ágúst 2008 hafa þau tapað ca. 35 milljónum króna í raunvirði af þessum 65 milljónum, sem þau urðu svo gæfusöm að vinna í lottó. Hvað er Mogginn að reyna að réttlæta með slíkum fréttum? Kannski eitthvað af þessum 35 milljónum liggji í ríkisstyrk til blaðsins frá almenningi eins og þessum Tælensku hjónum! Ef ske kynni að ég hafi reiknað vitlaust út, þá reiknaði ég útfrá miðgengi US$ sem var ca. kr 83 í ágústlok 2008. Nú er miðgengi US$ rétt tæpar kr. 128. Í þessu tilfelli er auðvelt að sjá hverju útrása bankaræningjar og fyrrverandi stjórnvöld hafa stolið.
alfreð guðmundsson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 13:40
Gott hjá þessum hjónum, þau hafa ef til vill bara sagt "Eg ekki skilja, eg ekki skilja"þegar loddararnir úr bönkunum hafa ætlað sér að fara að plata þetta grandvara lausa fólk um að endilega setja þetta inn á einhverja hávaxta reikninga, sem bankarnir heldur betur ætluðu að sukka með.
Guðmundur Kristjánsson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 14:25
Það fylgir ekki sögu Morgunblaðsins við hvaða mynt lán Tælendinganna er miðað. Eru það örugglega íslenskar krónur? Ef svo er hafa þau tapað talsverðu fé en á hitt ber að líta að ef krónan var skráð of hátt þegar þau fengu vinninginn var hluti vinningsins fólgin í krónum sem voru í raun búnar til af hinni uppblásnu sápukúlu "gróðærisins."
Ómar Ragnarsson, 4.5.2009 kl. 14:53
Hver var tilgangurinn með því ákvæði neyðarlaganna að tryggja innistæður að fullu, umfram skyldu? Var ekki einmitt verið að gæta hagsmuna þeirra sem áttu bústna bankareikninga?
sigurvin (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 15:07
Með vísan í Sturlu með komment nr. 3 hér að ofan!
Þeir sem áttu innistæður umfram c.a. 3 milljónir íslenskar í hverjum banka, voru miðað við þáverandi forsendur að taka áhættu á öllu sem umfram var. Voru semsagt með álíka óábyrgum hætti að taka áhættu í ljósi aðstæðna og umræðu um að kannske væri bankakerfið á brauðfótum.
Það sem gerðist var hinsvegar að stjórnvöld komu og eftirátryggðu innstæður þessa"fjárglæfrafólks" en neita að aðstoða þá glannafengnu einstaklinga sem tóku lán , sem m.a. annars gerðu þessu skynsama fjárglæfrafólki kleyft að ávaxta sitt pund!
Spurning hvert er siðferðileg staða svona gjörnings, ef neita skal þeim "óreiðumönnum " sem leyfðu sér að endurnýta innlánspeninga þeirra "skynsömu"og vissu ekki að við þá mundu klessast risavaxnar greiðsludrápsklyfjar enda hvergi í neinum spám og greiningum að slíkt ætti að ske?
Má ekki segja að þjóðin sé búin að borga brúsann fyrir þá skynsömu?
Kristján H Theódórsson, 4.5.2009 kl. 15:07
'Eg var hreint orðlaus yfir þessum "fréttaflutningi" Morgunblaðsins og það því frekar af því að ég þekkti rödd fréttaflytjenda og bjóst við meiru. Fyrirsögnin er frábær en hvaða tengsl eru á milli hennar og efnis fréttarinnar?
Þessir vinningshafar ætluðu greinilega að nota vinninginn til að koma undir sig fótunum í heimalandi sínu og tókst að koma einhverjum hluta vinningsins úr landi áður en krónan hrundi. Sá hluti vinningsins sem eftir stóð á íslenska bankareikningnum þeirra hefur trúlega hrunið miðað við erlendan gjaldeyri í samræmi við krónuna! Þau virðast gera sér grein fyrir þessari stöðu og tala um að innistæðan á íslenska reikningnum sé tryggð og að kannski eftir nokkur ár........... Austurlandabúar, almennt, eru innstilltir inn á að enginn "missi andlitið". Þeir vilja engan móðga eða særa og þeirra gagnrýni er á "dulmáli" sem fæst okkar skilja.Mig grunar að blaðamaðurinn sem tók þetta viðtal hafi ekki skilið viðhorf viðmælenda sinna og þess vegna ekki náð að segja þeirra sögu.
Fréttin var birt í íslensku blaði , svo fréttamaðurinn ber ábyrgð gagnvart lesendum jafnt og viðmælendum. Við Íslendingar vitum betur en fréttin gefur til kynna. Þessi hjón töpuðu því á bankahruninu sem nemur gengisbreytinguni á þeim hluta vinningsins sem þau ætluðu að flytja úr landi en var enn á reikning þeirr á Íslandi þegar krónan hrundi.
Aldrei þessu vant skil ég færsluna hans Ómars okkar allra ekki og þá meina ég alls ekki. "Og er það alveg víst að það fólk muni ekki tapa neinu?" spurði Ómar. Hvað skildi hann hafa meint með því í sambandi við þessa frétt Morgunblaðsins?
Agla (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 15:29
Mér finnst það sjálfsagt að fólk eins og ég sem var ekki með nein erlend lán og hef ekki verið að taka einhverja áhættu með mína fjármuni fái að halda þeim óhreyfðum það er ekki mitt mál að bera undir fólk sem tók slæmar ákvarðanir eða var ginnt í þær eða borga fyrir bankahrun sem ég átti engan þátt í.
Bjarni Jónsson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 16:33
Ég tek undir með Alfreð og fleirum, þessi frétt er alveg fáránleg! Beinlínis ósönn. Þóra Kristín afhjúpa fullkomna vanþekkingu á viðfangsefninu með því að setja þetta svona fram. Hún velur sér rammskakkt sjónarhorn, á meðan áhugaverðara hefði verið að velta þessu fyrir sér:
1. Hversu miklu töpuðu þau á bankahruninu? þ.e. raunverulegt tap, einsog Alfreð bendir á. Þá hefði gjarnan mátt líta á gengishrunið, ekki aðeins miðað við dollar, heldur hefði í þessu tilfelli verið áhugavert að sjá hversu miklu minna þau fá fyrir peninginn í Tælandi. Þá hefði gjarnan mátt spyrja þau líka hvort þau væru í vandræðum vegna gjaldeyrishafta, því þennan pening geta þau ekki flutt úr landi við núverandi aðstæður.
2. Af hverju var ekki bent á að þessi 65 milljóna króna innstæða þeirra var ekki tryggð skv. lögum, heldur aðeins ca. 3 milljónir. Þannig geta þau þakkað "rausnaskap" þáverandi ríkisstjórnar, sem ákvað á fyrsta degi að tryggja þessar innstæður án þess að vera skuldbundin til þess lagalega. Þetta er einmitt hluti af óánægju skuldara, sem finnst sárt að horfa upp á hundruð milljarða til halda sparifjáreigendum á meðan skuldarar fá bara lengingar og skuldbreytingar.
Hvað síðari hlutinn varðar - í samhengi við spurningu Ómars um fjölda Íslendinga á svipuðum kjörum - þá hefur enn enginn fjölmiðill reynt að komast að því hversu margir Íslendingar héldu þessum "sérkjörum" á sparnaði sínum við bankahrun. Og hversu háar voru þessar innstæður? - talað hefur verið um hundruð milljarða, en það hefur aldrei verið upplýst að fullu.
Ég hef reyndar ekki séð neinn fjölmiðil reyna að spyrja að þessu...
Evreka (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 16:49
Allir hljóta að tapa á stórfelldu gengishruni eins og hér hefur orðið, bara misjafnlega miklu, eftir eigum og aðstæðum.
Eflaust hafa Penporn og Jakkahorn verið skynsöm og jarðbundin í sínum ráðstöfunum og eiga skilið að njóta þess.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 4.5.2009 kl. 17:55
Í ríkistryggingu á sparifé, erum við að sjálfsögðu að mismuna þegnunum. Væri þetta högg í einhverjum af nágranaþjóðum okkar fengju lánveitendur högg rétt eins og lántakendur. Hér eru lánveitendur með belti og axlabönd. Þegar svokölluð 20% leið er rædd, eru mótrökin oft að ekki megi mismuna þegnunum. Það er hins vegar þegar gert. Málið er að skoða heildarmyndina og þess vegna er fáránlegt að slá slíkar hugmyndir út af borðinu án þess að rökræða þær. Svo til þess að stríða þér örlítið Ómar, þeir sem ganga lengst í því að slátra afskriftarhugmyndum er þitt fólk í Samfylkingunni.
Sigurður Þorsteinsson, 4.5.2009 kl. 18:34
Athugasemnd 5 frá Ómari kom mér svolítið á óvart. Ég hélt nefnilega að hjónin hefðu fengið vinning sem þau settu á íslenskan bankareikning að hluta til. Sá inneignar reikningur og innistæða væri enn til staðar. Tóku þau lán???????
Athugasemd nr 6 frá Sigurvini er líka ofar mínum skilningi. Kannski er tilgáta hans um að stjórnvöld hafi viljað tryggja hagsmuni þeirra sem áttu "bústna" inneignarreikninga rétt en veit hann hvaða lágmarks upphæð tryggingarsjóðurinn ábyrgðist daginn fyrir hrunið?
Athugasemd 7 frá Kristjáni: Ég skil t.d. ekki skilgreininguna á "fjárglæfrafólki". Okkar háu herrar sögðu ekki bara okkur heldur fínum útlendingum að allt væri meira en í lagi á Íslandi. Ég skil ekki heldur athugasemd númer þrjú frá Sturlu.Eins og einhver vittur maður hlýtur að hafa sagt einhverntíman: I´m not responsible for the stupidity of other but I have to suffer the consequences of their stupiditiy!
Ég botna sem sagt takmarkað í því sem hér hefur verið lagt til þjóðfélagsumræðunnar í tengslum við þessa "frétt" Moggans.
Mér sýndist frétt Moggans einföld: Þar var því haldið fram að hjónin hefðu engu tapað (af lottóvinningnum) við hrun bankanna.Í ljósi viðtalsins sem haft var við þau fannst mér sú staðhæfing vafasöm. Mér fannst fréttin athyglisverð m.a. af því að hún gæti hugsanlega þjónað sem dæmi um hve umfjöllun fjölmiðlanna ristir grunnt á stundum. Því miður hefur hvorki upprunalega færsla Ómars né athugasemdirnar hingað til varpað neinu ljósi á þessa frétt Morgunblaðsins þó ég sé öll af vilja gerð að skilja betur hvernig staðan er.
Agla (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 19:02
Fréttin sjálf og athugasemdirnar sýna að það er varasamt að fljóta ofan á svona málum og betra að draga alla myndina fram.
Þegar rætt er um mismundi aðstæður fólks er dæmið mjög flókið og sama er að segja um samburð milli einstaklinga og hópa. Þess vegna vakna svona margar spurningar, þótt aðeins sé verið að slá upp kjörum eins pars með yfirskriftinni um að parið hafi engu tapað, er þetta alls ekki svona einfalt og fyrirsögnin því vafalaust villandi.
Ómar Ragnarsson, 4.5.2009 kl. 19:16
Eins og oftar kemur hér óvart fram alvöru spurning ef vel er að gáð (í upprunalegu færslu Ómars við frétt Moggans). Það er spurningin um hvort það sé "alveg víst að þetta fólk"(sem á hér fé á sömu kjörum og Tælensku hjónin; þ.e.a.s. á inneignarreikning hjá íslenskum banka) "muni ekki tapa neinu ef innistæða þeirra er í íslenskum krónum."
Það má skilja færslu Ómars sem að "Það væri þá ljós í mykrinu þessa dagana" ef svo væri en hann segir líka : það "vekur samt spurningar um það hvort það sé réttlátt að sumt fólk sleppi alveg eða miklu betur frá faðmlagi kreppunnar þegar nauðsyn er á að byrðunum af hruninu sé dreift" . Í færslunni er líka nefnt það sjónarmið " að þeir sem létu ekki ginnast til að steypa sér í stórskuldir heldur lögðu sitt af mörkum til þeirra stjóða sem standa undir lánastarfsemi eigi að fá að njóta þess."
Hér er, sýnist mér, verið að tala um inneignir í íslenskum krónum á íslenskum bankareikningum eða sparifé okkar, frekar en framlög til "þeirra sjóða sem standa undir lánastarfsemi"eins og Ómar orðaði það.Mér finnst ólíklegt að sparifjárseigendur geri kröfur til lánastarfssemissjóðaframlags bónusa eða sérréttinda fyrirgreiðslu. Innistæðueigendur vilja bara vita inneignina örugga, gjarnan á vöxtum og aðgengilega.
Spurningin Ómars í sambandi við innistæðueigendur um "hvort það sé réttlátt að sumt fólk sleppi alveg eða miklu betur frá faðmlagi kreppunar þegar nauðsyn er á að byrðunum af hruninu sé dreift." finnst mér mjög athyglisverð.Erum við að tala um hugsanlegan innistæðuskatt/eignaskatt eða hvað? Það væri kannski hægt að draga netið víðar: Segjum að hagsýn fjölskylda lækki fæðiskostnað,orku og bensínkostnað sinn um helming næsta árið.Familían sleppur þessvegna betur en aðrir frá "faðmlagi kreppunnar". Myndi það vera "réttlátt" eða ekki? Ætti hún að greiða ríkinu hluta af sparnaðinum sem "faðmlagsskatt"?
Málin snúast ekki um RÉTTLÆTI heldur REGLUR.Vitum við hvaða reglur gilda?
Í sambandi við réttindi innistæðueigenda íslenskra banka gilda trúlega einhverjar reglur. Vandinn er sá að í okkar þjóðfélagi virðast REGLUR framandi hugtak.Þjónustufulltrúi minn í bankanum þar sem ég á sparifé mitt sagði t.d.við mig viku eftir hrunið þegar ég spurði um tryggingu inneignar minnar að "Lögum samkvæmt væri inneignin bara tryggð upp að Evrur (!!??)xxx en ÞEIR segja að hún sé tryggð að fullu." Engin skýring fáanleg á hvað hún meinti með ÞEIR. Við erum vön því að geta hringt í Pétur eða Pál og þá reddast hlutirnir.Kannski dugar það ekki lengur?
Kannski dugar það ekki lengur að slá upp "spennandi" fyrirsögnum og órökstuddum skoðunum í fjölmiðlum og segja málin svo það flókin að það sé vonlaust að við skiljum þau?
Kannski kemur einhvern tíman að því að það er ekki gefið að hægt sé "að fljóta ofan á" alvöru málum en mér er farin að lengjast biðin.
Agla (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.