Karlmannatíska í stáli. Fyrir konur. 1. Áhrif flugvéla.

lockheed_p-38_lightning_usaf_841371.jpgÞessi bloggpistill minn er sá fyrsti af þeim sem fjallar um það sem ég kalla "Karlamannatísku í stáli" og konur hafa kannski lúmskara gaman af að lesa en karlar, því að það getur gagnast þeim næst þegar eiginmaðurinn er eitthvað tregur til að samþykkja það sem þær langar í. Hinir koma síðan eftir hendinni, þetta er bara byrjunin.

Þótt konur komi æ meira við sögu varðandi útlit bíla, sýnir bílasagan allt frá 1933 að karlmenn hafa verið nær allsráðandi í þessu efni og að eltingarleikur þeirra við tískuna hefur kostað mannkynið margfalt meira en kvenfatatískan.

Á miðri síðustu öld var flugið eftirlæti karla, enda voru tugþúsundir þeirra þjálfaðir í heimsstyrjöldinni síðari.

Harley Earl, yfirmaður hönnunardeildar GM var mjög hrifinn af flugvélum. Á auglýsingu hér á síðunni sjáum við P-38 Lightning sprengju- og orrustuflugvélina fljúga yfir Cadillac ´49 fyrir neðan nærmyndina af þessum tímamótaafturenda bílsins.

cad48f 

plymouth_fury_57_2.jpg images-2_841373.jpgSá bíll var talinn sá fyrsti þar sem reynt var að gefa afturendanum aukið vægi í sama mæli og framendanum með því að hafa "ugga" eða "stél" á afturbrettunum. Þetta var helsta einkenni Cadillac næstu 16 ári og sést vel á svarta Kadilakknum hér fyrir neðan ljósleitu Plymmana frá 57. 

1956 ákvað Virgil Exner, nýr hönnuður hjá Chrysler, að hrista upp í dauflegum og illa seljanlegum bílum verksmiðjanna með því að taka upp svonefnt "Forward look" en það þýddi, að framendinn hallaði fram eins og bíllinn vildi ólmur æða áfram og aftast á honum voru æsileg stél. 57pf03thumb.jpg

1957 setti hann allt á annan endann með æðislegustu bíluum yfir alla línuna sem sést höfðu vestra. "Allt í einu er komið 1960!" var hrópað í auglýsingum um "Wirgile Exners finned wonders." 

Keppinautarnir brugðust hart við og hámarki náðu áhrif flugvélanna á bíla 1959 með Cadillac með hæstu stél allra tíma og Chevrolet með "kattarauga" stélum. Í laginu "Kappakstur" frá þessum tíma segir: "Ég keyrði´á mínum Kadillakk með krómi slegin stél..."

cadillac-1959-rear_841383.jpgÞví var haldið fram í auglýsingum að stélin minnkuðu loftmótstöðu og gerðu bíla stöðugri en þetta var auðvitað skrum, - stélin þyngdu bílinn og gerðu ekkert gagn nema sem viðmiðun fyrir bílstjórann að sjá afturhorn bílsins.

Eins og alltaf er raunin í tískubylgjum enda þær ævinlega með því að farið er yfir strikið og ekki verður hægt að halda áfram, heldur að vinda ofana af og fara til baka. Stélin lækkuðu og hurfu loks á næstu árum og hafa ekki sést síðan.

1959-chevrolet-impala-wings_841384.jpgMeira að segja framrúður flugvéla höfðu áhrif. Flugvélar höfðu strax um 1940 aftursveigðar framrúður og hafa ekkert breyst siðan. Gula flugvélin er Piper J5 frá 1943. 

1954 tók Harley Earl upp fyrstu aftursveigðu framrúðurnar á Oldsmobile og Cadiallac og árið eftir kepptust allir við að innleiða þær.

Myndin fyrir neðan gulu flugvélina er af Cadillac ´54 með P-38 stéli og aftursveigðri rúðu. Þar fyrir neðan er afturendi á Ford´57 með afturljósum sem líkja eftir afturbrennara á þotum, en þetta var einkenni hjá Ford frá 1951-61. Hámarki náði þessi flug-tískubylgja 1959. Þá voru stélin að verða hæsti punktur sumara bíla og rúðurnar orðnar svo aftursveigðar og jafnvel margbognar á sumum bílum að erfitt var að komast inn í þá án þess að reka hnén í. Þær hurfu því á aðeins tveimur árum ! Áhrif frá skrúfunum og vélarhlífunum framan við stjörnuhreyfla flugvélanna á þessum tíma skiluðu sér til bílanna. Hér fyrir neðan sjáum við Cessna 195 fyrir ofan Ford´49 og Studebaker 1950. Það eina sem vantar á bílana eru flugvélarskrúfur !  

n68490-piper-j5c-navy.jpgÍ dag hlæjum við að framrúðu og stéluggum Cadillac 1959. Ég hefði samt ekkert á móti því að varðveita einn bleikan sem vitni um hámark bruðls og eftirsóknar eftir því að vera "in."

Í laumi myndi ég samt dást að bílunum frá Chrysler 1957 eins og Plymouth Fury hér fyrir ofan og minnast þess hvað mér fannst þeir mikið æði. Exner lét framrúðurnar aldrei fara úr böndunum þótt stélin færu það að lokum. 

54cad4dr06.jpg

Hann hafðí ekki hugsað slagorðið "Allt í einu er komið 1960 !" til enda og fékk það í hausinn árin 1960 til 61 þegar hann var orðinn læstur inni í tísku sem var komin aftur fyrir 1960 og hægt að hrópa: "Allt í einu er komið 1957!"

Þá var stéla og rúðutískan orðin gamaldags og karlmenn leituðu að nýju "lúkki", á sama hátt og konur sóttu í hina nýju tísku túberuðu hárgreiðslunnar sem blés út höfuð þeirra á svipaðan hátt og stélin höfðu blásið bílana út.

  Það er við hæfi að enda þessa myndasyrpu í bloggipistli þessum með mynd af ljósleitum Cadilakk ´59."Brálæðislega geðveikur bíll" - ekki satt ! 

1957meteorrideau-a.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

cessna_195_750pix.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

1949_ford_conv-maroon-fv_ephemeranow.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 1950-1951-studebaker-1950-1_841422.jpg

 

 

 

1959-cadillac-eldorado-1280.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér fyrir einkar góðann og áhugaverðann pistil ómar.

Valtýr Kári Finnsson (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband