Getur slys farið vel?

Ég hef ekki áður heyrt eða séð á prenti notað það orðalag að "slys fari betur en á horfðist" eins og gert er í frétt á mbl.is í kvöld.

Hingað til hefur verið látið nægja að segja: "Fór betur en á horfðist", og stundum er sagt eftir að atvikið og málavextir hafa verið reifaðir: "Þetta fór betur en á horfðist."

Þar að auki er ekki hægt að sjá í fréttinni að hvaða leyti "slysið fór betur en á horfðist", þ. e. hvað hefði getað farið verr en það fór. Virkar álíka og fyrirsögn hér um árið um fótboltaleik: "Boltinn sprakk og Fram vann."

Í sjálfri frásögninni af leiknum var síðan aldrei minnst á það að boltinn hefði sprungið.

Næst sér maður kannski: "Drukknunin fór betur en á horfðist" þegar tekst að lífga mann við úr dauðadái eftir drukknun.

Ég er ekki það fjölfróður í erlendum málum að ég viti hvort í einhverjum þeirra er svona orðanotkun, - til dæmis: "The accident went well...".

Afleiðingar slyssins urðu minni en á horfðist. Ég spyr aftur: Getur slys farið vel? Getur drukknun farið vel?


mbl.is Vinnuslys fór betur en á horfðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef aldrei kunnað við....... stórkostlegar hamfarir eða annað í þeim dúr.  Mér finnst stórkostlegt eiga við eitthvað jákvætt en ekki neikvætt.

Ómar þú verður að skella þér í fréttamanninn aftur, þeim hefur farið stórkostlega aftur "þessum krökkum" síðan þú hættir. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 00:31

2 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Það hendir að ég sé sammála þér Ómar enda fór betur en áhorfðist er þú varst að taka myndir af framkvæmdum við Gilsfjarðarbrú 97,að þú skyldir ekki verða undir þegar búkollurnar voru að sturta á enda vegarins á meðan við vorum að leggja vegin,slík var ágengni þín að taka myndir af aðstæðum.

Eins að við skyldum vera vakandi og vera fljótir er þú varst fastur í Sveðju á leið í myndatöku vegna hverana við Hágöngur sem þar voru settir á kaf,góðar myndir teknar af þér er Komatsu 470 payloderinn dró bílinn þinn upp og varst næstum búinn að festa sig við athæfið.

Kapp er stundum best með forsjá???????????.

En ef mig misminnir ekki þá notaðir þú smá fréttamannafrasa við þína eigin fréttamennsku,án þess þó að vilja lasta það á nokkurn hátt.

En rétt er að upphrópanir og stóryrði eru fréttamönnum ansi töm til að ná þessu blessaða skúppi sínu og finnst mér að okkar kjarnyrta gamla góða íslenska hafi næga kosti til að koma flottri lýsingu á framfæri,enda sem ljóðaskáld ætti þér að vera það vel kunnugt.

Líkt og lýsing úr gosinu heima í eyjum er hraunið skreið fram og muldi allt sem fyrir var og ruddi um húsum og landslagi þrátt fyri góða viðleitni eyjamanna við að hindra það í framferði sínu,??????,og Flakkarinn óð sem óður væri að ytri höfninni til að stöðva siglingar til og frá eyjum.

Eða Jeppamanninn sem þrumaði upp á gígbarm á frægum eldfjallagíg á Snæfellsnesi bara til þess að komast á toppinn.ég held að förin að hluta til séu enn til.

Eða flugmanninn sem að vildi prufa lendingu á Esjunni??,þar eru för enn eftir flugfarið,þó lyft hafi verið mjúklega upp af lendingarstað af Gæslunni á eftir,lítið hirt um að laga vegsummerki.

Sigurlaugur Þorsteinsson, 5.5.2009 kl. 01:38

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Lendingin á Esjunni var hrein nauðlending, þótt hún væri í kjölfar á aðflugi sem var gert til skoða hugsanlegan lendingarstað sem hægt yrið að nota við hagstæðari skilyrði, þ. e. í mótvindi, en þarna var dauðalogn og vitað fyrirfram að þótt ég gæti lent þarna gæti ég ekki komist í loftið aftur.

Vélin drap á sér rétt í þann mund sem ég ætlaði að gefa henni inn aftur og ég reyndi að koma henni í gang á meðan ég hlammaðist niður og rúllaði eftir jörðinni án þess að snerta bremsurnar, því að ég trúði ekki öðru en hún tæki við sér.

Ef ég hefði ætlað að lenda þarna hefði ég að sjálfsögðu hemlað um leið og vélin snerti og þá sloppið mun betur en auðvitað ekki komist í loftið aftur.

Þegar vélin var skoðuð eftir að hún kom til Reykjavíkur kom í ljós að stykki hafði losnað inni í pústkerfinu og stíflað púströrið.

Fjölmiðlar höfðu ekki áhuga á því að fylgjst meira með málinu eftir að vélin hafði verið tekin upp af fjallinu. Svona var nú þetta mál vaxið.

Ómar Ragnarsson, 5.5.2009 kl. 02:04

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Málfar á fréttanetmiðlunum er orðið slíkt, að halda mætti að fréttir væru að stærstum hluta skrifaðar af leikskólabörnum í starfskynningum og prófarkalesararnir sofandi, drukknir, fimm ára, eða búið að reka þá alla.

Halldór Egill Guðnason, 5.5.2009 kl. 11:24

5 identicon

Sammála þér Halldór í þessu, og einna helst á það við Vísir.is og Dv. Ég gekk inn í sjoppu fyrir sunnan um daginn ný kominn úr lítilli aðgerð og það fyrsta sem ég sé er forsíðan á DV. Man ekki alveg hvernig hún var orðuð en hún snérist um svínaflensuna og var einungis gerð til að stuða fólk og vekja ótta. Hræðsluáróður er ekki eitthvað sem við þurfum í kjölfar efnahagshruns.Dv menn ættu að hugsa aðeins um það þótt að þeir vilji græða peninga, en það er alveg óþarfi að hræða fólk .

Gísli H. Jakobsson (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband