Ókostir flokksræðisins.

ESB-málið er dæmi um það hve slæmar afleiðingar mikið flokksræði hefur. Mörg mál eru þannig vaxin að mjög erfitt er loka þau inni í flokkunum en samt er það gert.

Dæmi um það er til dæmis mismundandi skoðanir um aðskilnað ríkis og kirkju og um aðildarumsókn að ESB.

Í löndum þar sem flokkaveldið er ekki eins algert og hér er þetta minna vandamál. Í Bandaríkjunum halda flokksböndin iðulega ekki enda er aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdavalds skýrari þar en hér.

Setjum upp lítið dæmi um ókosti flokksræðisins. Tvær flokkar, segjum A-flokkarnir, hafa 51 atkvæði á 100 manna þingi, annar með 26 og hinn með 25 en tveir stjórnarandstöðuflokkar 49 atkvæði, annar með 25 og hinn með 24.

Í umdeildu máli er naumur meirihluti fyrir ákveðnu lagafrumvarpi í ríkisstjórnarflokkunum. Í þingflokki A1 eru 14 með en 12 á móti en í þingflokki A2 eru 13 með og 12 á móti.

Báðir stjórnarandstöðuflokkarnir eru einróma á móti. Frumvarpið er samþykkt naumlega í þingflokkum stjórnarflokkanna og flokksböndin halda fullkomlega ("handjárn" var það kallað hér á árum áður) þegar til atkvæðagreiðslu kemur enda brýn nauðsyn á að stjórnin haldi velli og "haldi andlitinu" eins og það er stundum kallað.

í atkvæðagreiðslu á þinginu er frumvarpið því samþykkt með 51 atkvæði gegn 49. 24 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu gegn samfæringu sinni. Ef engin flokksbönd hefðu verið, hefði frumvarpið verið kolfellt með 27 atkvæðum gegn 73.

Þetta er að sjálfsögðu dæmi um það hvernig þetta getur gengið lengst en sýnir samt í hnotskurn hvernig mál geta hlotið brautargengi á þingi gegn raunverulegum vilja þingsins.

Síðastliðið haust lagði ríkisstjórn Bandaríkjanna fram mjög áríðandi frumvarp um ráðstafanir gegn bankahruni.

Þingmenn úr báðum flokkum sameinuðust um að fella frumvarpið og þá var bara sest niður og frumvarpið lagfært innan viku, lagt fram að nýju og samþykkt.

Það verður að koma ESB-málinu út úr öngþveiti og pattstöðu flokkaveldisins beint í hendur þjóðarinnar sjálfrar.

Skref í áttina að því getur verið að leggja fyrst fyrir þingið hvað gera skuli og losa flokksviðjarnar við afgreiðslu þess. Ef norska leiðin verður farin mun þjóðin síðan ákveða að lokum um lyktir málsins.

Og enn og aftur skal áréttuð nauðsyn þess að losa um ofurvald framkvæmdavaldsins yfir þinginu.


mbl.is Flokkarnir eru ósammála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Víkingsson

Sæll Ómar. Það eru miklu haldminni flokksbönd hér en t.d. í Noregi og í fleirum af þeim löndum "sem við viljum bera okkur saman við" (eins og sagt er í Samfylkingunni). Sagt var frá því á RÚV í vetur hvernig t.d. norski verkamannaflokkurinn heldur þingmönnum sínum í skrúfstykki. Þar eru ekki prófkjör þannig að einstakir þingmenn eiga það undir velvilja flokksbroddanna hvort þeir komist aftur í framboð eða ekki. Hér hafa einstakir þingmenn meira svigrúm vegna prófkjörshefðarinnar, amk. í þeim flokkum þar sem hún er viðhöfð.

Skúli Víkingsson, 5.5.2009 kl. 14:12

2 identicon

Sæll Ómar.

Já þú setur þetta vel fram og er ég sammála þér. ESB málið þarf að komast sem fyrst undir hendur þjóðarinnar og kjósa þarf um það sem fyrst. Ég veit samt ekki hvaða drauma við erum að hefja á loft með aðild því ég veit að við fáum engin sérstök kjör og það er alveg á hreinu að auðlindir okkar verða ekki bara undir okkar höndum eins og við myndum vilja. Persónulega held ég að ESB sé engin lausn og að þá sé betra að líta til USA eða Noregs með nýjan gjaldmiðil. Ég held að ísland sé betur sett utan ESB en innan en það er eins og áður sagt þjóðarinnar að ákveða .

Kær kveðja, Gísli H. Jakobsson

Gísli H. Jakobsson (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 18:54

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef þjóðinni sýnist ESB ekki vera nein lausn þá verður það einfaldlega þannig.

Ómar Ragnarsson, 5.5.2009 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband