Munurinn á: "Við borgum ekki", eða "Við getum ekki borgað allt."

Íslendingar eru ekki fyrsta þjóðin sem stendur frammi fyrir þeirri stóru spurningu hvort hún geti staðið við skuldbindingar sínar og borgað skuldir sínar.

Þetta hefur áður komið fyrir fátækar þjóðir í þriðja heiminum og stundum hafa liðið mörg ár sem þær þurftu að berjast vonlausri baráttu við að greiða af himinháum skuldum sem augljóst var að þær höfðu enga möguleika á að greiða.

Það er mikill munur á því að hrópa: "Við borgum ekki!" eða að segja: "Við getum ekki borgað allt og það er heldur ekki sanngjarnt að við berum þetta ein, því að það var vegna galla í sameiginlegum reglum ESB/EES að skuldin varð svona stór."

Fyrir utan þann geigvænlega vanda sem framundan er við niðurskurð ríkisútgjalda, er það mikilvægasta viðfangsefni Íslendinga að fá lánardrottna okkar erlendis til að líta af sanngirni og skynsemi á stöðu okkar.

Þetta er ekki auðvelt því að erlendir viðsemjendur okkar vilja bíða og sjá hvernig spilast úr spilunum, hvort og þá hvað mikið fáist úr eignum okkar erlendis og hvernig framvindan verður almennt í kreppunni í efnahagsmálum heimsins.

Raunar er þetta vandamál þjóðarinnar það sama og hjá mörgum þeim einstaklingum og fjölskyldum, sem geta ekki staðið í skilum með lán sín.

Þótt sumir séu svo illa staddir að þeir telji sig ekki geta borgað neitt, eru áreiðanlega margir sem gætu borgað hluta, þó ekki væri nema sem svaraði því að borga húsaleigu ef um leiguhúsnæði væri að ræða.

En auðvitað eru aðstæðurnar eins misjafnar og aðilar eru margir. Mörgum íbúðareigandanum svíður að horfa fram á það að verða í skuldafangelsi alla ævi. Það er skiljanlegt. Þó er þessi aðstaða svipuð og hjá þeim sem býr í leiguhúsnæði alla ævi og borgar jafn mikið í húsaleigukostnað og íbúðareigandinn borgar af skuldum sínum.


mbl.is Mikil þrautaganga framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Svörtuloftum sat'ann,
Satan,
og sposk þar amma'ns spann
og spann.

Þorsteinn Briem, 11.5.2009 kl. 13:14

2 identicon

Sæll Ómar.

Mjög góður punktur hjá þér, þarna er mikill munur á.

Kveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 13:26

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Ómar það getur skipt öllu hvernig hlutirnir eru sagðir eða á borð lagðir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.5.2009 kl. 14:13

4 identicon

Þakka þér að setja hlutina fram á einfaldan hátt-þetta er þitt vörumerki í gegnum árin.Það er dásamlegt að opna augu manns með einföldum rökum sem allir skilja.Við sem ólumst upp við að foreldrar manns áttu ekkert neitt nema okkur börnin og baráttuviljann til að brauðfæða sig og þau,fólk sem aldrei kvartaði ef einhverja vinnu var að fá og hægt var að sjá fram úr deginum að maður tali ekki um viku fram í tíman.

Hafðu þökk fyrir að minna mig á uppruna minn og lífsviðhorf.

Örn Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 14:40

5 identicon

Ein tillaga fannst mér góð fyrir fjölskyldur það er 30% greiðsluþak á hússnæðisskuldir.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 15:59

6 identicon

Það er mikill munur á því að hrópa: "Við borgum ekki!" eða að segja: "Við getum ekki borgað allt og það er heldur ekki sanngjarnt að við berum þetta ein, því að það var vegna galla í sameiginlegum reglum ESB/EES að skuldin varð svona stór."

Mikið rétt, Ómar, það er vegna ESB/EES sem skuldin varð svona stór. Grundvallarspurning er hvers vegna ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar vildi ekki fara lagalegu leiðina, eins og lögmennirnir Stefán Már og Lárus Blöndal vöktu ítrekað athygli á í blaðagreinum sínum í Morgunblaðinu.

Hvað gerðist í ríkisstjórn Geir og Ingibjargar sem varð til þess að skuldir einkabanka urðu allt í einu skuldir þjóðarinnar með stuðningi í regluverk ESB? Þau sem báru ábyrgð á þeirri ríkisstjórn verða að segja frá því.

Hvað er hæft í þeim orðum Gordons Brown að "Íslendingar" hafi lofað að borga "allar" skuldirnar?

Regluverkið var ekki miðað við að allt bankakerfi þjóðar hryndi. Hvað gerði ríkisstjórnin sem varð til þess að látið er eins og það skipti ekki máli að allt bankakerfið hrundi?

Helga (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband