17.5.2009 | 19:41
Fékk Selma kross? Fær Jóhanna Guðrún kross?
Miðað við áhorf í Evrópu á Evróvisionkeppnina er líklegt að mun fleiri hafi vitað um silfur Jóhönnu en silfur handboltalandsliðsins. Á hinn bóginn er hins að gæta að árangur handboltalandsliðsin var einstæðari að því leyti að aldrei áður hefur örþjóð náð svo hátt í flokkaíþrótt á Ólympíuleikum.
Orðunefndin svonefnda fær því snúið úrlausnarefni hvað þetta snertir. Á móti því kemur að þegar litið er yfir nafnalista þeirra sem hafa fengið fálkaorðu sýnist manni þær Selma Björnsdóttir og Jóhanna Guðrún Jónsdóttir standast þær lágmarkskröfur sem kunna að vera gerðar til þessarar orðuveitingar.
Forsetinn sendi Jóhönnu Guðrúnu kveðju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ert þú búinn að fá kross, kæri Ómar?
Það er greinilega ekki sama um hvað er að ræða þegar krossunum er úthlutað. Fólk eins og þú, sem hefur unnið þjóð þinni og afkomendum okkar ómælt gagn, er gjarnan skilið út undan þegar heiðri er úthlutað.
Af hverju ætli það sé? Af því orð og gjörðir koma við kaunin á einhverjum?
Lára Hanna Einarsdóttir, 17.5.2009 kl. 19:47
Jú, ég fékk hann 1998 en ég var lengi að velta því fyrir mér að afþakka hann vegna þess að ég ætti ekki skilið að fá hann. Ég hafði fram að því vikið viðurkenningum frá mér af þeirri ástæðu og einnig vegna þarfarinnar á sjálfstæði fréttamanna.
Mér skildist hins vegar við eftirgrennslan að það myndi valda vandræðum og leiðindum og lét því kyrrt liggja.
Ómar Ragnarsson, 17.5.2009 kl. 20:14
Senda verður tilnefningar til Orðunefndar.
En Ómar hefur nú þegar verið orðaður.
Og fékk við það tilefni ýsu og hamsatólg á Bessastöðum.
Samt þvargar forsetinn um fæðuöryggi.
Þorsteinn Briem, 17.5.2009 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.