Nýtt orð í mínum eyrum: "Gærnótt."

Ég er að verða 69 ára gamall og hef farið víða og dvalið hjá fólki fyrir norðan og sunnan mánuðum saman. Í kvöld heyrði ég nýtt orð í sjónvarpinu: "Í gærnótt."

Í meira en 60 ár hef ég ekki heyrt annað sagt um næstu nætur á undan þeim degi, sem miðað er við: "Þetta gerðist í nótt, - um næstu nótt á undan viðkomandi degi, - og "þetta gerðist í fyrrinótt", um næstu nótt þar á undan. Ég minnist þess ekki að nokkurn tíma hafi verið einhver vafi um það hvaða nótt hefur verið átt við 

Ég verð bara að játa hvað ég fylgist illa með og kem upp um fáfræði mína þegar ég spyr: Hvaða nótt er "gærnótt"? Er það síðasta nótt eða fyrrinótt, nóttin þar á undan?

Í staðinn fyrir hvaða orð kemur orðið gærnótt? Er það kannski nóttin á undan gærdeginum?

Hvort eigum við að hætta að segja "í nótt" eða "í fyrrinótt."  

Úr því að orðið er kennt við gærdaginn, hvort er táknar það nóttina á undan gærdeginum eða á eftir gærdeginum?  Hefur hugsanlegt vandamál verið leyst með því að bæta þessu nýja orði í orðaforðann? Eða hugsanlega búið til nýtt vandamál?   

Hvernig stendur á því að skyndilega hefur myndast einhver knýjandi þörf fyrir orð eins og gærnótt eftir að hægt hefur verið að lifa án þess vandræðalaust um aldir?   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér þykir skrýtið að þú hafir ekki heyrt þetta áður. Prufaðu að gúggla það.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 20:16

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Heyrði þetta líka og undraðist vegna þess að þessi piltur er þokkalega talamdi.

Svo er þessi "þar síðasta" vika fremur hvimleið vika.

Árni Gunnarsson, 17.5.2009 kl. 20:25

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

...__talandi átti þetta víst að vera.

Árni Gunnarsson, 17.5.2009 kl. 20:28

4 Smámynd: Jóhannes Guðnason

HA HA HA HE HA,Þetta orð hef ég aldrei heyrt,??gærnótt,??? Ég segi eins og Ómar,hvað þíðir þetta orð,"gærnótt,???"HA HA HA HE, Ég stend á gati,er einhver sem veit um þetta eða hefur heyrt þetta orð,gærnótt,er maður orðin svona gamall,að maður hefur ekki sé eða heyrt þetta áður,er verið að kenna þetta orð í skólum í dag,????????? ef Ómar hefur ekki heyrt þetta áður,þá tel ég þetta vera einhváð bull og viðkomandi hafi búið þetta til,???hver veit,svar óskast, kær kveðja,konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 17.5.2009 kl. 20:28

5 identicon

Aldrei heyrt orðið.  Og finnst ekkert skrýtið að þú hafir ekki heyrt það fyrr. 

EE elle (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 20:33

6 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Ég tel að þetta sé tökuorð úr ensku, ,,yesternight", sem reyndar þýðir ,,síðasta nótt", og þar afleiðandi ekki fyrri nótt heldur síðasta nótt. Þ.e. á milli ,,í dag og í gær".

Reyndar sýnist mér þegar ég ,,gúggla" að flestir séu á sömu skoðun og ég, þ.e. ,,gærnótt" er síðasta nótt.

Börkur Hrólfsson, 17.5.2009 kl. 20:57

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Forsætisráðherrann okkar segir alltaf á helginni en ekki um helgina, eins og ég segi.

Samt búum við í sama póstnúmeri.

Þorsteinn Briem, 17.5.2009 kl. 22:31

8 identicon

Töfrarnir í vesturbænum

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 23:10

9 identicon

Þjóðviljinn, 25. október 1945 , blaðsíða 8. Þar kemur orðið gærnótt fyrir. Það er því ekkert sérstakt nýyrði.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband