Líka H1N1 á N1.

Sama daginn og sagt var frá fyrstu tilfellum svínaflensunnar var leitt að því rökum hér á síðunni að hún hlyti að breiðast um allan heim og koma líka til Íslands. Nú er það staðreynd.

Þetta eru slæmar fréttir fyrir alla en þó er ekki víst að þær verði svo slæmar fyrir upprunalandið, Mexíkó.

Þar hefur ferðamannastraumurinn nær stöðvast og baðstrendur eru auðar. Þegar flensan hefur náð nógu mikilli útbreiðslu í öllum öðrum löndum verður ekki frekar ástæða til að forðast baðstrendur Mexíkó en hverja aðra ferðamannastaði í heiminum eða þá staði, þar sem fólk kemur saman.

Hvarvetna, þar sem fólk hittist, verður sama smithættan. Á bensínstöðvum N1 getur H1N1 lika verið á sveimi.


mbl.is Svínaflensa á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta mjög óhugnanleg tilhugsun. Manni finnst maður svo verndaður hér á landi en svo er ekki. Við verðum bara að horfast í augu við staðreyndir.

Steinar Arason Ólafsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 18:19

2 identicon

Ég sé að þú hefur gaman af myndum af landslaginu. Ég er búinn að vera að taka nokkrar til gamans á Íslandi.

Líttu endilega við :)

http://imagestoexplore.blogspot.com

Þar er ég með ljósmyndablogg og fólk allsstaðar úr heiminum að skoða. Er að reyna að kynna Ísland aðeins og fegurðina.

Steinar Arason Ólafsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 18:22

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjúklegt er það svín,
sem selur það bensín,
þó ekki Bjarni Beninn,
bitinn af honum speninn.

Þorsteinn Briem, 23.5.2009 kl. 19:19

4 identicon

Hmm.... leyfi mér að efast stórlega um að þessi flensa sé verri en nokkur önnur flensa, af rúmlega 11.000 staðfestum smitum eru 89 staðfest dauðsföll. Það er varla meira en gerist af meðalflensunni.

sjá:

http://www.visir.is/article/20090523/FRETTIR02/861053235/-1

Much ado about nothing.....

Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband