Röng hönnun girðinga.

IMGP0017Í blogginu í gær var fjallað um tvær blindar beygjur í gatnakerfi Reykjavíkur. Annars vegar á gatnamótum Birkimels og Hringbrautar og hins vegar á mótum Bolholts og Laugavegar.

Á báðum stöðum snýst vandinn um skerðingu á útsýni ökumanna, sem eru á vesturleið og þurfa að beygja til vinstri eins og sést á myndinni hér við hliðina, sem er tekin frá sjónarhorni bílstjóra sem þarf að beygja upp í Bolholt. 

Þarna sést greinilega að grindverk, sem reist hefur verið á miðri steinsteyptri eyju milli akbrauta byrgir fyrir útsýni til vesturs.

Ökumaðurinn, sem horfir úr bíl sínum til vesturs á erfitt með að fara lengra til að gægjast til vesturs því að þá skagar bíll hans út í götuna og skapar hættu. 

Eins og sést er sérstök gangbraut með gangbrautaljósum þarna rétt fyrir vestan og er með ólíkindum að fólk skuli hafa verið að flækjast þarna yfir götuna.

Hvað um það, hér set ég fram tvennar tillögur til úrbóta og þarf ekki endilega að framkvæma þær báðar.

1. Gera girðinguna betur gegnsæja séð frá þessum stað. Styrkja láréttu teinana og fækka þeim lóðréttu það mikið að það sjáist betur í gegn. Gallin við þetta er samt sá að eftir því sem girðingin horfir beinna við verður erfiðara að sjá í gegnum hana. 

2. Hnika girðingunni til hægri og stytta hana jafnframt eitthvað. Enginn á hvort eð er að vera gangandi á steinsteyptu eyjunni en það myndi muna talsverðu um þessa færslu girðingarinnar eins og vel sést af þessari mynd.

Aðgerð númer 2 er virðist árangursríkari, sýnist mér.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

sammála þér Ómar,en væri ekki hægt bara að fjarlæga þessa girðingu allvel,?? og færa gönguljósin nær beygjunni,??þá hafa bílarnir gott útsýni þegar gangandi fólk gengur yfir,eins munu bílstjóra hæga á sér þegar þeir nálgast göngubrautina,?? kær kveðja. konungur þjóðveganna

Jóhannes Guðnason, 25.5.2009 kl. 19:32

2 identicon

3. Að fólk aki í samræmi við aðstæður.

Jens (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 19:40

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gangbrautin var meðal annars lögð með hagsmuni fatlaðra í Hátúni í huga og strætóstöðin er líka miðuð við það.

En kannski má koma þessum málum betur fyrir með færslu þessa alls en það myndi kosta margfalt meiri peninga en færsla grindverksins.

Ómar Ragnarsson, 25.5.2009 kl. 19:41

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég er algjörlega óssammála þér Ómar varðandi gatnamóti Hringbrautar og Birkimels. Ég fer þar daglega og finnst útsýnið einstaklega gott. Þar er nokkurskonar afrein fyrir þá sem taka vinstri beygju sem gerir þau gatnamót alveg ágæt, þ.e. miðað við að stýrið sé "réttu" megin í bílnum.

Þóra Guðmundsdóttir, 27.5.2009 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband