Þörf á yfirsýn.

Stærsti gallinn við rekstur ríkissjóðs og margra annarra sjóða og stofnana er sá að einblínt er á kostnað innan þröngs ramma en ekki hugað að áhrifum á aðra þætti eða heildaráhrifum á þjóðfélagið allt. Stundum er dregið úr útgjöldum í einni stofnun eða deild með þeim eina árangri að útgjöld annarrar stofnunar eða deildar eykst.

Þannig væri hægt að leggja niður starfsemi Hjartaverndar eða skerða hana um helming, en ef dæmið yrði reiknað til enda sæist að tjónið af völdum vaxandi hjartasjúkdóma og fjölgandi hjartaáfalla fyrir heilbrigðiskerfið og þjóðfélagið yrði margfalt meiri en nemur ímynduðum sparnaði.

Reiknað hefur verið út að hvert dauðaslys kosti þjóðfélagið ekki minna en 200 milljónir króna og er þá ekkert tillit tekið til andlegra þjáninga. Beint peningalegt tjón af völdum umferðaslysa er talið í tugum milljarða árlega og það þarf því að huga að því hve langt megi ganga í að skerða forvarnir og varúðarráðstafanir án þess að tjónið verði miklu meira fyrir samfélagið allt.

Ekki fer á milli mála að harkalegan og róttækan niðurskurð þarf í opinberum útgjöldum. Þá verður að huga að því hve varasamur flatur niðurskurður getur verið og að því hvaða áhrif á annan rekstur sparnaður á hverju sviði hefur.


mbl.is Umferðarráð varar við niðurskurði fjármagns til umferðarmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú hittir naglann beint á höfuðið, eins og oft áður Ómar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.5.2009 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband