Ósammála hjól.

Hjól bíla eiga það til að taka upp á furðulegustu uppátækjum eins og sagan af hjólunum sem duttu öll af bílnum í einu í Sviss. Nýjasta sagan sem ég hef heyrt af því sagði mér einn snjallasti bílamaður landsins um fjórhjóladrifinn bíl, þar sem framhjólin og afturhjólin voru ekki sammála um það í hvaða átt skyldi aka.

Á fyrstu árum hans í bílamixinu setti hann drif úr annarri bílgerð undir bílinn sem hann var að endurbæta. Hann settist síðan upp í bílinn, setti í framdrifið og gaf vel inn.

Þá bar svo við að bíllinn hreyfðist ekki tommu heldur spólaði og nötraði og jós mölinni bæði aftur fyrir sig og fram fyrir sig. Kom í ljós að drifið að framaverðu sneri hjólunum í öfuga átt miðað við afturhjólin.

Hann leysti málið á þann hátt að taka framöxulinn undan bílnum og snúa honum á hvolf samfara nauðsynlegum breytingum vegna fjöðrunar og annarra tenginga.


mbl.is Ekkert hjól undir bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig líst þér á þennan Ómar? Eigandinn frá Englandi fékk leyfi til að fara á götunna á þessum bíl.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B,N, (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 21:20

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Small is beautiful !" Lítið er gott og fagurt !

Ómar Ragnarsson, 3.6.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband