8.6.2009 | 19:24
Kynslóðin sem var "hömlulaus."
Ég geymi inni í kápunni í minnisbókinni minni nokkur gullkorn úr viðtölum Krónikunnar sálugu við Sigurjón Þ. Árnason og Hannes Smárason í febrúar og mars 2007, einu og hálfu ári fyrir hrunið.
Sigurjón segir í viðtalinu að hans kynslóð, manna á aldrinum 35-50 ára ráði ferðinni og hann lýsir þessari ráðandi kynslóð svona:
"Sú kynslóð ólst við mikið frjálsræði en einnig mikla vinnusemi. Hún fór út að leika sér á morgnana og var þar allan daginn, kom ekki heim fyrr en hún var kölluð í mat. Hún taldi að allt væri hægt og var að því leytinu hömlulaus."
Verður hinni "tæru snilld" lýst öllu betur? Og það í ofanálag í tímariti sem var talin "tær viðskiptasnilld" en fór á hausinn eftir að þrjú tölublöð höfðu komið út.
Hrekkur ekki fyrir skuldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það fæst engin niðurstaða og sátt í þessu máli nema með fullri samvinnu við almenning.
Við verðum að meðhöndla þetta mál eins og öll þjóðin sé við samningaborðið og fái að heyra og sjá hvað er verið að bjóða yfir sem og undir borðið.
Að sjálfsögðu, af því að þjóðin er við samningaborðið, þá á hún að fá að sjá úr hverju hún hefur að moða við samningagerðina.
... það er þó augljóst að það er ekki hægt að gera öllum til geðs. Það er bara svo mikilvægt að fólk fái að vita af hverju samningurinn var gerður svona en ekki hinsegin.
Björn Leví Gunnarsson, 8.6.2009 kl. 19:59
Það er bara ein kynslóð sem er hömlulausari - gráðuga hippakynslóðin:
- Björgólfur Guðmundsson, Ólafur Ólafsson, Kjartan Gunnarsson, Finnur Ingólfsson, Jóhannes Jónsson
- Davíð Oddsson, Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún, Ólafur Ragnar Grímsson, Össur Skarphéðinsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Halldór Ásgrímsson, Össur Skarphéðinsson,
TH (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 20:04
Falla ekki margir í þessari upptalningu inn í 35 - 50 ára flokkinn hvort eð er?
Ég sé samt mun á þeim hópi manna sem Ómar talar um og þá sem þú talar um TH. Munurinn er að sá hópur sem þú telur upp fékk allt upp í hendurnar (ódýra banka og gefins embætti) á meðan hópurinn sem Ómar talar um fékk allt á lánum.
... er allavega mín tilfinning fyrir þessu.
Björn Leví Gunnarsson, 8.6.2009 kl. 20:11
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.6.2009 kl. 20:54
Nei það er erfitt að lýsa "snilldinni" betur. Þó á Hannes Hólmsteinn líka gullkorn frá þessum tíma, t.d. þetta http://www.facebook.com/video/video.php?v=45139957263&ref=mf
Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 20:55
Veit einhver hvers vegna í fjandanum alltaf er verið að spyrða þjóðina við þessa glæpamenn? Tók þjóðin þátt í ráðabruggi þessara manna og þeirri svikamyllu sem þeir byggðu upp í starfsemi sinni? Ég þekki ekki einn einasta mann sem hefur setið fundi með þeim né ofið þann svikavef blekkingar sem bankarnir störfuðu eftir.
Er ekki kominn tími á að þjóðin rífi sig upp úr sjálfsfordæmingunni sem vinir og áróðursmeistarar þessara manna hafa með lævísum hætti talað inn í samvisku þjóðarinnar?
Sendum nú út alþjóðlega tilkynningu um að þessir menn hafi ekki starfað í umboði íslensks almennings? Látum líka vita að við ætlum að láta rannsaka tengsl þessara manna inn í stjórnmálaflokkana, þar sem fjármálaspillingin fékk að þrífast í skjóli útvalinna valdamanna.
Náum svo í litla strákinn með eldspíturnar til Noregs, sjálfan höfund ofurbónusanna og kaupréttarsamninganna í þessari mestu svikamyllu síðari tíma. Smölum svo öllum þessum "algerlega saklausu englum" upp í eina vél og framseljum Bretunum þá og þeirra illa fengna auð.
Munið svo að það er fjandans rangsnúningur hjá þeim sem halda því fram að þjóðin hafi tekið þátt í sukki þessara manna með því að hafa tekið bankalán fyrir sínum húsnæðiskaupum og nauðþurftum. Hvenær varð það annars að glæp að óska eftir bankaláni? Það þvingaði enginn bankana til þess að afhenda lánin, þau voru eingöngu lánuð til almennings á forsendum bankana. Um eða yfir 90% lántakenda stóðu í skilum með sín lán fram yfir hrunið. Lántökur okkar drógu því ekki bankana niður, heldur óábyrg útlánastefna eigendanna.
Bankarnir hrundu sem sé yfir samfélagið en ekki það að samfélagið hafi hrunið yfir þá. Við berum því enga sameiginlega ábyrgð með þessum glæpalýð.
DanTh, 9.6.2009 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.