14.6.2009 | 01:48
Grafin upp gömul öxi.
Flugvélar hafa fyrr en nú verið notaðar til eftirlits með umferð. Ég minnist þess frá árinu 1986 að hafa fylgst með slíku eftirliti á Dornier Do 27 flugvél, sem Haraldur Snæhólmf flaug með lögreglumenn í í eftirlitsferð.
Við sjónvarpsmenn lentum á túninu á Hrútatungu í Hrútafirði til að taka við hann viðtal.
Þyrla er að vísu notadrýgri en flugvél, en 4-5 sinnum dýrara er að fljúga þyrlu en flugvél af sambærilegri stærð.
Dornier-vélin fyrrnefnda gat lent á litlum blettum en þó var erfiðara að komast að grunsamlegum bílum en á þyrlu.
Ég vil benda lögreglunni á að nota kvikmyndatökuvélar til að taka kvikmyndir af bílum, því að á slíkum myndum er hægt að mæla hraðann eftirá og með sambandi við löggæslu á jörðu niðri að finna út hinn brotlega.
Ók framúr flugvélinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
í noregi þar sem ég þekki til eru sett merki á vegina svo lögreglan geti mælt hreinlega með skeiðklukku hversu lengi viðkomandi bifreið er að fara á milli merkjanna.. síðan ertekin mynd af númeri bílsins.. og viðkomandi fær sektina innan skamms..
Óskar Þorkelsson, 14.6.2009 kl. 02:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.