Meira en álver.

Gaman er að lesa athugasemd sem komin er fram um áform Bakkavarar um að reisa verksmiðju á Íslandi sem skapi 750 störf. "Til hvers?" er spurt í athugasemdinni. "Það vill enginn vinna í fiski."

Nei, það vilja víst allir vinna í álverum, ekki satt?

Í útreikningum um virðisauka sem starfsemi færir inn í samfélagið hefur komið í ljós að hvert starf í sjávarútvegi skapi nær þrefalt meiri virðisauka en hvert starf í álveri.

Samkvæmt því myndi verksmiðja Bakkavarar skila verðmæti inn í þjóðfélagið sem væri meira en það verðmæti sem öll störf í núverandi álverum landsins leggja til. Engum ómetanlegum náttúruverðmætum yrði fórnað né sótt að dýrmætri ímynd landsins sem skapar mikil verðmæti í ferðaþjónustu.

Komið hefur í ljós í hruninu að í þeim sjávarútvegi sem hér er nú stundaður, er bundinn traustasti grundvöllurinn fyrir verðmætasköpun í þjóðfélaginu hvað snertir gildi framleiðsluvara sem skapa útflutningsverðmæti.

Með verksmiðju, sem vinnur úr fiski, er leitast við að vinna dýrmætari vöru úr hráefninu í stað þess að flytja það óunnið úr landi. Hráefnið kemur beint upp úr auðlindalögsögu landsins í stað þess að kaupa þarf hráefnið erlendis frá til álframleiðslu og flytja það til Íslands um þveran hnöttinn til þess að búa til annað hráefni hér sem flutt er út.

En trúin á álguðinn er svo sterk að fyrirtækið Ríó Tinto sem skilið hefur eftir sig slóð eyðileggingar erlendis og verið lýst í breska þinginu sem saurugasta fyrirtæki heims hefur fengið sérstakan gæðastimpil Íslendinga.

Eftir sem áður er það þó íslenskur mannauður sem er dýrmætasta auðlind okkar ásamt einstæðri náttúru landsins.


mbl.is Verksmiðja Bakkavarar gæti skapað 750 ný störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég vona að við berum gæfu til þess að fara að nýta auðlindir okkar eins og sjávarfang betur en gert er, og eins og þú svo réttilega mynnist á þá skilar þetta miklum tekjum inn í þjóðfégið, ég sé þetti líka sem ákveðna virðingu við veiðunum þá á ég við að það sé ekki bara verið að gera það sem gaman þykir heldur að klára verkið / vinnsluna alla leið eða næstum að borði neytanda

Veljum íslenskt - eða íslenskt já takk

ps. þessi umræða öll um álver, á hún heima hér ?

Jón Snæbjörnsson, 13.6.2009 kl. 10:32

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Fínt að fá þessa verksmiðju til viðbótar við álverið í Helguvík, Kísilverksmiðjuna og gagnaverið!

Kannski hægt að staðsetja hana við Húsvík?

Eitt útilokar ekki annað, en sennilega er nóg komið þegar álverið í Helguvík er komið í skjól! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 13.6.2009 kl. 11:01

3 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Í allri þessari álvers og stóryðju umræðu, og að ég tali nú ekki um þegar góðærið var í hápunkti, þá gleymdist alveg að hugsa útí það, að mest verðmæti skapast við að fullvinna afurðir okkar dýmætustu auðlindar beint á borð neytandans. Bakkavör er eitt þeirra fyrirtækja sem það hefur gert í gegnum tíðina og skapa grunninn að fallvöltum auði Bakkavarabræðra. Því ætti það að vera hafið yfir torftryggni að þeir skuli ætla sér að efla þennan lið sinn og skapa fleiri góð störf, því plús þessi 750 störf gætum við verið að horfa uppá 750-1000 óbein störf þessu tengd.

Sigurbrandur Jakobsson, 13.6.2009 kl. 11:52

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Var ekki í fréttum að ein  möguleg ástæða fyrir setningu hryðjuverka laga á Ísland talin stór fjármagnsflutningur Bakkavarar úr Bresku útibúi. Bið forláts ef þetta er rangt munað hjá mér en held alveg örugglega að þetta sé rétt.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 13.6.2009 kl. 11:56

5 identicon

Bíddu nú hægan Ómar:  Hvort félagið, Ríó Tintó eða Bakkavör hefur leikið okkur Íslendinga ver? 

Hvort fyrirtækið heldur þú að njóti almennt meira trausts erlendis nú, Ríó Tintó eða Bakkavör? 

Hvaða Íslendingi dettur í hug að treysta mönnum sem, ásamt öðrum, standa að baki mestu fjársvikamillu allra tíma á Íslandi og allt bendir til að gróf lögbrot hafi verið framin til að auðgast og af einbeittum brotavilja.  Mál sem enn sér ekki fyrir endan á, né öll kurl til grafar komin.

Varstu að spyrja um gæðastimpil Ómar?

Brennt barn forðast eldinn. 

Ég hefði margt fleira við þessa færslu að athuga ef ég nennti að elta ólar við þá kunnuglegu blekkingarhulu sem þú bregður upp þarna og íar að og gefur í skyn hluti sem ekki eru svo jafnvel Gróa yrði stolt af.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 11:59

6 identicon

Húrra! er hrópað víða bæði hér innanlands og eigilega um gjörvallan heiminn ,,Láglaunalandið Ísland er Asía Norðursins.''  Vegna gengisfalls íslensku krónunnar að undanförnu spóka sig danskur póstberi sig um göturnar á danskri grund með litlar 500 þúsund krónur íslenskar fyrir dagvinnunna á mánuði. Á Íslandi fær atvinnurekandi 90% af launum manneskju sem vil vinna í fiski fyrstu mánuðina frá Vinnumálastofnun og hikar hann ekki við að halda starfsmanninum á lægsta mögulega taxtakaupi. Húrra,húrra segjum við íslenskir atvinnurekendur. Húsnæðið hjá almenningi er á hraðri niðurleið ásamt íslensku krónunni 40% íbúðaeiganda geta skráð sig gjaldþrota sem er auðvitað ekki inn í myndinni og þökk sé íslensku þrjóskunni. Húrra,húrra segja bankarnir nóg af skuldaþrælum! Atvinnuleysið eykst en er samt á hröðu undanhaldi láglauna erlenda vinnuaflið fúllsar við íslenskum launum og hverfur af landi brott og allir þeir Íslendingar sem en hafa bein í nefinu eru með sendiferðabílanna á planinu fyrir utan heimilið sitt til að flytja búslóðina með næstu ferð út fyrir landssteinanna. Húrra.húrra fyrir íslensku hugviti-þetta reddast.  Ég ætla að enda þetta með lítilli dæmisögu sem er sönn.  

Kona sem vinnur í fiski sem ég þekki í Danmörku er með 3048 krónur íslenskar fyrir hvern dagvinnutíma fyrir utan orlof sem er 12%. Kona sem ég þekki á Íslandi og vinnur sömu störf  er með 1050 krónur og með 10.17% orlof sem bætist við það. Ég er þess fullviss að ef íslenskt vinnuafl væri boðið íslensk launakjör í Danmörku væri það fyrirtæki þó það væri með fullorðna í vinnu kært fyrir barnaþrælkun því ekkert yfirvald tryði að fullorðin heilvita fólk í Vesturheimi ynni á slíkum ölmusugjöfum. 112- spekin sem hljóðar svona vertu vakandi yfir náunga þínum því hann gæti haft sitt hvað misjafnt í pokahorninu. Ekki hikka við að hringja þó þú sért ekki viss við hringjum svo í viðeigandi yfirvöld. Mér skilst að nú standi til að breytta boðskapnum þannig,,Ef það er eitthvað athugavert á þínu heimili hafðu þá samband strax á undan slúðurberunum og við munum koma þér og þínum til hjálpar því að betra er að grisja illgresið í eigin garði áður en maður fer að tala um hvað þyrnarnir á rósunum í kring geti stungið mann.

Baldvin Nielsen   Reykjanesbæ                                                                                                             

B.N. (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 13:20

7 identicon

Sæll; Ómar - sem aðrir, hér á síðu hans !

Burt séð; frá álverunum.

Er siðblinda ykkar; Samfylkingarfólks slík Ómar Ragnarsson, að þú teljir það enga frágangssök, að þessir glæpamenn, Bakkavarar bræður, veittu slíkri verksmiðju forstöðu ?

Hvenær; munt þú, sem kratarnir, vinir þínir, gangast við tengslum ykkar, við sóða samfélag ''útrásar'' hyskisins ?

Það er skömm; að þínum ómenguðu viðhorfum, að ekkert hafi hér, í skorist, eins og ráða má, af þessum skrifum þínum.

Svei attan !!!

Með; afar snúðugum kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 14:24

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eina sem við höfum upp úr álverum eru launagjöld tæps prósents á vinnumarkaði og orkuver, sem stendur engan vegin undir vaxtagreiðslum af þeirri fjarfestingu, sem ríkið leggur í fyrir þau. Það er bullandi tap á því.  Fiskveiðarnar skila sér allar, beint inn í þjóarbúið, enda er meirihluti allra okkar tekna úr þeim.

Annars er ég hrifinn af þeirri hugmynd að innkalla allan kvóta 1.sept t.d. og afskrifa skuldir utgerðarinnar á móti og síðan leigi ríkið kvótann til útgerðanna og hann verði bundinn við byggðir, en ekki útgerðirnar. Gamla kerfi er í raun ólöglegt. Þetta kemur m.a. í veg fyrir að men veðsetji þennan óveidda fisk fyrir tuskupúðum í London og gambli með framtíðina á kostnað komandi kynslóða. Það er ekki snefill af siðgæði né sanngirni í því.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.6.2009 kl. 17:29

9 identicon

Eru Bakkabræður ekki aðeins að beina athygli manna frá yfirvofandi gjaldþroti? Þá hafa bræðurnir ekki gott orð á sér sem vinnuveitendur. Reyna víst að bola öllum verkalýðsfulltrúum í burt. Ég er ekki viss um að Íslendingar létu bjóða sér þau kjör, sem verkafólkið þarf að sætta sig við í verksmiðjum bræðranna. Þá er það rétt sem Óskar Helgi segir; Bakkavarar bræður er mjög líklega afbrotamenn.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 18:17

10 Smámynd: Kommentarinn

Þó Bakkavararbræður hafi tekið þátt í því að leika okkur grátt þá er þessi staða okkar paradís miðað við hvernig fyrirtæki eins og Rio Tinto og Bechtel hafa farið með lönd og íbúa þeirra.. Mér finnst sérstaklega magnað hvernig fór með kaup Bechtels vatnsréttindum í Bólivíu. Þessir menn eru svo forhertir ég hélt svona væri ekki hægt...

Kommentarinn, 13.6.2009 kl. 19:35

11 identicon

Rétt hjá þér, Kommentarinn. Það sem gerðist í Bólivíu var hrikalegt, ógeðslegt. En ef við skoðum status ríkjanna, Bólívíu og Íslands, lýðræðisstig og menntun þjóðanna, dómstóla og lögfjafarvaldið, verður útkoman ljót. Hvernig heldur þú að Bakkabræður og aðrir útrásarvíkingar myndu haga sér í lítt þróuðum ríkjum eins og Bólivíu, ef þeir hika ekki við að ræna og ruppla fósturjörðina?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 20:02

12 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ísland hefur öðlast fortíð. einsog þjóðverjar eftir stríð. þeir urðu þá að nota ss menn og aðra með vafasama til að endurreisa landið. sennilega lendum við í þessu sama með okkar "mannauð".

Gísli Ingvarsson, 13.6.2009 kl. 20:43

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kalt mat á arðsemi fyrirtækis er það fyrsta sem þarf að skoða í þessu sambandi. Síðan hvort fjármögnun sé tryggð. Hvergi hefur komið fram í fréttinni að þeir bræður áskilji sér þá umbun að verða firrtir ábyrgð á ólögmætum viðskiptaháttum sem rannsókn á hruni bankanna gæti leitt í ljós.

Við megum ekki blanda persónulegri reiði og almannarómi inn í hagsmuni þjóðarinnar.

Tók einhver eftir frétt um ágreining pólitíkusa um losunarkvóta á Rúv í kvöld. Illugi Gunnarsson segir blátt áfram að til lækkunar á orku til álbræðslu geti þurft að koma ef ekki náist aukinn mengunarkvóti! Var hinn hagstæði samningur við Alcoa kannski skrefið inn í vítahringinn sem við komumst ekki út úr fyrr en til þurrðar eru gengnar allar orkulindir þjóðarinnar? 

Árni Gunnarsson, 13.6.2009 kl. 21:38

14 identicon

Fann frétt á Tv2.dk rétt í þessu sem staðfestir að við erum að verða eitt mesta láglaunaland á Jörðinni.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

,,Udnyt sommerens laveste valutakurser

13-06-09: 07:00 | af: Line Flensborg

Finanskrisen og den økonomiske usikkerhed har vendt op og ned på mange rejsevalutaer. Den amerikanske dollar er ved at genvinde sin styrke og den danske kroner er også stærk.

Men det betyder ikke, at det er lige meget, hvor man som dansker tager hen på ferie, hvis valutakursen skal udnyttes til fulde.

Billige Island, dyre Japan

SolbadningFoto: Scanpix

Finansuroen har svækket valutaer fra mange lande, særligt valutaer, som investorerne betragter enten små eller særligt usikre.

Det betyder en klækkelig besparelse, hvis man tager til eksempelvis England, Tyrkiet, Sverige og ikke mindst Island.

Går turen til Island i år vil der være 4.681 kroner at spare, hvis der bliver brugt 1.000 kroner om dagen i 14 dage, i forhold til hvad det kostede for et år siden; ifølge dagens officielle valutatal

Går turen derimod til Japan skal man regne med en fordyrelse på 2.922 kroner, hvis der bliver brugt 1.000 kroner om dagen i 14 dage.

ValutakurserFoto: TV 2

"Valutakurserne betyder mest for lokale indkøb, altså varer fra landet selv og tjenesteydelser som restaurantbesøg og hoteller. Man skal ikke regne med, at man kan købe en iPod til to tredjedele af prisen i Island, men selve opholdet vil være billigere end sidste år, siger privatøkonom i Danske Bank, Las Olsen, til finans.tv2.dk.

Derimod er det væsentligt dyrere at være dansk turist i Japan og Schweiz, hvor det ellers var dyrt nok i forvejen. Også USA er blevet dyrere, men det er efter flere år, hvor det er gået den modsatte vej.

"Den økonomiske usikkerhed har faktisk styrket hovedparten af de valutaer, man normalt søger til i krisetider; nemlig yen, schweizerfranc og dollar, siger privatøkonom i Danske Bank, Las Olsen.

Den stærkere dollar har stor betydning og har dermed trukket en række andre valutaer med sig, og derfor er det også blevet dyrere at tage på ferie i lande som Kina, Sydafrika og Thailand.

Ingen gevinst i Sydeuropa

Den danske krone er derimod fastlåst over for euro, og derfor er det hverken blevet dyrere eller billigere at tage til eurolandene, som jo blandt andet vil sige klassiske rejsemål som Spanien, Grækenland, Frankrig og Italien.

Alle de lande er godt nok hårdt ramt af den økonomiske krise, så det kan godt være, at de lokale restauranter og hoteller er blevet mere forhandlingsvillige, når det gælder priserne, men der er altså ikke noget at hente på valutakursen.''

B.N. (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband