Svar frá Leirhnjúki?

Enn og aftur er fjallað um djúpborunina hjá Leirhnjúki án þess að sýna myndir af borsvæðinu og afstöðu þess til Leirhnjúks.

P1010033

Myndin af stöðarhúsinu í Morgunblaðinu segir nákvæmlega ekki neitt um það hvernig borstaðurinn og umhverfi hans líta út.

Á myndinni hér við hliðina sést hvernig borstaðurinn með tilheyrandi óafturkræfu raski er mitt á milli Leirhnjúks og sprengigígsins Vítis veldur raski ásamt leiðslum og öðrum sem virðast hafa runnið í ljúflega í gegnum kerfið, þrátt fyrir loforð fyrrverandi umhverfisráðherra um að ekki yrði hróflað við Leirhnjúks-Gjástykkis-svæðinu nema eftir ítarlegar rannsóknir, umræður og samþykki Alþingis. 

Barmur Vítis er næst okkur á myndinni, en Leirhnjúkur er fjær.

P1010028

 

 

Búið er að bora þrjár holur við eystri barm Vítis, sem neðsta myndin á síðunni er af.

Hann miklu flottari og merkilegri sprengigígur en Kerið í Grímsnesi, eins og sést á mynd númer þrjú.

Engum myndi detta í hug að fara með Kerið eins og sést að farið hefur verið með Víti á neðstu myndinni, þar sem glyttir í Leirhnjúk í gegunum gufuna úr blásandi holu.

P1010036

 

 

Ég er einmitt á ferð um þetta óskasvæði Landsvirkjunar til að undirbúa hópferð um það um helgina.

 

Vísa í fyrra blogg mitt um möguleikana sem það býður upp á, ef sóknin norður frá Kröflu verður stöðvuð.

DSCF5485

Ég hef áður bloggað um það að Landsvirkjun virðist sækja það sem fastast að bora þannig við Leirhnjúk og inn með honum að svæðið hætti að verða stórkostlegt ósnortið heimsundur ásamt Gjástykki, heldur breytist í iðnaðarsvæði sem líkast því sem er á Hellisheiði.

 

 

Af hverju valdi LV sér ekki holu til þess arna á skárri stað umhverfislega séð?

Nær Kröflu eða á borsvæðunum sem þegar eru komin á Hellisheiði?  

Það gaus í Leirhnjúki í 1500 metra fjarlægð frá borholunni 1975 og aftur síðar.

Skammt frá borstaðnum sem nú er notaður var boruð hola sem mistókst algerlega 1975 og hlaut nafnið Sjálfskaparvíti.

P1010022

 

 

Kannski er það vitleysa ef leikmanni dettur í hug að eftir því sem nær gosstaðnum komi sé styttra niður á bráðið berg. En ef svo er, er Leirhnjúkur að svara fyrir sig.

Verst er að líklegast er að í staðinn verði ný hola boruð þannig að eyðilegging svæðisins verði enn meiri en hún er þegar orðin.


mbl.is Borað niður á bráðið berg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta eru ljótu hálfvitarnir!

Þorsteinn Briem, 25.6.2009 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband