27.6.2009 | 19:43
Tímarnir breytast. Ný svæði uppgötvast.
Þegar ég var ungur þekkti ég ekki nokkurn mann sem hafði gengið á Esju. Slíkt var fáheyrt. Hvað þá að ganga á Hvannadalshnjúk.
'"Laugavegurinn" frá Landmannalaugum í Þórsmörk var óþekktur.
Nú morar allt af fólki, jafnvel manns nánustu, sem hefur gengið á fjöll. Sjálfur er ég eini maðurinn í heiminum sem hefur gengið tvisvar niður af Esjunni en aðeins einu sinni upp.
Hélt fimmtugsafmæli í kyrrþey og gekk á Esju til að taka mynd af kappgöngu upp á fjallið fyrir Stöð tvö. Náði að mynda upphafið og það þegar fólkið kom upp á brún.
Í dag hef ég verið með hópi á vegum Landverndar í stórkostlegu veðri í Gjástykki að skoða "sköpun jarðar."
Komst lengra gangandi en mig hafði órað fyrir því að skammt er í aðgerð á hné. Kannski með Gunnari Birgissyni.
Fyrr í dag voru það Þeystareykir ov meðfylgjandi eru tvær myndir frá því svæði sem stefnir í að verða virkjuunarsvæði á við Helligsheiði.
Á morgun verður það Leirhnjúkur og svæðið þar sem marsfarar framtíðarinnar vilja æfa sig, þó ekki innan um borholur, gufuleiðslur, stöðvarhús og háspennulínur.
Svæðið norðan Mývatns, Þeystareykir, Stóra- og Litla-Víti, Gjástykki-Leirhnjúkur býður upp á einstaka hringleið sem er nánast ókunnug öllum.
En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Mun blogga síðar með myndum um ferðina.
Settu Íslandsmet í Esjugöngu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.