Græðgin lifir góðu lífi.

Græðgin og taumlaus peningahyggja lifa góðu lífi þrátt fyrir kreppuna. Um það vitnar oftaka HS Orku. Fleira er á ferðinni á orkuöflunarsvæðum á Reykjanesskaga sem vitnar um svipað.

Upp hafa komið spurningar um það hvers vegna lón á svæðunum séu stærri en reiknað hafi verið með. Þrátt fyrir að gumað hafi verið af árangri af niðurdælingu hækkar til dæmis sífellt í lónum HS.

Peningafréttir tröllríða ekki síður umræðum og fréttaflutningi en þær gerðu í gróðærinu. Þá voru fréttatímar orðnir að nær samfelldum söng um viðskipti og peninga þegar allt snerist um að græða sem mest og hraðast.

Nú er viðfangsefnið í raun það sama nema að nú snýst allt um tap og hrun og allt snýst um að tapa sem minnstu. Græðgin birtist í hugmyndum um að ráðast með enn meiri krafti en nokkru sinni fyrr á mestu verðmæti landsins, einstæða náttúru undir yfirskini neyðaraðgerða þjóðar sem þrátt fyrir allt er með ein bestu lífskjör í heimi.


mbl.is Fimmtungi meiri orka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband