Hefnist fyrir oflætið.

Þegar ég sé fréttina um lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar kemur upp í hugann þegar Hörður Árnason varpaði því fram á fundi Viðskiptaráðs, sem ég sat 2007, að á ákveðnu árabili á milli tveggja dagsetninga þegar staða dollars var hin sama, var Landsvirkjun rekin með tapi.

Hörður dró þá ályktun af þessu að eitthvað væri verulega bogið við rekstur fyrirtækis, sem hefði næstum því einokunarstöðu í landinu og ætti að vera gullgæs undir öllum venjulegum kringumstæðum.

Á þessum tíma sökkti Landsvirkjun sér í stórskuldir vegna Kárahnjúkavirkjunar í stað þess að sigla lygnan og öruggan sjó eins og vel rekin fyrirtæki með ábyrga stjórnendur gera.

Það er veruleg ástæða til að óttast að Landsvirkjun lendi beint eða óbeint í eigu útlendinga þegar harðna fer á dalnum. Staða fyrirtækisins er óhugnanlega keimlík stöðu bankanna fyrir hrunið, þegar stjórnendur þeirra treystu á að fá lánsfé til að "endurfjármagna" sligandi skuldir.

Það fékkst ekki og bankarnir hrundu, þrátt fyrir að þeim tækist að blekkja fólk með því að sýna reikninga sem sýndu sterka stöðu.

Það skyldi þó ekki vera að stefni í fjárhagslegt hrun Landsvirkjunar þegar ekkert lánsfé fæst lengur vegna þess að fyrirtækið er komið í ruslflokk?


mbl.is Lánshæfiseinkunn lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Græðgin var orðin að sturlun heillar þjóðar. Græðgin þekkir engin rök og hún viðurkennir ekki önnur sjónarmið en þau sem hægt er að setja upp í Exel og mynda þar hagnaðartölur. Þetta er enhliða gildismat, einfalt og heimskt.

Síðan þegar allar forsendur hafa brostið þá kemur afneitunin. Afneitunina þekkja allir fíklar og kóararnir svonefndu líka.

Íslandi mun ekki verða þyrmt.

Árni Gunnarsson, 1.7.2009 kl. 14:04

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frikki Sóf er í Ruslflokknum.

Sjálfstæðisflokknum.

Þorsteinn Briem, 1.7.2009 kl. 14:48

3 identicon

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum þá er Sjálfgræðgisflokkurinn stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Hversu heimskt er fólk og fljótt að gleyma.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 20:16

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

2011 fellur allt heila klabbið. VIð verðum þá að vera orðin sjálfbær um mat og eldsneyti því eftir það verður MJÖG lítið um innflutning.

Héðinn Björnsson, 2.7.2009 kl. 12:09

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Rögnu finnst fólk vera heimskt ef það kýs tiltekna stjórnmálaflokka. Hún segir með athugasemd sinni að tugir þúsunda einstaklinga sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn séu heimskir og fljótir að gleyma.

Tilfellið er að stór kynslóð kjósenda vissi ekki hvað það var að kjósa yfir sig með vinstriflokkunum. En nú er það að vakna til vitundar um það og það tók ekki nema nokkrar vikur. Sjálfstæðisflokkurinn entist þó í 18 ár og flestir voru ánægðir.... þar til allt hrundi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.7.2009 kl. 03:09

6 identicon

Ekki var ég ánægð í 18 ár Gunnar og það má segja um þúsundir.Það er gott að geta varið drulluna sem græðgisliði'ð skyldi eftir sig og aðrir þurfa að hirða upp eftir ykkur.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband