Misreikningurinn og nýja stíflan.

Það var skemmtileg tilviljun að sama daginn og ég er að reyna að koma því að hjá þjóðinni að forsendur fyrir vatnsbúskap Kárahnjúkavirkjunar hafa breyst skuli koma umfjöllun um það í tíufréttum Sjónvarpsins að eyða þurfi 300 milljónum króma í að reisa 20 metra háa nýja stíflu fyrir norðan Kárahnjúkastíflu.

Það var aldrei gert ráð fyrir þessari stíflu en vegna miklu meira vatnsflæðis í Hálslón vegna hlýnandi loftslags rennur svo mikið vatn á yfirfalli Kárahnjúkastíflu á tímabilinu ágúst-október, að yfirfallsfossinn grefur gljúfrið í sundur fyrir neðan stóru stífluna.

Þess vegna þarf að búa til 20 metra djúpan hyl þar til að taka á móti fossinum og drepa afl hans.

Í þessu tilfelli hafa verkfræðingar Kárahnjúkavirkjunar brugðist við breyttum forsendum og gert ráðstafanir vegna þess.

Hins vegar virðist ætla að verða þrautin þyngri að fá ráðamenn LV til að viðurkenna og bregðast við breyttum forsendum varðandi vatnshæð Kelduárlóns, samanber næsta bloggpistil á undan þessum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

„Síðustu 12 árin tók steininn úr. Sennilega er það hlýjasta 12 ára tímabil í Íslandssögunni, enda rýrna jöklar örar nú en vitað er til um að gerst hafi áður. Lætur nærri að flatarmál jöklanna minnki nú um 0,3% á ári hverju og rúmmálið um allt að 0,5%. Með slíku áframhaldi endast þeir vart meira en tvær aldir.”

(Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á Vatnamælingum Orkustofnunar og sérfræðingur í jöklafræðum. Ágrip af erindinu Jöklabreytingar og loftslag, sem haldið var fyrir Hið íslenska náttúrufræðifélag í Öskju, Háskóla Íslands, 27. október 2008.)

Þorsteinn Briem, 8.7.2009 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband