Michael Jackson og Keiko.

Þessi tvö nöfn eru samofin á ýmsan eftirtektarverðan hátt. Það kemur upp í hugann þegar lagið úr myndinni "Frelsum Villa" er leikið á minningartónleikum um Jackson.

Þótt það sé kannski ólíku saman að jafna, manni og hval, eru aðstæðurnar og örlögin sláandi lík.

Snilligáfa og einstakir hæfileikar Jacksons rændu hann möguleikanum á að ná venjulegum þroska, sem eðlilegt umhverfi æsku og unglingsára gefa venjulegu fólki. Það reyndist ómögulegt að breyta þessu það sem eftir var af skammri ævi hans, - og hann dó fyrir aldur fram.

Keiko hlaut frægð fyrir hæfileika sem hann sýndi í lauginni sem hann hefði verið settur í ungur að árum. Fyrir bragðið lék hann aðalhlutverkið í myndinni sem Jackson gerði svo eftirminnilega með hinu ótrúlega áhrifamikla en einfalda lagi, sem hann söng.

Í ljós kom að rétt eins og Jackson gat aldrei orðið samur og eðlilegur eða líkur öðru fólki eftir að æsku hans var umturnað, mistókst sú tilraun illa að reyna að snúa hjóli tímans við og flytja Keikó um síðir til Íslands og láta hann aðlaga sig eðlilegu lífi hvala.

Hann hraktist til Noregs og þegar ég heimsótti hann þar sem hann dormaði að Hálsum (Halsa) var ljóst að hann var að veslast upp. Skömmu seinna drapst hann um aldur fram.


mbl.is Mikið um dýrðir á minningarathöfninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

"Þótt það sé kannski ólíku saman að jafna, manni og hval, eru aðstæðurnar og örlögin sláandi lík". Þetta segir þú Ómar. og er þetta alveg rétt. Við eigum að nýta okkur allt það sem við þurfum til matar m.a hvali. Keiko ævintýrið var bara ævintýri ekki raunveruleikinn. Kannski Keikó og Micheal Jackson hafi átt það sameiginlegt að lifa ekki í raunveruleikanum.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 8.7.2009 kl. 01:16

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

... en við þurfum ekki hvali til matar Sólveig.

- Og þeir áttu sannanlega skilið báðir Keiko og MJ að fá að vera þeir sjálfir, frjálsir og í friði fyrir okkur eins og stórhvelin eiga það líka skilið.

Helgi Jóhann Hauksson, 8.7.2009 kl. 02:42

3 identicon

En hvað með kýrnar, svínin, ærnar og hænurnar, Helgi Jóhann?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 02:51

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Báðir dóu fyrir fram,
feikna mikið á þeim djamm,
afar fágæt exemplar,
engan mun við sjáum þar.

Þorsteinn Briem, 8.7.2009 kl. 03:31

5 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Veistu það Helgi að hvalurinn étur fiskinn okkar . Sammála þér með MJ en Keiko var bara dýr og dýr eru ætlað okkur til átu.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 8.7.2009 kl. 04:19

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hans ertu að leggja að jöfnu dýr sem eru ræktuð til matar og dýr sem lifa frjáls í náttúrunni ?  svona hálfgerð barnaskólarökfræði finnst mér.

En ef þið viljið éta háhyrning þá verði ykkur að góðu :D hann er óætur Hans og Sólveig.  Ekki einu sinni iunitar éta þá

Óskar Þorkelsson, 8.7.2009 kl. 08:32

7 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Athyglisverð pæling, sem sagt, ef maður tekjur einhverja lifandi veru (t.d. manneskju) og elur hana til að matar þá er bara í góðu að borða viðkomandi....

 Einhvernvegin rök sem virka ekki í mínum bókum. Annað hvort borðum við dýr eða ekki. Alltaf fundist þessi sundurliðun að nýta megi sum dýr en önnur ekki stórfurðuleg. Skil það þegar kemur að tegundum sem eru að deyja út. Hitt er bara hræsni.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 8.7.2009 kl. 10:13

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

menn sem ekki gera greinarmun á frjálsum dýrum í náttúrunni eða dýrum sem alin hafa verið til manneldis öldum saman, eru siðlausir !

Óskar Þorkelsson, 8.7.2009 kl. 10:45

9 Smámynd: josira

Þótt það sé kannski ólíku saman að jafna, manni og hval, eru aðstæðurnar og örlögin sláandi lík...

Kæri Ómar...þessi orð þín minntu mig á upplifun mína með Free Willy laginu gagnvart M. Jackson...Mér fannst hann á einhvern hátt sjá sjálfan sig í Keikó...

Tekið af bloggsíðu minni ...

Og þegar ég heyrði textann í lagi hans hér fyrir neðan, sá ég hann í nýju ljósi...

Mín skynjun og skilnigur var sá að þarna hafi hann í raun,

verið að syngja um sjálfan sig og það sem hann þráði í sínu lífi..frelsi,ást og kærleik..

en lagið var aðallag myndarinnar Free Willy...sem við Íslendingar þekkum öll...

http://josira.blog.is/blog/josira/entry/906246/

josira, 8.7.2009 kl. 13:40

10 Smámynd: josira

smá afsökun...með stafastærðina hjá mér... gerði bara copy-paste af minni síðu...

en stafirnir virðast hafa verið með sjálfstæðan vilja hvað stærðina snerti, þegar þeir lentu á þinni síðu......hálf hallærislegt að sjá...sorry

josira, 8.7.2009 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband