En aftöku Gjástykkis verður ekki frestað.

Nú berast fréttir berast af því að framkvæmdir við Hverahlíðarvirkjun frestist vegna fjárskorts.

Nýlega gerði Landsvirkjun milljarðs króna misheppnaða tilraun til djúpborunar nálægt Leirhnjúki.

P1010033

Auk þess liggur nú fyrir að vegna þess að ágóði af því að sleppa virkjun Sauðánna austast í Hraunaveitu er notaður til að reisa viðbótarstíflu norðan við Kárahnjúkavirkjun sé ekki eyrir fyrir hendi til þess að breyta yfirfalli Kelduárstíflu eða skoða þann möguleika að þyrma Folavatni.

Ofan á allt stefnir í veruleg fjárhagsvandræði hjá Landsvirkjun innan fárra ára.

 En einu hefur Landsvirkjun efni á: Að sækja áfram inn á Leirhnjúks-Gjástykkissvæðið sem virðist vera algert forgangsatriði hjá fyrirtækinu. Staðarvalið til þess að gera hina misheppnuðu djúpborunartilraun þarna virðist ekki hafa verið tilviljun.

DSCF0542

Efsta myndin hér er af þeirri borholu með Leirhnjúk í baksýn, en Landsvirkjun skilgreinir borholusvæðið sem Kröflu.

Myndirnar þar fyrir neðan voru teknar í Gjástykki í fyrrasumar.

Þeir eru nefnilega byrjaðir þar og hafa borað þrjár holur og lagt langa vatnsleiðslu.  

Og í frétt í Fréttablaðinu í gær kemur fram að LV stefni að því að bora þrjár bora tilraunaborholur í Gjástykki en ætli samt ekki að virkja þar ef aðrar virkjanir á svæðinu takast eins og vonast er til.

DSCF0576

Þetta er einkennilegt. Á sama tíma sem Landsvirkjun á í vaxandi fjárhagsvandræðum hefur hún efni á því að eyða tugum eða hundruðum milljóna í tilraunaboranir sem eiga ekki að hafa virkjanir í för með sér !

Heilkennið er þekkt úr virkjana- og stóriðjusögunni. Í upphafi átti 120 þúsund tonna álver að nægja í Reyðarfirði en síðan þrefaldaðist stærðin. Svipað hefur verið uppi á teningnum í Helguvík og á Bakka.

DSCF0591DSCF0591

Aðferðin hefur svínvirkað og mun líklega gera það líka á hinu ómetanlega svæði náttúruverðmæta sem Leirhnjúkur-Gjástykki er.

Með því að eyrnamerkja sér svæðið með borunum í svipuðum stíl og hundar gera þegar þeir merkja sér svæði stefnir Landsvirkjun að því forgangsverkefni sínu að sjá til þess að ekki eitt einasta háhitasvæði norðanlands, sama hve einstætt það er á heimsvísu, fái að vera ósnortið. 

Með því er Bandaríkjamönnum gert auðveldara að varðveita sitt mikla orkubúnt Yellowstone þótt það teljist ekki eins einstætt og hið eldivirka Ísland er.

Næstneðsta myndin er af einni af fjölmörgum gjám Gjástykkis, sem myndaðist fyrir 25 árum og myndir eru til af frá þeim tíma.

Ameríka er vinstra megin en Evrópa hægra megin við gjána, sem hefur myndast við það að meginlöndin færast frá hvort öðru.

Gjáin er manngeng og meira en mannhæðar djúp.  

Lengra framundan í gjánni má síðan sjá hvernig hraun kom þar upp eins og í kraftmikilli lind og breiddist út, rann jafnvel niður í gjána aftur.

Þetta er besta dæmið sem til er á yfirborði jarðar í heiminum um rek meginlandanna og sköpun nýs lands, í þessu tilfelli Íslands.

Neðsta myndin er sama myndin, - fór óvart inn fyrir "tæknileg mistök."  

 

 

 

 


mbl.is Hverahlíðarvirkjun frestast vegna óvissu í fjármögnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta fer frekar hljótt... blogg og myndir frá mér fyrir ári síðan tæplega.

http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/608534/

Jón Ingi Cæsarsson, 18.7.2009 kl. 14:03

2 Smámynd: brahim

Ég held að það sé orðið tímabært fyrir þig Ómar sem og aðra sem sífellt væla yfir virkjanaframkvæmdum á hálendinu sem annarsstaðar að fara nú að slaka á...ef yfirvaldið ætlar sér að framkvæma slíka hluti...þá skiptir engu máli hvað þú og aðrir skoðanabræður sem og systur væla um þau verk. Þau verða framkvæmd þrátt fyrir það. Það er óumflýjanlegt. Hagur lands og þjóðar er þar #1. Þætti gaman að vita hvað margir heimsækja þessi svæði yfir höfuð og verða þar að leiðandi vör við þessar framkvæmdir...er efins um að það séu margir. Tel að fólk myndi ekki hugsa út í þessi hluti nema vegna þess að fréttir birtast um þau í fjölmiðlum.

brahim, 19.7.2009 kl. 05:32

3 identicon

Æ Æ Æ Brahim, vona að þessi skrif þín séu bara misheppnuð tilraun til kaldhæðni. Hversu ótal mörg dæmi í heimssögunni höfum við ekki um hvernig fer þegar almenningur þegir og leyfir "yfirvaldinu" að fara fram með sínar hugmyndir og framkvæmdir undir þeim formerkjum að "hagur lands og þjóðar er þar #1". Mjög nærtækt er að nefna ris og ekki síst fall íslensku bankanna í þessu tilfelli, það voru margir búnir að benda á hvernig þetta gæti nú allt saman farið en allri gagnrýni var svipt út af borðinu þar sem það var ekki pláss fyrir svona kverúlanta og þar að auki vara "yfirvaldið" búið að ákveða þetta svo það var eins gott fyrir þá sem ekki voru sammála "að fara nú að slaka á" og hætta þessu væli. Höfum reyndar mörg enn verri dæmi um hvernig fer í löndum þar sem ekki pláss fyrir gagnrýna umræðu um það sem "yfirvaldið" er búið að ákveða. Held að Brahim hafi gleymt því að í lýðræðisríkjum þá er það í raun almenningur sem er yfirvaldið.

Brahim er líka sannfærður um, virðist vera, að gildi svæða sé einungis mælanlegt í hversu margir heimsækja þau. Þetta er mjög þröngsýnt sjónarmið þar sem gríðarlega mörg svæði í heiminum hafa mjög hátt "tilvistargildi", í raun óháð því hversu margir heimsækja svæðin. Leirhnjúkssvæðið er hins vegar eitt af þeim svæðum í heiminum sem hafa gríðarlega hátt tilvistargildi og býður ÞAR AÐ AUKI upp á möguleikann á að almenningur heimsæki svæðið og njóti þar útivistar. Ég hef því miður ekki við höndina tölur um gestafjölda við Leirhnjúk en þær tölur ætti að vera hægt að fá hjá Landsvirkjun, a.m.k. tölur um fjölda gesta í Gestatofu.

Ómar ég hvet þig til að halda áfram að skrifa um þetta mál þar sem þarna er yfirvofandi stórslys á íslenskri náttúru og um eitt get ég verið sammála Brahim að ég "tel að fólk myndi ekki hugsa út í þessa hluti nema vegna þess að fréttir birtast um þau í fjölmiðlum."

Hjalti Finnsson (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 07:00

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Brahim... það er ljóst á þessum skrifum, ef þau erum meint í alvöru?, að þú veist lítið um þessi svæði og enn minna um gildi þeirra. Á Leirhnúkssvæðið koma tugir þúsunda ferðamanna á hverju ári. Gjástykki er minna þekkt en þar liggja gríðarlega miklir möguleikar í ferðamennsku og útivist ef þau verða ekki eyðilögð með stórframkvæmdum...virkjun eða slíku. Það er ekki langt í Þeistareykjavæðið og ég held að menn ættu að láta sér duga að hræra þar í náttúrunni og nýta það svæði. Það er sárt að sjá því bak en þar hefur verið sátt um að skoðað sé með nýtingu á því svæði. Gjástykki á að láta í friði að mínu mati því það lítið nýtt auðlind fyrir náttúruunnendur og ferðamennsku í framtíðinni. Og Ómar.... endilega að skrifa sem mest og oftast.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.7.2009 kl. 11:17

5 Smámynd: brahim

Ég held að það hafi nú bara verið ágætt að ég skuli hafa komið þessari athugasemd minni þarna inn. Fékk þó eitthvað merkilegra að lesa og betri upplýsingar en þær sem komu fram í bloggi Ómars.

Set inn hér svar frá einum sem svaraði Ómari varðandi smá fossasprænu sem fór undir Hálslón...og var staðsett í einhverri lægð sem engir höfðu vitað um nema kannski Ómar...sem virðist fara leitandi af slíkum stöðum til að fegra mál sín með.

Smámynd: Eiður Ragnarsson Þetta er falleg mynd af fallegum stað, en svona staðir eru víða og ekki nema agnarögn af þeim hafa komið fyrir augu fleirri en kanski 20 manns á síðustu 40 árum!  Afhverju er þessi eitthvað merkilegri en annar??  Ég er líka þess fullviss að upp í Úlfarsárdal (mig minnir að það sé nafnið) hafi eflaust verið 3-4 staðir svipaðir þessum en nú eru þeir kominir undir malbik og steinsteypu.....  En það er lílkega í góðu lagi??

Já! líklega hefur það verið í góðu lagi...því aldrei hef ég í það minnsta heyrt af mótmælum varðandi svipað fallegra fossa (smáfossar) sem hafa verið eyðilagðir með steypu og malbiki.

brahim, 19.7.2009 kl. 17:24

6 Smámynd: Einar Karl

brahim, þetta er óttalegt bull, jafnvel þótt þú hafir eftir öðrum ónafngreindum (en myndgreindum) manni.

Það voru ekki spilltir neinir fossar, stórir eða smáir í Úlfarsárdal. Undir Hálslón fóru hins vegar fjölmargir 5-10 metra háir fossar. Hveri á og einn má hafa sína skoðun á því, en það leyndust engir 10 metra fossar hér á höfuðborgarsvæðinu í gamla daga, sem nú eru horfnir.

Einar Karl, 19.7.2009 kl. 21:43

7 Smámynd: brahim

Sú fossaspræna sem ég var að tala um og fór undir Hálslón má sjá hér sem og þau comment þar.

http://omarragnarsson.blog.is/album/Karahnjukar/image/116371/

Með því að bera saman myndina af þessari fossasprænu og manninn sem stendur þar...þá sérðu að ekki er um neinn 5 - 10 metra foss að ræða...því stendur það sem myndbirti maðurinn sagði.

brahim, 20.7.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband