Stefnubreyting er löngu tímabær.

Þegar Íslendingar hófu sólarlandaferðir var það frægt hve margir drukku sleitulaust í þessum ferðum, allt frá því á leiðinni út og þangað til þeir komu heim.

Hugsunin á bak við þetta var sú, vínið væri svo ódýrt að menn græddu þeim mun meira sem þeir drykkju meira!

Þessir menn gleymdu ekki aðeins því að þeir voru að tapa í raun og sólunda fé, heldur einnig því að það eru takmörk fyrir því hve mikið áfengi er hægt að innbyrða.

Hliðstæð stefna hefur rekin á Íslandi í orkumálum í hálfa öld.

Í þennan tíma hafa virkjanfíklarnir með stanslausum áróðri sínum gert það að trúarbrögðum á íslandi að þeim mun orkufrekari sem starfsemin sé, því betra.

Af þeim sökum sé hægt að selja orkuna ódýrara en erlendir keppinautar vegna þess að hið gríðarlega magn bæti það upp.

Við skulum máta saman þessar tvær setningar Íslendinga:

Þeim mun meira ódýrt vín sem hægt er að drekka á sem skemmstum tíma, því betra.

Þeim mun meiri og ódýrari orku sem hægt er að selja á sem skemmstum tíma, því betra.

Þetta hafa hin erlendu orkubruðlsfyrirtæki notað sér og tekið heilu landshlutana í gíslingu.

Alcoa hefur nú Norðurland í gíslingu viljayfirlýsingar, sem iðnaðrarráðherra vill ólmur endurnýja.

Það þýðir að í raun er bægt frá öðrum erlendum orkukaupendum, sem nota miklu minni orku sem þar að auki gefur af sér miklu fleiri störf miðað við orkueiningu en álvinnslan gerir.

Alveg eins og það voru takmörk fyrir vínneyslunni í sólarlandaferðunum eru takmörk fyrir því hve mikla orku er hægt að nýta.

Sóun, neyslunnar einnar vegna, er skaðleg.

Þeirri stefnu þarf að breyta að öll fáanleg orka Norðurlands fari til eins stórfyrirtækis sem stundar mesta orkubruðl sem hugsanlegt er.   

Það er ekki aðeins nauðsynlegt til þess að menn fórni ekki að óþörfu því dýrmæti sem felst í einstæðum náttúruverðmætum. 

Það er líka skynsamlegt viðskiptalega að breyta þessari skaðlegu stefnu.  


mbl.is Fréttaskýring: Þeistareykir þrá kaupanda að orkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort mun drykkjan aukast með vaxandi fátækt, skuldaánauð af völdum óreiðumanna? Stóriðjusukkið?

www.kjosa.is 

Rómverji (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 14:06

2 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Sæll Ómar, hvað leggur þú til og hvernig finnst þér haldið á þessum málum af hálfu stjórnvalda? 

Læt fylgja með kafla úr stjórnarsáttmálanum til upprifjunar:

Umhverfi og auðlindir

Standa þarf vörð um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum sínum. Einn af hornsteinum umhverfisstefnu ríkisstjórnarinnar er að þær séu nýttar með sjálfbærum hætti. Stjórnarskrá lýðveldisins þarf að breyta svo að hún verði grundvöllur umhverfisverndar til framtíðar. Stefna ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum byggir á meginreglum umhverfisréttar, svo sem varúðarreglunni og mengunarbótarreglunni, eins og þær eru skilgreindar í alþjóðlegum samningum sem Ísland er aðili að. Umhverfisvernd sem hefur sjálfbæra þróun samfélags og efnhags að leiðarljósi er sá grunnur sem ný atvinnu- og auðlindastefna stjórnarinnar byggir á. Þannig eru tekin mikilvæg skref í átt til hins nýja græna hagkerfis sem skilar jöfnum vexti, og tryggir að ekki sé gengið á höfuðstól auðlindanna.

Náttúruvernd verði hafin til vegs og staða hennar innan stjórnarráðsins styrkt til muna. Náttúruverndarlög verði endurskoðuð, verndarákvæði treyst og almannaréttur tryggður. Sérstaklega skal hugað að náttúruvernd strandsvæða og verndunar svæða í sjó.

Friðlandið í Þjórsárverum verði stækkað og friðun þess lokið hið fyrsta. Ný náttúruverndaráætlun til 2013 verði afgreidd á vorþingi.

Rekstur og uppbygging þjóðgarða og friðlýstra svæða verði tekin til endurskoðunar með það að markmiði að sameina stjórn þeirra, styrkja stöðu þeirra og styðja við fjölbreytta atvinnuuppbyggingu um allt land.

Kannaður verði grundvöllur þess að leggja á umhverfisgjöld tengd ferðaþjónustu sem renni til uppbyggingar þjóðgarða og annarra fjölsóttra og friðlýstra áningarstaða ferðamanna og til eflingar ferðaþjónustu.

Vatnatilskipun ESB verði innleidd og aðlöguð íslenskum aðstæðum með því að lokið verði við frumarp til nýrra vatnalaga, sem tryggi verndun og sjálfbæra nýtingu ferskvatns og skilgreini aðgang að vatni sem grundvallarmannréttindi.

Lokið verði við aðgerðaáætlun um samdrátt í losun gróðurhúslofttegunda um 50-75% til 2050, með tímasettum og tölulegum markmiðum, eigi síðar en vorið 2010. Í áætluninni verði lögð sérstök áhersla á samdrátt í losun frá samgöngum og fiskiskipum.

Verðleggja losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda og gera viðskipti með þær möguleg.

Ný skipulags- og mannvirkjalög verði lögð fram á Alþingi að höfðu samráði við sveitarfélög. Þar verði kveðið á um landsskipulagsstefnu, sem mótuð verður í samstarfi ríkis og sveitarfélaga, þar sem litið verði til landsins sem einnar heildar. 13

Áhersla verði lögð á að marka stefnu um líffræðilegan fjölbreytileika og vernd búsvæða tegunda, með það að markmiði að tryggja vernd líffræðilegrar fjölbreytni vistkerfa á landi, í sjó og vötnum.

Staðfesta Landslagssáttmála Evrópu með það að markmiði að vernda landslagsheildir og ósnortin víðerni.

Endurskoða lög og reglur um sorphirðu og endurvinnslu með þarfir almennings og umhverfis að leiðarljósi, svo markmið um minni urðun og meiri endurvinnslu náist.

Unnin verði áætlun um sjálfbærar samgöngur í samvinnu við sveitarfélögin, með það að markmiði að draga úr þörf fyrir einkabílinn. Í slíkri stefnu verði almenningssamgöngur um allt land stórefldar og fólki auðveldað að komast leiðar sinnar gangandi eða á reiðhjóli. Almenningssamgöngur verði sjálfsagður hluti samgönguáætlunar.

Innleiðingu Árósasamningsins í íslenskan rétt verði hraðað og nauðsynlegar lagabreytingar kynntar á haustþingi 2009.

Efla fræðslu til almennings og fyrirtækja um vistvæn innkaup, umhverfismerkta vöru og gildi sjálfbærrar neyslu, með það að markmiði að nýsamþykkt vistvæn innkaupastefna hins opinbera nái tryggri fótfestu í samfélaginu öllu.

Tryggja að erfðabreytt matvæli séu merkt þannig að neytendum sé ljóst innihald matvæla við innkaup.

Mótuð verði heildstæð orkustefna sem miði að því að endurnýjanlegir orkgjafar leysi innflutta orku af hólmi. Við orkuframleiðslu með vatnsafli og jarðvarma verði gætt varúðar- og verndarsjónarmiða. Orkustefnan styðji við fjölbreytt atvinnulíf, með áherslu á uppbyggingu vistvæns hátækniiðnaðar. Í orkustefnu verði sjálfbær nýting höfð að leiðarljósi sem forðast m.a. ágenga nýtingu á jarðhitasvæðum.

Ísland standi við loftslagsskuldbindingar sínar og leggi fram metnaðarfulla áætlun í loftslagsmálum fyrir alþjóðlega loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn í desember 2009.

Gerð verði áætlun um orkusparnað, jafnt fyrir atvinnufyrirtæki og heimili.

Lögð er rík áhersla á að ljúka gerð rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma sem allra fyrst og hún verði lögð fyrir Alþingi á vetri komanda og fái lögformlega stöðu í stjórnkerfinu. Engar frekari ákvarðandir tengdar virkjun Neðri-hluta Þjórsár verði teknar þar til rammaáætlun liggur fyrir.

Stuðlað verði að gagnsæi í orkusölusamningum og leitað leiða til að aflétta leynd af orkuverði til erlendra stóriðjufyrirtækja. Stefnt verði að jafnræði í verðlagningu raforku í ólíkum atvinnugreinum.

Þórður Björn Sigurðsson, 19.7.2009 kl. 14:23

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í The New York Times 8. júlí síðastliðinn:

"Iceland already has three aluminum plants, and is by far the biggest producer of aluminum per capita in the world. We are now among the top ten producers in the world, in absolute terms. With two new smelters, we might jump to sixth or seventh place worldwide, and become the biggest producers in Europe. Some 80 percent of our electricity now goes to heavy industry, most of that to aluminum. ...

Iceland has abundant geothermal power, but we need to better assess this resource, and how to use it wisely. This applies both to the power supply, pollution and nature conservation concerns."

Viðtalið við Svandísi Svavarsdóttur í The New York Times

Þorsteinn Briem, 19.7.2009 kl. 15:10

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Það þýðir að í raun er bægt frá öðrum erlendum orkukaupendum, sem nota miklu minni orku sem þar að auki gefur af sér miklu fleiri störf miðað við orkueiningu en álvinnslan gerir."

Nefndu dæmi Ómar, hvaða smærri orkukaupendum hefur verið bægt frá?

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.7.2009 kl. 17:07

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.6.2009: "Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, sagði á Alþingi að ekki væri til 625 megavatta orka fyrir 360 þúsund tonna álver í Helguvík.

„Ég gæti haldið um það langar ræður, að 625 megavött fyrir 365 þúsund tonna álver eru ekki til á þessu svæði. Á meðan erum við að reyna að ræða við aðila, sem banka á dyrnar hjá okkur, aðila sem vilja græn störf og græna uppbyggingu og við getum ekki lofað þeim orku vegna þess að orkan er meira og minna lokuð inni í álversframkvæmdum. Því miður. Það er stóralvarlegt mál," sagði Svandís."

Ekki til orka fyrir Helguvík

Þorsteinn Briem, 19.7.2009 kl. 20:28

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.6.2009: "Hér er ný grein úr New York Times Magazine sem fjallar ítarlega um gagnaverin sem hýsa Google, Facebook, Hotmail, Flickr, kauphallir, veðurlíkön, olíuleitarútreikninga, krítarkortafærslur, erfðamengi mannsins, og tölvurnar sem teiknuðu Wall*E.

Í greininni er minnst á marga þá þætti sem gera Ísland að frábærum stað fyrir gagnaver: gnótt af grænni orku, ódýr náttúruleg kæling og staðsetning mitt á milli lykilmarkaða N-Ameríku og Evrópu.

Talið er að nálægt 2% af allri raforku sem notuð er í Bandaríkjunum fari til gagnavera, og hlutfallið fer hækkandi. Í dæmigerðu gagnaveri í hlýju loftslagi þarf 80 W af raforku til að kæla niður hver 100 W sem notuð eru í tölvunum sjálfum. Á Íslandi mun þurfa innan við 20 W í sama skyni, enda aðeins örfáa daga á ári sem nota þarf orku til að breyta hitastigi lofts úr umhverfinu."

Vilhjálmur Þorsteinsson - thorsteinsson.blog.is

Þorsteinn Briem, 19.7.2009 kl. 20:52

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gagnaver.... ok.... komið þá með einhver samnningsdrög um orkukaup og verð. Eða er þetta bara tómt kjaftæði í ykkur? Er þetta bara "eitthvað annað", sem er óljóst og hugsanlegt.... ef og mundi?

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.7.2009 kl. 22:22

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.6.2009: "Framkvæmdir eru hafnar við netþjónabú íslensk-bandaríska fyrirtækisins Verne Holding á Keflavíkurflugvelli.

Verne kaupir 25 megavött af rafmagni af Lands­virkjun en félagið hefur samið við Farice um flutnings­rými á Farice-1-sæstrengnum og Danice-strengnum, sem á að leggja, samtals 160 gígabit á sekúndu.

Fjárfesting félagsins hér á landi næstu fimm árin nemur tuttugu milljörðum króna. Stefnt er að því að starfsemi hefjist sumarið 2010 og er vonast til að 100 störf skapist."

Framkvæmdir hafnar við gagnaver Verne Global

Þorsteinn Briem, 19.7.2009 kl. 22:47

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég vissi þetta Steini, en hvað er Ómar að tala um í tilvitnun minni hér að ofan?

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.7.2009 kl. 01:42

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar Alcoa er búið að eyrnamerkja sér alla fáanlega orku á Norðurlandi er einfaldlega ekki rými fyrir neinn annan orkukaupanda.

Ómar Ragnarsson, 21.7.2009 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband