Gamli Kaninn hafði gríðarleg áhrif.

Gamla Kanaútvarpið hafði gríðarleg áhrif á tónlistarmenningu íslensku þjóðarinnar, einkum yngsta hluta hennar.

Ég minnist þess enn að mér fannst hin mikla sveitatónlist og rythm and blues tónlist næsta framandi þegar ég heyrði hana fyrst í Kananum og kunni satt að segja ekki að meta hana fyrst í stað.

Í Kananum var spilað mikið af tónlist sem aldrei heyrðist í Ríkisútvarpinu og nýjstu bandarísku smellirnir heyrðust oft fyrst þar.

Segja má að lagið "Oh, lonsome me" hafi verið tímamótalag hvað varðar tónlistarsmekk Íslendinga. Áður höfðu örfá kántrílög orðið kunn hér á landi svo sem "Don´t fence me in" en "Oh, lonesom me" var lagið sem braut alla múra, lag sem sýndi og sannaði að góð og vel spiluð kántrítónlist er jafnoki hvaða tónlistarstefnu sem vera skal.

Hin mikla spilun á Rythm and blues tólnlist skóp jarðveginn fyrir því að rokkið sló í gegn á undraskömmum tíma.

Í gamla Kananum var stundum leikin tónlist manna, sem ferðuðust á milli herstöðva. Einn þeirra flutti lag, sem eingöngu var spilað í hermannaútvarpi og ég gerði síðar textann "Kappakstur" við.

35 árum síðar var gaurinn sem spilaði lagið í heimsókn hér að spila á herstöðvarballi á Spáni þar sem Kristinn R. Ólafsson var meðal gesta. Þegar hann hóf að spila lagið, stökk Kristinn upp á sviðið og fór að syngja það á Íslensku.

Sá bandaríski var furðu lostinn og skildi ekkert í því hvernig þessu væri varið.

Kaninn gamli rauf ákveðna einangrun sem ríkt hafði þegar aðeins var hægt að hlusta að gagni á eina útvarpsrás á íslandi. Nýi Kaninn kemur fram í gerbreyttu umhverfi þar sem samkeppnin er hörð og róðurinn verður að því leyti til erfiðari. Honum fylgja bestu óskir.


mbl.is Kaninn aftur í loftið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Spánar var í sparki,
spriklaði þar í harki,
úr slori kom og slarki,
slompaður að vissu marki.

Þorsteinn Briem, 23.7.2009 kl. 13:09

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Athugasemd númer þrjú er reyndar brot úr öðru lagi, sem heitir Halló, mamma! En það lag rak á fjörur Íslendinga í gegnum Kanann og hét í flutningi Alans Shermans "Hello, mother!"

1988 gerði ég síðan framhald af textanum "Halló, mamma!" sem fjallaði um sama vandræðagemlinginn og 1965 og hét þá "Halló, dóttir!"

Ómar Ragnarsson, 23.7.2009 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband