Frekar "já, ef.." en "nei".

Sagt er að í Noregi sé allt bannað nema það sé leyft en á Íslandi allt leyft nema það sé bannað. Þetta er að sjálfsögðu einföldun en kannski hefur þetta verið svona frá því að menn hrökkluðust frá Noregi vegna þess sem nefnt var ofríki Haraldar hárfagra. 

Mér hugnast betur að í staðinn fyrir þá auðveldu niðurstöðu að segja "nei" sé oftast skynsamlega og farsælla að segja "já, ef..." og tilgreina síðan hver skilyrðin eru fyrir jákvæðri niðurstöðu. 

Þetta kemur mér í huga þegar rætt er um að færa ökuleyfisaldur úr 17 árum upp í 18 ár.

Ég held að árangursríkara sé að veita ökuleyfi stig með því að leyfa aksturinn fyrst á bílum, sem takmarkaðir eru að stærð og getu og farþegafjölda og fikra sig síðan upp stig af stigi.

Ég var að fá athyglisverðan póst frá Birgi Þór Bragasyni um þetta mál og ætla að kynna mér betur tillögur hans og leggjast á árar með honum til að ná fram umræðum um þetta mál.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar það eru búnir að vera til í áratugi svokallaðir A-Traktor í Svíþjóð þar sem 16 ára meiga aka enda hámark á hraða og farþegum,hefur þú gleymt að skoða það mál?

Sigurður A Kristjánsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 22:33

2 identicon

Að segja nei með já´i  hefur alltaf reynst vel í samskiptum. Fleiri ættu að tileinka sér það.

Ásta (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 23:07

3 Smámynd: Sveinn Tryggvason

Einhverntímann var sagt að í Danmörku væri allt leyft, í Svíþjóð allt bannað og að í Noregi væri allt synd :) Stundum bætt við að það sem ekki væri bannað í Svíðþjóð væri skylda.

Sveinn Tryggvason, 24.7.2009 kl. 00:10

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sveinn, þetta segir svolítið um hina svokölluðu þjóðarsál í þessum löndum

Umræðan um að hækka ökuleyfisaldurinn í 18 ár hefur verið í gangi í um 40 ár og það ekki að ástæðulausu. Tölfræðin talar sínu máli í slysatíðninni. Sumir vilja meina að ef aldurinn er hækkaður, þá verði bara fleiri eldri ökumenn reynslulitlir, en þetta snýst ekki um það, heldur um þroska.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.7.2009 kl. 00:21

5 Smámynd: brahim

Var búin að skrifa um þetta.

http://brahim.blog.is/blog/brahim/entry/917231/

brahim, 24.7.2009 kl. 01:07

6 identicon

Mér finnst að það mætti takmarka  ökuréttindi 17 ára unglinga t.d. vera með takmarkaðum  ökutíma t.d.milli kl. 7-22 og ekki án farþega nema yfir 25 ára.Erfitt að framfylgja þessu  einsog löggæslan er fámenn en gott að unglingarnir fái þjálfun en kannski ekki með jafnöldrunum um miðja nótt.

hörður halldórsson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 09:21

7 identicon

Sæll Ómar! Ég get ekki orða bundist af aðdáun á þessu bloggi þínu! Þú kemur oft með mjög skemmtilegar og gagnlegar tillögur um ýmis mál og á þessari síðu þinni ríkir góður og jákvæður andi, nema gagnvart Ísrael! Sem mér þykir mjög miður. En þó ég hafi verið að rökræða við þig um þau mál á færslunni sem heitir ''EF ÞAÐ ER FLUG,MARGFALDA MEÐ ÞREMUR'' og sé nýbúinn að bæta þar við,þá kann ég vel að meta þessa síðu þína. Ég hafði reyndar aldrei komið inná hana,fyrr en einhver benti mér á að svara þyrfti neikvæðri færslu þinni um gyðinga og Ísrael nýlega.En þetta gæti orðið uppáhalds-síða hjá mér,vegna þess hversu jákvæður andi ríkir í henni,andi sem stöðugt leitar framfara og vill láta gott af sér leiða. Mig langar að benda þér á hversu framarlega Ísrael er í umhverfisvænni þróun, rafbílum,sólarsellum og öðru slíku.Þar gætuð þið átt samleið!

hreiðar þór sæmundsson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 10:56

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Toyótu er Gunnar Th.,
og talsvert nú kallinn má,
í lautartúrum leigubílstjóri,
og líflegur sem Írafells-Móri.

Þorsteinn Briem, 24.7.2009 kl. 13:21

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.7.2009 kl. 13:25

10 identicon

Hví ekki að taka afstöðu í þessu máli heldur en að tala um

"Frekar "já, ef.." en "nei".".

Það ætti að merkja alla bíla fyrstaársbílstjóra með stóru merki.

Ég tel það nóg til að byrja með.

Kveðja

Gudmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 13:54

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þulurinn vill að ég þagni,
þýtur nú um á Fólksvagni,
og meyjar í talsverðu magni,
með merkilegu veiðir hann agni.

Þorsteinn Briem, 24.7.2009 kl. 14:16

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Áfram veginn í vagninum ek ég,
upp um vegleysur fjörur og fjöll.
Jafnan dável til matar míns tek ég,
er í vextinum hreint eins og tröll.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.7.2009 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband