Ekki finnsku mistökin í velferðarmálum.

Finnar vóktu aðdáun með tæprar hálfrar aldar millibili þegar þeir tókust af gríðarlegum dugnaði á við erfið ár vegna skulda eftir heimsstyrjöldina og síðan þegar Sovétríkin hrundu og þar með mikilvægasta viðskiptaþjóð þeirra.

Þeir fóru svonefnda finnska leið í efnahagsmálum með því að beisla hugvit og mannauð en hættu við að fara út í stórkarlalegar virkjana- og verksmiðjuframkvæmdir.

En þeir viðurkenna að hafa gert þau afdrifaríku mistök í kreppunni á tíunda áratugnum að skera of mikið niður í velferðarþjónustunni.

Lögreglan er hluti af velferðarkerfinu og mikilvægi hennar eykst með auknum óróa og lausung. Þess utan eru agaleysi og villimennska viðvarandi í svonefndum skemmtanalífi Íslendinga og það tekur sinn toll.

Áfengisbölið verður víst að hafa sinn gang eins og einhvern tíma var sagt og enginn lýsti betur en Þórður Guðjonhsen heitinn þegar hann sagði eftir að áfengisverðið hafði hækkað: "Nú er brennivínið orðið svo dýrt að maður hefur ekki efni á að kaupa sér skó."


mbl.is „Algjör misskilningur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvað er að frétta af vinnuhópnum hennar Bjarkar? Átti hann ekki að koma með arðbærar lausnir á færibandi? Hægt var að skilja fréttirnar frá þeim þannig að allsstaðar væru óþrjótandi möguleikar á að "græða". Fréttir herma að Björk eigi nóg af peningum, svo ekki ætti að skorta stofnfé. Eða vill hún bara nota annarra fé í hugmyndirnar?

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.7.2009 kl. 11:21

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vinnufundir á vegum Bjarkar Guðmundsdóttur, #1 og #2, 12. og 19. október síðastliðinn (neðst til vinstri á síðunni):

Nattura
.info


Háskólinn í Reykjavík - Fréttir, viðburðir, greinar o.fl. ...
- Björk Guðmundsdóttir og aðstandendur Nattura.info í samvinnu við Háskólann í  Reykjavík, Klak, rannsóknar- og ráðgjafastofnun um sprotafyrirtæki og Fræ-ið, ...

Háskólinn í Reykjavík - Háskólinn bregst við kreppunni
- Björk Guðmundsdóttir og aðstandendur Nattura.info hafa í samvinnu við Háskólann
í Reykjavík og Klak staðið fyrir tveimur vinnufundum til að skoða nýsköpun ...

Þorsteinn Briem, 29.7.2009 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband