Einelti birtist í mörgum myndum.

Einelti gegn persónum birtist oft í háði sem beitt er gegn þeim sem er minnimáttar. Þessi árátta mannsins birtist strax í barnaskólum, svo mjög er þetta grópað í mannlegt eðli. Þetta blandast oft í hópeðli þar sem margir taka sig saman um að standa að eineltinu sem þá verður að ofbeldi í skjóli mikils aflsmunar.

Einelti getur líka beinst gegn heilum þjóðum í formi háðs, jafnvel gegn fjölmennum stórþjóðum. Pólverjabrandarar eru dæmi um það þegar þjóðasamfélagið tekur fyrir eina þjóð og gerir lítið úr henni undir yfirskini homors og háðs.

Ég upplifði það erlendis beint og óþvegið strax nokkrum dögum efirt bankahrunið að ég væri einn af þeim sem ekki borgaði.

Við erum lítil þjóð og fáum ekki rönd við reist, - verðum að lifa við þetta næstu ár á meðan við vinnum okkur út úr þessari eldskírn og komum vonandi sterkari út úr henni en við fórum inn í hana.


mbl.is Herferð gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fara og finna víkingahjálminn í geymslunni.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 20:47

2 identicon

"Ég upplifði það erlendis beint og óþvegið strax nokkrum dögum efirt bankahrunið að ég væri einn af þeim sem ekki borgaði."

Það er áhugavert að heyra þetta með hvernig Evrópubúar "hrella" grey Íslendingana.  Ekki það að ég hafi það fyrir víst að þú hafir endilega verið í Evrópu þegar þú fékkst það óþvegið.

Ég bý í BNA og hef ekki lent í þessu.  Fólk sýnir manni frekar samúð en hitt þegar Bandaríkjamenn hitta mann. "You're from Iceland?  Iceland's green but Greenland's icey, right?  I heard on the news they went bankrupt.  I'm sorry to hear that." ... og svo ekki söguna meir.  Þeir vilja frekar vita svo meira um hverana, jöklana og veðrið.  Og, jú, þeir vita flestir að Ísland var fyrsta landið til að kjósa kvenforseta.

Kveðja úr Westurhéraði.

Joni (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 21:11

3 identicon

Við Íslendingar eigum að bera höfuðið hátt og láta ekki buga okkur. Við borgum að sjálfsögðu okkar skuldir svo við getum horft framan í heiminn án þess að skammast okkar. Við eigum ekki um neitt annað að velja.

Kristjana Skúladóttir (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 21:39

4 identicon

Ekki værirðu til í að útlista það nánar hvernig þú fékkst það óþvegið erlendis. Ég er nefnilega forvitinn.

 Kv.   Ari

Ari (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 23:21

5 identicon

"Við Íslendingar eigum að bera höfuðið hátt og láta ekki buga okkur. Við borgum að sjálfsögðu okkar skuldir svo við getum horft framan í heiminn án þess að skammast okkar. Við eigum ekki um neitt annað að velja."

Ég er Íslendingur, bý erlendis, og hef gert í nær 20 ár.  Ég hef ekkert með þetta skuldafargan gera.  Að borga annarra, fárra manna skuldir er bara bull og á ekkert með "Íslendinga" að gera.

Joni (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 00:36

6 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ómar,  ef maður hefur ekki húmor fyrir sjálfum sér, þá hefur maður ekki húmor.  Við verðurm bara að brosa að þessu og bíta á jaxlinn.  Koma tímar, koma ráð.  Við erum gjaldþrota hamingjusöm þjóð.  Þetta reddast einhvernveginn.

Don't worry, be happy. 

Guðmundur Pétursson, 30.7.2009 kl. 03:58

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Skoda-verksmiðjurnar voru "international joke" þegar múrinn féll. Nú nýtur Skoda mestu virðingar sem þetta gamalgróna fyrirtæki hefur notið frá því fyrir stríð, vegna þess að það reif sig upp úr öskustónni og framleiðir nú bíla sem kemst hærra í gæðakönnunum en móðurfyrirtækið, Volkswagen.

"International joke" hefur snúist við. Útlendingur einn sagði við mig: "Skoda er orðinn meiri gæðabíll en Volkswagen vegna þess að það eru Tékkar sem setja Skódann saman en Tyrkir sem setja Volkswagen saman."

Ómar Ragnarsson, 30.7.2009 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband