29.7.2009 | 21:05
Walter Chroncite og Kompás.
Það er eftirsjá að Edduverðlaunaþætti á borð við Kompás. Íslensk fjölmiðlun hefur aldrei þurft á öflugri fjölmiðlun og fréttaskýringaþáttum að halda en nú.
Það var líka mikil eftirsjá að bandaríska sjónvarpsfréttamanninum Walter Chroncite.
Hann hafði sterk áhrif á mig þegar ég hitti hann, spjallaði við hann dagstund og tók síðan við hann örstutt sjónvarpsviðtal fyrir 17 árum.
Ég hafði aðeins tíma fyrir eina spurningu: "Eru fjölmiðlar orðnir of valdamiklir/öflugir?"
Á enskunni notaði ég orðið "power" sem hefur víða merkingu og getur bæði þýtt völd og afl.
Svarið var eftirminnilegt: "The media is never too powerful in a democratic society. The media has to be powerful to distribute information and different wiews so the people can use their power."
Þetta útleggst nokkurn veginn svona: "Í lýðræðislegu þjóðfélagi eru fjölmiðlar aldrei of öflugir. Fjðlmiðlar verða að vera aflmiklir til að miðla upplýsingum og mismunandi skoðunum svo að þjóðin geti notað sitt vald."
Dagar Kompáss taldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála ykkur Chroncite báðum!
Lára Hanna Einarsdóttir, 29.7.2009 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.