Meiri hagsmunir fyrir minni.

Fyrir nokkrum árum var fjallað um það fyrir dómstólum hvort fjölmiðill hefði brotið gegn friðhelgi einkalífs að mig minnir með því að birta tölvupósta.

Niðurstaðan var sú að svo ríkir almanna hagsmunir væru fyrir hendi að birtingin hefði verið réttmæt.

Almannahagsmunirnir núna eru margfalt meiri, - hinar ýmsu hliðar bankahrunsins og hvernig úr því er unnið skipta alla Íslendinga gríðarlega miklu máli.

Ef lög um  bankaleynd eru svo heilög  að þau séu rétthærri en nánast hvaða almannahagsmunir sem hugsast getur, verður að breyta þessum lögum.

Auðvitað er vandaverk að draga línuna, en í málum eins og því sem nú endar með lögbannsúrskurði gegn birtingu bráðnauðsynlegra gagna, verður að draga þessa línu á annan hátt en gert hefur verið.

Vonandi hefur Sigurður Líndal rétt fyrir sér að lögbannsúrskurðinum verði hnekkt.


mbl.is Lögbanni mögulega hnekkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búin að vera á netbankanum og millifæra. Hvet alla til að gera hið sama. Ég var í nokkuð góðum málum og lagði mínar 3 kúlur + öllum evrunum á vogaskálarnar.

Kaupþing, þið hunsið okkur... Þá munum við hunsa ykkur.

og gleymið ekki

http://wikileaks.org/wiki/Financial_collapse:_Confidential_exposure_analysis_of_205_companies_each_owing_above_%E2%82%AC45M_to_Icelandic_bank_Kaupthing%2C_26_Sep_2008

Jón (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 23:32

2 Smámynd: Teitur Haraldsson

Frábær puntur.

Takk. 

Teitur Haraldsson, 2.8.2009 kl. 01:19

3 identicon

Aðeins fólk sem er með óhreint mjöl í pokahorninu vill ekki afnema bankaleynd

Grímur Atlason kom með ágætis færslu um þessa atburði http://blog.eyjan.is/grimuratlason/2009/08/01/kaupthing/

Ari (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband