6.8.2009 | 22:40
Hvað um yfirbyggða kafla?
Þeir sem fljúga yfir Dynjandisheiði oft að vetrarlagi sjá vel að hún verður ævinlega ófær á ákveðnum köflum en vegurinn stendur að mestu upp úr snjónum að öðru leyti.
Ef ekki verða gerð göng milli Arnarfjarðar og dalsins inn af Vatnsfirði (þau yrðu álíka löng og Héðinsfjarðargöng) er næstbesti kosturinn að gera þá kafla á Dynjandisheiði, sem alltaf verða ófærir, þannig úr garði að úr geti orðið heilsársvegur.
Reyndar átti að vera búið að koma á heilsárssambandi milli Ísfjarðar, Patreksfjarðar, Barðastrandar og Reykjavíkur fyrir löngu en það er önnur saga af röngum ákvorðunum allt frá því fyrir 40 árum.
Ég flutti frétt í Sjónvarpinu fyrir um áratug af yfirbyggðum vegum erlendis, sem voru þá mun ódýrari á kílómetra en jarðgöng og minntist sérstaklega á Dynjandisheiði í því sambandi. Með það var ekkert gert en slíkan möguleika álít ég að þurfi að athuga ekki síður en breytingar á veginum.
Starfshópur skipaður um nýjan veg um Dynjandisheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Sú leið sem ég tel vera langsamlegast arðsamasta er blanda af jarðgöngum og yfirbyggðum vegi. Sjá nánar.
Og útkoman er þessi.
Sigurður Jón Hreinsson, 7.8.2009 kl. 00:01
Sæll Ómar.
Þar kemur niður ræðan, enn og aftur að best væri að leggja niður Vegagerðina í núverandi mynd.
Þar ráða ríkjum smákóngar sem ekki líða aðrar skoðanir en þeir hafa sjálfir.
Stofna í staðinn Vegagerðir í hverjum landshluta sem fái fjárveitingar sem þær spili úr sjálfar, og keppi um haghvæmni og góð úrlausnarefni.
Jónas Sigurðarson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.