Eitthvert hættulegasta athæfi sem til er.

Að sparka í höfuð einhvers er einhvert hættulegasta athæfi sem hugsast getur, því að fæturnir eru miklu öflugri en handleggirnir og auk þess oft um harða skó að ræða sem lenda í höfði þess sem sparkað er í.

Ef það er rétt að maður hafi sparkað í höfuð lögreglumanns er það forkastanlegt og gildir einu hvað manninum gengur til. 

Ég frábið mér að að vera spyrtur við slíkt athæfi eins og nú er gert á blogginu, en þar er meðal annars sagt að þetta sé "týpiskt fyrir málstað grænna."


mbl.is Sparkað í höfuð lögreglumanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er gersamlega forkastanlegt. Og svo er sagt í fréttinni að þessu verði væntanlega sleppt eftir skýrslutöku.

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 20:38

2 identicon

Sammála, félagi. Að sparka í höfuð manns  getur valdið dauða eða  varanlegum örkumlum .Spark í höfuð manns  er níðingsverk. Eitt er að mótmæla   annað  er  að  leitast við að limlesta þá sem eiga að halda uppi  lögum og  reglu. Þetta er svívirðilegt. Það á  taka mjög hart  á slíkum glæpum.

Eiður (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 20:42

3 Smámynd: Arnþór Guðjón Benediktsson

í rauninni ætti alltaf að kæra þá sem taka sér þetta fólskubragð fyrir hendur eða fætur réttara sagt, fyrir tilraun til manndráps.

Arnþór Guðjón Benediktsson, 7.8.2009 kl. 20:48

4 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Það hlýtur að vera hægt að setja Saving Iceland á sama lista og Hells Angels, og í framhaldinu meina erlendum meðlimum samtakanna, sem jafnframt eru margir margdæmdir fyrir íslenskum dómstólum fyrir ofbeldi og eignarspjöll, að stíga fæti inn í landið. 

Annars er það umhugsunarefni hvað margir viðburðir á vegum Saving Iceland enda með ofbeldi. Við skulum orða þetta þannig, að ef Saving Iceland væru vélhjólasamtök, þá væri tekið eitthvað harðar á þessu liði, en gert er núna.

Annars er þetta nú bara hugmynd.....

Ingólfur Þór Guðmundsson, 7.8.2009 kl. 21:17

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Já hvar eru boxhanskarnir ?

Nei auðvitað er ég sammála þér Ómar. Maður sparkar ekki í höfuð nokkurs manns..

hilmar jónsson, 7.8.2009 kl. 22:23

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Við höfum reyndar aðeins orð lögreglunnar fyrir þessu. En það er víst eins koanr guðlast á Íslandi að efast um orð lögreglunnar. Það sést best á bloggum og athugugasemdum við þau.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.8.2009 kl. 23:44

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar, það eru 1-5% af hverri þjóð sem við getum kallað öfgafólk. Þetta er lítill minnihluti. Þeir eru í hópi þeirra sem vilja virkja, gagnrýnislaust, en þeir eru líka meðal þeirra sem telja sig græna. Þetta fólk skemmir fyrir allri skynsamlegri umræðu.

Sá tvö þessara blogga í dag og sé ekki sérstaka ástæðu til þess að gera mikið úr þeim. Finnst sem þú gerir of mikið úr framlagi þeirra.

Framlag þitt til baráttunnar hefur hins vegar verið til mikillar fyrirmyndar og þér til mikils sóma.

Sigurður Þorsteinsson, 7.8.2009 kl. 23:53

8 identicon

Málstað grænna? Hvað þýðir eiginlega þetta litaða orð? Væri t.d. týpískt séð hægt að verja málstað fyrrum rauðhærðra eða ævarandi grænhöfða með bláum, gulum eða jafnvel svörtum lit? Eða þyrftu hvítliðar að koma þar til skjala?

Því þá svo litrík umræða? Eða hví ekki að láta málfarið um sitt en gefa frekar hæfileikaríkum myndlistarmönnum á borð við Picasso og Kjarval færi á að blanda grænt úr bláu og gulu? Eða brúnt úr rauðu og grænu? Eða hvað þeim verkast vildi - jafnvel að blönduðu hvítu í svartadauða.

Líkt og í ósögðum sögum frá Botswana.

Heppnir, þeir Kjarval og Picasso, að vera þar enn ófæddir - nema skyldu vera þar núna Mikealangelo og frumpáfinn að leik í gulum sandkassa, enn alls ófræddir um gildi. Hver fjárinn sé gildi? Sér í lagi þó auðvitað um gildi litanna. Jafnvel hvort sandkassinn væri í allt öðrum lit.

Árni B. Helgason (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 03:14

9 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Það mun víst koma fram fljótlega að þessi frásögn lögruglunnar er uppspuni frá rótum. Það er því ástæða til að spara stóru orðin áður en lygavél lögruglunnar verður afhjúpuð.

Þorri Almennings Forni Loftski, 8.8.2009 kl. 03:32

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú er svo að sjá samkvæmt yfirlýsingu Saving Iceland að orð standi gegn orði og að sönnunargögn í þessu máli sé ekki að finna. Er það ástæða þess að meintum hættulegum árásarmanni sé sleppt?

Spark í höfuð er forkastanlegt athæfi og ásökun um að slíkt hafi verið gert er því alvarlegt mál.

Ómar Ragnarsson, 8.8.2009 kl. 11:33

11 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Höfuðsparkið var lygi og afvegaleiðing lögruglunnar þegar hún gerði sér grein fyrir að hrottaskapurinn hafði náðst á myndband. Þeim tókst með því að skapa hneykslis upphrópanir heimskustu bloggplebbanna.

Hér eru sönnunargögnin um lögrugluofbeldið í lögrugluríkinu:

http://www.youtube.com/watch?v=LBJkXhWAfEA&feature=player_embedded

 og

http://savingiceland.puscii.nl/?p=4032&language=is

 Ekki virðast þó höfuðbarsmíðar er valda heilabjúg, heilablóðfalli, höfuðkúpubroti  o.fl. er leiddi til varanlegarar örkumlar þolandans, vera talið alverlegt má í  dómskerfinu. 15 mánaða fangelsi fékk gerandinn, hvað er að? Er þetta gildismat ástæðan fyrir því að flestir Íslendingar umbera og reyna jafnvel að verja lögrugluofbeldið?

Þorri Almennings Forni Loftski, 8.8.2009 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband