Brennuvargarnir óánægðir með slökkvistarfið.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson var einn af aðal hugmyndasmiðum hinnar íslensku útfærslu á Thatcher-Reagan-stefnunni, sem tímabilið þegar þessi hagfræði drottnaði, hefur þegar dregið nafn af.

Grunnurinn að því að blása upp sápukúlu "gróðæris" einkavinavæðingar, spillingar og sjálftöku- og oftökustjórnmála var byggður í sameiningu af fóstbræðrunum einráðu, Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni.

Það er því hlálegt þegar Davíð og Hannes Hólmsteinn, sem áður ræddu jafnan í fyrirlitningartóni um "skríl" og "skrílslæti" þegar mótmælaðagerðir voru annars vegar, koma á Austurvöll þegar mótmæli standa þar yfir og Hannes segir það hreint út í viðtali að hann sé þar til að mótmæla þeim aðgerðum sem beitt er í rústabjörguninni eftir stórbrunann, sem brenndi íslenskt fjármálakerfi til grunna og skekur allt þjóðfélagið.

Full ástæða er að vísu að veita aðhald og skapa upplýsta og vandaða umræðu um það erfiða úrlausnarefni sem nú er verið að fjalla um á Alþingi og fullkomlega eðlilegt að um það séu skiptar skoðanir, sem fólk lætur í ljósi á þeim vettvangi þar sem það telur sig hafa mest áhrif.

Ég tel að æskilegt að ekki hefði verið gerður jafn mikill aðsúgur að Hannesi Hólmsteini og gert var.

Hins ber þó að að gæta að miklar tilfinningar og reiði hefur ríkt í þjóðfélaginu vegna hrunsins og skal engan undra.   


mbl.is Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála því að best sé að lofa Hannesi að aula sjálfan sig.

En mér finnst skrítið að þetta sé sami maðurinn og sagði fyrir ári síðan að það væri nú bara gaman að gefa svolítið í og efla útrásina.

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 22:40

2 identicon

Vill Hannes ekki viðurkenna að frjálshyggja undanfarinna 10 ára beið meira skipsbrot en kommunismi.Held að hugmundasmiðirnir DO og HHG ættu ekki að láta sjá sig innanum skrílinn. 

Raunsær (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband