28.8.2009 | 14:19
Blóð, sviti og tár.
Ofangreind orð notaði Winston Churchill þegar hann bjó þjóð sína undir erfið ár, sem framundan væru, en lokatakmarkið væri þó eitt og aðeins eitt, sigur, hvað sem það kostaði.
En hann kvaðst ekkert hafa fram að bjóða nema blóð, svita og tár.
Þá stóð þjóð hans frammi fyrir því að utanríkisstefna hennar hafði beðið algert skipbrot og að engin leið væri út úr vandanum annar en sá að takast á við afleiðingarnar, sem voru hrikalegar svo að það ógnaði tilveru og sjálfstæði þjóðarinnar.
Nú stöndum við Íslendingar frammi fyrir afleiðingunum af því að efnahagsstefna okkar beið algert og einstakt skipbrot í bankahruninu síðastliðið haust.
Churchill mælti hin fleygu orð sín álíka löngu eftir að stríðið skall á og nú hefur liðið frá hruninu hér á landi. Framundan var að beygja sig fyrir og takast á við hið óumflýjanlega en standa þó ætíð á réttinum, hvað sem á dyndi með ófrávíkjanlegt lokatakmarkið ávallt í huga.
Hjá okkur Íslendingum er framundan er tímabil þar sem allar ákvarðanir verða erfiðar, umdeilanlegar og sársaukafullar.
Það krefst rausæisins sem felst í orðum eins og blóði, svita og tárum en það krefst líka baráttuandans sem er skilyrði þess að okkur takist að komast í gegnum þá brimskafla sem framundan eru á siglingu okkar. Minni á lagið "Styðjum hvert annað" á tónlistarspilarnum vinstra megin við bloggpistilinn.
Ögmundur er ekki vonsvikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð samlíking Ómar. Það er á brattann að sækja framundan og ekkert annað að gera en að taka því með karlmennsku.
Jón Baldur Lorange, 28.8.2009 kl. 14:31
Svo sammála, vona að okkur beri gæfa til þess að standa saman í framhaldinu. Vil svo þakka fyrir mig, finnst pistlarnir þínir yfirleitt mjög uppbyggjandi, og fræðandi.
ASE (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 14:35
Það verður fyrst að moka út skítnum.
Icesave er reikningurinn fyrir kúlulána og sukkveislu Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn og kjósendur hans eiga því að borga reikninginn.
Það á að skilgreina Sjálfstæðisflokkinn sem hryðjuverka og glæpasamtök og banna starfsemi hans á Íslandi.
Allar eignir FLokksins verði gerðar upptækar til að borga Icesave.
Forystumenn FLokksins verði dæmdir fyrir landráð og settir í fangelsi fyrir lífstíð.
Það ólánsfólk sem hefur verið blekkt til að kjósa FLokkinn verði sett í endurhæfingu og endurmenntun til að verða að nýtum samfélagsþegnum.
Nýr hægriflokkur verði stofnaður með heiðarlegu lýðræðisinnuðu fólki.
RagnarA (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 15:04
Góð samlíking en á ekki eins vel við nú og þá. Yngri kynslóðin hefur val. Hún getur farið erlendis eða ekki komið úr námi og unnið þar og byggt um sparnað í gjaldeyri og komið svo tilbaka eftir 15 ár þegar búið er að borga Icesave!
Ekki þjóðhagslega hagkvæmt en pottþétt það besta fyrir unga einstaklinga. Hér er vandinn í hnotskurn, hagsmunir þjóðarinnar og yngri kynslóðarinnar fara ekki saman. Það er yfirleitt uppáskrift á hörmungar.
Andri Geir Arinbjarnarson, 28.8.2009 kl. 16:15
Unga kynslóðin á dögum Churchills var drepin á vígvöllunum í hundraða þúsunda tali í stríðinu og hún gat ekki snúið heim aftur þegar stríðið var búið.
Ómar Ragnarsson, 28.8.2009 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.