30.8.2009 | 21:31
Geta borið höfuðið hátt.
Stúlkurnar í íslenska kvennalandsliðinu geta borið höfuðið hátt. Þær urðu fyrsta íslenska knattspyrnulandsliðið til þess að komast í úrslitakeppni stórmóts í knattspyrnu.
Aðeins eins marks tap þeirra gegn ríkjandi heimsmeisturum er sami markamunur og sá þegar íslenska karlalandsliðið tapaði með eins marks mun gegn ríkjandi heimsmeisturum Frakka í riðlakeppni fyrir áratug.
Þrátt fyrir mótbyr í fyrstu leikjunjum var hægt að horfa stoltur á stelpurnar berjast og verða landi sínu til sóma.
EM: Spiluðum frábæran varnarleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.